Spegillinn - 01.08.1947, Page 8
134
SPEGILLINN
þau meðul sem hann notaði, er hann skipaði sjálfan sig for-
mann flokksins. Og svo mun æ verða. En það var Snorri,
sem skrifaði hlutlausa stjórnmálasögu, ekki aðeins um 30 ár,
heldur hundrað ára. Öhö.
Þá flutti Davið ríkisarfa drápu sína og þá góðar gjafir
fyrir. Það stóð á endum að ávörp og ræður höfðu verið fluttar
og Hjörvar hafði lokið barnatímanum.
4. Ólafur tekur í spottann.
Útvarp Reykholt!
Þá er þessum ágæta barnatíma lokið hjá mér og nú verður
Snorrastyttan afhjúpuð. Ég hefi beðið Ólaf ríkisarfa vin-
samlegast að afklæða styttuna. Hann gengur nú til og tekur
í spotta. Það er þráður einn sem heldur skykkjunni saman.
Nú tekur Ólafur í spottann og ferst vel að vanda. Skykkjan
fellur niður af öxlum Snorra aila leið til jarðar, samkvæmt
þyngdarlögmálinu, en líkneskjan stendur eftir. Jamm. Snorri
er svá búinn, að hann er á kyrtli grám úr steini og girtur
belti og hangir annar endi beltisins langt niður, allt of langt
að mér finnst. En tölum ekki um það. Hann er í skóm og
hosum að þeirra tíma sið, með hött á höfði. Ekki þykir mér
Snorri þessi líkur Snorra sjálfum í lifanda lífi. Þykir mér
sem styttan sé allt of stór að vöxtum, en Snorri mun hafa
verið með lægstu mönnum í lffanda lífi, en þó höfðinglegur
í
eins og títt er um lágvaxna menn. Þá mun Snorri hafa verið
sköllóttur að því vér bezt vitum. Snorri mundi hafa verið
útvarpsþulur góður, ef hann hefði lifað á meðal vor. Sér þess
víða glögg merki í Heimskringlu. Nú skín sól í heiði og munum
vér nú segja þessari samkomu slitið. Á eftir verður gengið
til Snorralaugar og mun Matthías þjóðminjavörður klæðast
stuttum kyrtli og sýna hinum konunglegu gestum hvernig
Snorri synti í lauginni fyrir rúmum 700 árum. Þá getur hver
og einn fengið mat og drykk sem hann lystir í leikfimissal
skólans, ef hann verður ekki troðinn undir í mannþrönginni
áður. Jamm. Veður er með afbrigðum fagurt og segi ég hátíð-
inni slitið. Verið þið blessuð og sæl.
Aðalhjörvar.
Dagblöðin og ég
4
Moggann ég þamba, sem mjólk hinna tugþúsund sýkla.
og mannvit úr Ófeigsliyl.
Tímann og Vísi ég teyga, sem „Garöbúi“ ,,Dauðann“ j
og trúi þeim liérumbil.
En beilsíðu forsagnir Þjóðviljans þykja mér beztar,
þrungnar rússneskum yl.
Fley ininiiar sálar í svartnætti skriffinnsku strandar.
Það súgar um víkur og nes.
Það sýður á stjórn meðan brimskaflinn brotnar á stafni
og bullar inn sjórinn til blés.
Svo djúpt er ég sokkinn, að Alþýðublaðið er orðið
eitt af því, sem ég Jes.
Kei.