Spegillinn - 01.08.1947, Side 6

Spegillinn - 01.08.1947, Side 6
132 SPEGILLINN í „Föst kommer bössen og svo kommer jeg, og svo er það bezt fyrir fuglana að fara að vara sig“. Úr ítöngvum L. I. stólar, er annar ætlaður forseta Islands en hinn Ólafi ríkis- arfa. Minn stóll er þar skammt frá til hægri. Nú verður ör- stutt hlé, þar sem taka þarf hljóðnemann til annarra þarfa, og setzt ég niður á meðan. 1. Hjörvar og hljóðneminn. Útvarp Reykhoit! Þá stend ég hérna í Reykholti á þessum fornfræga stað, þar sem áður stóð annar snillingur, Snorri Sturluson. Ég er sem sagt kominn hingað til Reykholts við nokkura menn og tigna gesti. Það er nokkuð dimmt yfir að líta, gráir skýja- flókar hylja sólu, en annars er veður gott. Ég stend hér fyrir framan hljóðnemann eins og oftar áður á mestu hátíða stund- um þjóðarinnar. Hljóðneminn og ég eru eins og alþjóð veit mestu furðuverk vorra tíma. Snorri Sturluson, sem ég kom til að hylla í dag, var maður, nánar til tekið íslendingur, sem uppi var á Sturlungaöld og bjó að Reykholti. Reit hann bók er hanmnefndi Heimskringlu og er það merkileg bók. Þá gaf hann út ljóðabók er Edda nefndist og reyndist hún þegar metsölubók. Ræð ég öllum, öldum sem óbornum, að kynna sér þessa ljóðabók hans. Snorra var á sínum tíma bönnuð útkoma til íslands af Hákoni Noregskonungi. Þá sagði Snorri „Út vil ek“, sem frægt er orðið og læddist um borð, sem blind- ur farþegi með tilstyrk Skúla jarls. En er til íslands kom, tók eigi betra við, þá var Dagsbrúnarverkfall um land allt og er Snorri kom af hafi eftir harða útivist gekk til móts við hann maður nokkur. Sá nefndist Sigurður Guðnason og bannaði hann Snorra landgönguna. Lét Snorri sér fátt um finnast, en þó varð svo að vera, sem Sigurður vildi. Snýr Snorri við skipi sínu og heldur aftur til Noregs. Höfðu þá gerst þau tíðindi, að Skúli jarl var settur af eður drepinn, en Ólafur ríkisarfi fór nú með ríki hans. Kveður hann Ólaf til farar með sér og þorði þá engi á íslandi á móti mæla. Er nú Snorri kominn til óðals síns, stendui' hann á stalli hám og horfir yfir Reykholtsdal. Er þó skyggni eigi, svo sem á verður kosið. Hér í Reykholti er nú á þessari stundu saman komið múgur og margmenni og kann ég eigi tölu á þeim eða nöfn að nefna. Hér hið næsta mér er afmarkaður reitur, sem engi má inn á ganga — nema ég. Þar má sjá sætaraðir sem ætlaðar eru hinum tignari boðsgestum. Fremst eru tveir 2. Hljóðneminn kemur aftur. Útvarp Reykholt! Þá stöndum við hér aftur, ég og hljóðneminn, eftir að hafa gegnt þörfum sínum. Nú hefur birt í lofti. Veður er með fágætum milt og sér nú til sólar. Hún vermir — hún skín og hýrt gleður mann. Jamm. Skyggni er nú ágætt niður dalinn. Dalurinn er nú í sínum fegursta skrúða, hlíðar og fjöll beggja vegna, eins og títt er um íslenzka dali fram til fjalla. Á rennur eftir miðjum dalnum og nefnist hún Reykholtsdalsá. Dregur hún og dalurinn auðsjáanlega nafn sitt af sjálfu Reykholti. Jamm. Nú þegar ég hef sett hátíðina getur hún hafizt. Mér til aðstoðar hef ég kvatt tvær nefndir, er Snorra- nefndir nefnast og kenndar við Snorra Sturuluson. Er önnur íslenzk og veitir henni forstöðu Jónas nokkur Jónsson, kenndur við Hriflu og fleira. Á hann þá nefnd eins og önnur fyrirtæki í sambandi við framliðna menn. Hin nefndin er norsk, en eigi kann ég útlenzk heiti þeirra, er að henni standa, fram að bera. Kvað þó vera þar tignir menn saman komnir, sem þar eru, en útvarpsþulir munu þeir engir vera. V V V

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.