Spegillinn - 01.08.1947, Blaðsíða 13

Spegillinn - 01.08.1947, Blaðsíða 13
SPEGILLINN 139 Ekki munu þesklr Hótel-Borg argestir .komnir til að heim- sækja ísl. verkamenn. Frekar væri, að þeir legðu leið sina til ..liöfðingjanna1' svoköliuðu "g ættu þá Stefán Jóhann og Bjarni Ben. — eða þjónustur þeirra — að draga af þeim vos- klæðin.og lána þeir þurra sokka, að góðum og gildum íslenzkum sið. Þennan vanda er létt að leysa. Moggi sæll. - 1 S U MARLEYFI - (Um ánumaðJca o. fl.). Ég gekk í gáleysi niður Hverfisgötu klukkan 12 (náttúrlega að nóttu) hérna um daginn (?) og varð um leið litið upp á Arnarhólstún, þá tek ég eftir sem ég er lifandi maður nokkrum skuggum sem bera við júlí-gráan næturhimin. Og skuggarnir teygja úr sér og hnipra sig saman á víxl. Var það von þó að færi um mann hrollkaldur bjórskjálfti. Ég ætla sem ég er lifandi að taka sem skjótast til fótanna heim á leið, en dettur mér þá ekki í hug að ég sé nú eiginlega í sumarleyfi og hafi rétt til að ganga þar sem mér sýnist og á hvaða tíma dagsins sem er. Nema úr því verður að ég sný við og held í áttina til Skuggalands. Ósköp varlega. Viti menn, þegar ég er kom- inn á nokkurra faðma færi, eiginlega í dauðafæri, leysast þá ekki skuggarnir upp í mannverur. Mér heldur en ekki brá, harka þó náttúrlega af mér og þoka mér ofur hægt og var- lega að einum manninum, sem stendur þar bograndi og hreyf- ingarlaus eins og hann sé á beit. — Gott kvöld, það er góða veðrið núna. — 0, jæja, sagði hann, sem var alveg satt. — Hann er tregur í kvöld, sagði hann svo. — Hann hver? — Nú, ánumaðkurinn. — Já, ánumaðkurinn, náttúrlega. — Djöfullinn hafi það, að hann þori að koma upp úr holunum, og svo er hann svo ljónstyggur. — Já, einmitt, sagði ég. Er hann styggur. En hvurnin farið þér þá að veiða hann? — Það er listin, laxmaður. S.jáið þér til. Ef við skyldum rekast á einn. Sko, hér er hann, þarna við holuna. Bara með hausinn upp úr. Sjáið þér til, þér eruð kannske enn ekki eins vanur og ég að fást við ánumaðka. En það er sko alveg sérstök kúnst, sjáið þér til. Bezt er þegar hann liggur ofan á grasinu, þá kemst hann ekki undan, en hann er varari um sig en svo. Þegar hann er við holuna, verður maður að fara

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.