Spegillinn - 01.08.1947, Síða 14
14D
SPEGILLINN
undur varlega. Si sona. Og svo slá til. Ánumaðkaveiðarinn
renndi sér á bráð sína með leifturhraða, en ánumaðkurinn
hefur eflaust hlustað með athygli á tal okkar, því að hann
hvarf eins og örskot niður í holu sína og veifaði til okkar
með skottinu um leið.
— Hann hefur heyrt til okkar, bölvaður, sagði veiðimað-
urinn, rjóður af ákafa.
— Þetta er bara spennandi, sagði ég.
— Spennandi, huh, ég held nú það. Það er enginn spenn-
ingur að veiða laxinn á móts við það að veiða ánumaðkinn.
f því liggur allt sportið.
— Hvernig farið þér að geyma hann, eitthvað verður
hann að fá að éta.
— í mosa og mjólk. Við kaupum handa þeim fyrsta flokks
Búkollumjólk, barnamjólk, læknamjólk. Ánumaðkarnir vilja
helzt ekki aðra mjólk. Þangað til hérna rétt um daginn, að
þeir litu ekki við henni. Þá kom það líka upp úr dúrnum, að
þetta var bara 3. og 4. flokks mjólk, léleg þó. Tíminn sagði
það. Ég les ekki annað blað. Svo nú er ég í mjólkurvandræðum.
— Heldurðu að Búkolla bæti sig ekki?
— Huh, sástu ekki auglýsinguna kunningi, þar sem stóð,
að kýrnar hætti að. mjólka í bili, á meðan verið sé að setja
niður vélar og svoleiðis. Nei, þá vita ánumaðkarnir mínir
betur. Því að þeir þora ekki að drekka mjólkina fyrir sitt
litla líf. Annars hef ég heyrt að búið væri að innsigla allar
beljurnar á Laxnesi.
— Innsigla? Læknabúið væri að innsigla?
— Nei, þér misskiljið mig. Ekki læknabúið, heldur að það
væri búið að innsigla búið, ég meina beljurnar. Nú, auðvitað
þeir sem vinna þarna og aðrir lánardrottnar. Og það kemur
í sama stað niður fyrir læknana. Ekki græða þeir á því og
ekki líta þeir eftir því, svo að þeir uppgotva það fyrst kann-
ske á banadægri, að allt er farið til fjandans, liggur mér við
að segja.
— Já, jú, ságði ég.
— Sjáið þér nú til, hér er einn, nei hann hvarf, þér megið
ekki hrista jörðina, hann er svo viðkvæmur milli tólf og eitt.
— Veiðið þér ekki laxa?
— Nei, djöfullinn hafi það, liggur mér við að segja. Það
er ekkert sport í því á móts við það að veiða ánumaðka. Það
er sko kúnst, kunningi. Og miklu meira upp úr því að hafa.
Ég sel minn maðk á 40 aura stykkið, stríðalinn og gljáandi
af spiki. Svei mér þá, maður getur tárast af því að láta vini
sína í hendur þessum afglöpum, stangarlandeyðum, sem
ekkert kunna með þá að fara. Heldur þú að þeir muni eftir
mjólkinni kvelds og morgna? Nei, ó, nei. Og ekki er nú litið
eftir þeim, til að sjá hvernig þeir hafi það. Þér ættuð heldur
að fara út í ánumaðkaveiðar heldur en laxveiðar, ég segi yður
það satt. Þér komið bara heim með öngulinn í rassinum.
— Öngulinn í —?
— Já, ég sagði það. Þeir kalla það svo, þegar þeir fá ekki
neinn laxinn, sem aldrei kemur náttúrlega fyrir sjálfa þá,
heldur hina. Því, sem ég hef safnað hér á heilu kvöldi með
ærinni fyrirhöfn, eyða þeir á einum klukkutíma í ekki neitt.
Nei, mitt álit er, að ánumaðkurinn ætti að vera dýrari en
laxinn, þá myndu menn koma sér upp ánumaðkasafni sér
til augnayndis og það yrði stofnuð ánumaðkafélög út um allt
land og eitt Ánumaðkasamband hér í Reykjavík, þar sem
maður kannske slæddist inn sem formaður og svo gæfum við
V erðlaunagetrauii
Á forsíðu vorri í dag eru mörg þekkt andlit úr verzlunarstétt vorri.
Þrenn verðlaun verða veitt þeim, sem þekkja flest andlitin og senda
afgreiðslunni ráðningar sínar fyrir lok þessa mánaðar. 1. verðlaun eru
kr. 150.00, 2. verðlaun kr. 100.00 og 3. verðlaun kr. 50.00. Verði tveir
eða þrír með jafnan fjölda réttra lausna, verður verðlaununum skipt
jafnt milli þeirra. Notið eftirlitsmyndina hér að neðan til að tölusetja
nöfnin eftir.
ö
út náttúrlega ánumaðkablað: „Ánumaðkinn“.
— En þegar þeir hafa engan ánumaðk, hvernig geta þeir
þá veitt lax?
— Þeir veiða hann nú ekki hvort sem er. Annars nota
þeir sínar flugur, sem þeir kaupa hér í Veiðimanninum,
gerviflugur, kunningi, með allavegana litum og allavegana
nöfnum, þær heita Royal Scot, Blue doctor, White doctor,
Black doctor og allavegana litir doktorar, þó að vísindalega
sé sannað, að laxinn sé litblindur.
— Já, þér segið nokkuð.
— Segi ég nokkuð, já ég hefði heldur haldið það. Einn
þeirra segir, að ekki sé viðlit að veiða heiðarlegan lax, yfir
10 punud, í vissum hyl í vissri á í vissum hrepp nema á Black
doktor. Annar gefur sál sína fjandanum, liggur mér við að
segja, upp á það, að hann veiði aldrei minni lax en 14 punda
í sama hyl í sömu á og hann noti alltaf White doctor. Það
þýði ekki að bjóða þeim löxum upp á annað. Og svo slást