Spegillinn - 01.08.1947, Side 7
SPEGILLINN
133
Jaram. Nú má veður teljast all gott. Og mun nú tími til kominn
að segja hátíðina setta. Mun hátíðin hefjast á því, að lúðrar
verða þeyttir. Og mun Jón Leifs annast lúðurhljóminn að
vanda. Síðan flytur forseti fslands ávarp og þar á eftir
koma nokkur smærri og algengari ávörp. Til merkis um það
að hátíðin sé sett, hringi ég klukku einni. Er klukka sú frá
tíð Snorra. Það er lítil klukka. Mun Snorri hafa gengið með
klukku þá í hendi sér og hringt, bæði þegar hann gekk til
aftansöngs og til laugar. Síðan er þar Snorralaug kölluð.
Þótti honum það geysi hagleg klukka. Nú er veður hið ákjós-
anlegasta og sér vítt of sveitir. Geng ég nú til og sæki klukk-
una. Ég læt hljóðnemann standa hérna á meðan. Verið þið sæl.
3. Klukkunni hringt — barnatími.
Hvarf nú Hjörvar inn í mannþröngina eins og kólfi væri
skotið og vissi engi hvar hann fór. Og varð það á orði haft,
að það væri eigi á mennsks manns færi að smjúga í gegnum
manngarðinn. Þó leið eigi á löngu, áður heyrðist hringt klukk-
um ákaflega og lustu menn þá upp fagnaðarópi, að Hjörvar
væri fram kominn.
Hófust nú ræðuhöld og ávörp, til þeirra er voru á staðnum
Reykholti, en Hjörvar fór með hljóðnemann í annan stað og
hafði barnatíma í útvarpi, því að þá var sunnudagur og
mátti svo ágætur tími eigi niður falla. Valdi hann til þess
kafla úr Heimskringlu, svo sem í minning dagsins, og las
þáttinn um ferð Hrólfs kraka í Svíaríki austur, er hann
fann Aðils konung og kastaði gullbaugnum á Gnitaheiði og
hefti þannig eftirreiðina. Þótti þessi þáttur hátíðarinnar ein-
hver sá bezti, er þar fór fram, að því er haft er eftir Hjörvari
sjálfum. Þess er að geta í annan stað, að forseti íslands og
annað stórmenni ávarpar lýðinn og þökkuðu norskir fyrir
sig af mikilli kurteisi. Er það í minnum haft, hve sköruglega
Ólafur ríkisarfi Norðmanna flutti sína tölu og talaði þó blaða-
laust. Minntist hann íslenzks manns, Snorra nokkurs Snorra-
sonar, en um hann hefur íslenzkur maður ritað bók eður
róman, Jón H. Guðmundsson að nafni, og vitum vér eigi
önnur deili á. Kvað Ólafur ríkisarfi Snorra þann Snorrason
afbragð annarra manna, bæði um fróðleik og kunnáttu og
þó einkum í sögu Noregs og þarlendra konunga. Sáu þá
íslenzkir að margt var vel um Snorra Snorrason og hétu því,
að lesa nú hinn áður lítt rómaða róman Jóns um samnefndan
mann.
Þá hóf prófessor í fornfræðum Norðmanna upp hina ágæt-
ustu tölu. Var erindi hans langt og snjallt og þótti íslending-
um gott hans tal og var sem drypi hunang af vörum hans
og hann lýsti hverju íslendingar hefðu borgið Norðmönnum,
lífi þeirra og limum, fé og fjörvi og frelsi góðu með því að
Snorri reit sögu þeirra og drápu þeir hann fyrir. Tárfelldi
þá margur íslendingur af göfuglyndi þjóðar sinnar, en aðrir
mikluðust af hinum stóru verkum feðra sinna og rann þeim
í hug, að þeir hefðu ekki aðeins numið Grænland og fundið
Vesturheim, veitt menningarstraumum veg austur í Bysanz,
heldur gefið heilum þjóðum frelsi sitt og þegið aðeins óþökk
og harðæri að launum. Þótti þá öllum gott að vera Islend-
ingur, er á hlýddu.
Stefán Jóhann tók við styttunni úr hendi Ólafs ríkisarfa
og þótti mikið afrek. Flutti hann og merkilegt erindi um
Snorra Sturluson. Kvað hann Snorra hafa verið stórjarðeig-
anda og hinn ágætasta heildsala, hafi Snorri allt keypt og
selt í heildsölu og efnast vel af,' en rakvélar og blöð tilheyr-
andi hafi ekki þekkzt í þann tíð. Þá gat hann þess, að Snorri
hafi verið þeim fágætu hæfileikum gæddur að ná vináttu
erlendra höfðingja. Þannig verði ekki annað séð af Heims-
kringlu, en að hann hafi orðið dús-bróðir Skúla jarls, for-
sætisráðherra Norðmanna. Og hafi aðeins örfáum seinni
tíma Islendingum veitzt svipaður heiður.
I stjórnmálum hafi Snorri nánast verið alþýðuflokksfor-
ingi, en þó notið mjög hylli stórhöfðingja. í landvarnar- og
landsölumálum hafi Snorra farizt mjög viturlega, enda hafi
nútíma Islendingar, hinir beztu menn, þrjátíu og tveir að
tölu, talið sér skylt að feta í fótspor svo ágæts manns, sem
Snorri var.
Þá stóð upp Jónas Jónsson, hinn höfðinglegasti maður, en
ekki að sama skapi gæfuligur, og bauð alla gesti velkomna.
Rakti hann og að nokkru sögu Snorra bónda í Reykholti. Kvað
hann Snorra hafa verið athafnasaman bónda, sem unnið hafi
að margskonar byggingum og mannvirkjum, sem Snorralaug
beri vitni um, þá hafi hann staðið í umfangsmiklum jarða-
kaupum og sölum og annarri kaupsýslu. Þá hafi hann fengizt
mikið við stjórnmál og atkvæðasmölun allt norður í Suður-
Þingeyjarsýslu. Háð fjölda orrusta, setið að veizlum, stofnað
til mágsemda við höfðingja, verið í utanferðum árum saman
og skemmt í konungahöllum, haft lögsögu úti hér um margra
ára skeið, og væri það eitt ærið ævistarf hverjum sextugum
manni. En þess á milli reit hann Eddu og Heimskringlu, vel
skrifaðar bækur hvorttveggja. I stjórnmálum var Snorri
nánast framsóknamaður, umbótamaður. Stóð mitt á milli
öfganna í stjórnmálum landsins. Hann var vaxinn upp með
flokknum, Sturlungaflokknum, en svo risu upp ábyrgðar-
lausir yngri menn í flokknum, sem þyrsti í metorð og völd,
eins og Sturla Jónasson, ég meina Sighvatsson og hrakti
Snorra úr miðstjórninni, svo að Snorri varð að flýja suður
á Bessastaði. Seinni tíminn hefur fordæmt atferli Sturlu og