Spegillinn - 01.08.1947, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.08.1947, Blaðsíða 15
SPEGILLINN 141 þeir upp á líf og dauða út af Black doktor og White doktor, sem eru alveg samskonar flugur nema liturinn og svo er laxinn sem sagt litblindur. — Ja-há. Og veiða þeir alltsvo svona stóra laxa? — 0, biddu fyrir þér, maður. Miklu stærri. Það er að segja, hann stækkar eftir aldri. Fyrst eftir að hann er veidd- ur er hann kannske ekki nema segjum við 11 pund og strax fyrsta árið er hann kominn upp í 15 pund. Svo stækkar hann þetta næstu þrjú árin upp í 20 pund og er þá talinn full stór, allt eftir því hve oft þeir segja frá veiðinni. — Er þetta ekki ánumaðkur? — Jú, hafðu sæll mælt, kunningi. Og vinur minn hremmdi hann í einni svipan og tók gras og mold með milli þumal- fingurs og vísifingurs og brá honum sigri hrósandi á tungu sér. — Þetta er kynbótaánumaðkur, sagði hann. — Ég hef aldrei veitt lax, sagði ég, en ég hef einu sinni horft á mann veiða 16 punda lax, það er að segja, hann veiddi hann aldrei, hann setti bara í hann og missti hann svo. — Stendur heima, kunningi, sagði ánumaðkaveiðarinn. Laxarnir eru alltaf stærstir, sem þeir missa, og alltaf ná- kvæmast vegnir. Þá hrósa bændurnir sér af öðru, ekki hvað þeir veiða stór laxa, heldur hvað þeir borða mikinn lax. Á sunnudaginn var kom ég upp í Borgarfjörð og átti tal við tvo bændur. Annar sagðist hafa haft svo mikið af laxi í sumar, að fólkið sitt gæti ekki orðið séð lax, hvað þá borðað hann. Það þykir mér ekki mikið, sagði hinn. Þegar við minn- umst á lax heima hjá mér, ganga hundarnir út. — Hvað segirðu um þingmannafundinn? — Ekki annað en það, að mér fyndist Finnur Jónsson ætti heldur að fá sér stöng og veiða lax, heldur en að fara að kenna flokksbræðrum sínum út í löndum, hvað væri lýð- ræði. Annars var það típiskt fyrir svonalagaðan fund, að Svíar og Norðmenn tala um að fá hafnir og að leggja hér upp allan síldaraflann sinn. Danir vilja fá aukin fiskrétt- indi, en Islendingar tala um rýmkun landhelginnar og niður- staða fundarins verður ályktun um aukna norræna samvinnu. Je held það væri bezt að fylgja Jóni Dúasyni til Grænlands og skilja hinum eftir hólmann. — Ég sé að þér eigið marga keppinauta í kvöld hér á Arnarhólstúni. Hafið þið allir veiðiréttindi ? — Þess þarf ekki, kunningi. Þetta eru Almenningar. Hérna fær maður hann gratís, bara að hann væri ekki svo ljón- styggur. Ég er skal ég segja þér orðinn nokkuð stirður til að klifra yfir í garð nágrannans eins og í gamla daga. En svo á ég þér að segja svolítinn garðblett sjálfur, sem ég ætla að spara mér þegar allt annað þrýtur. — Bara að þú sparir hann þá ekki handa öðrum, kunningi, sagði ég um leið og ég sneri mér við og gekk niður Arnar- holtstún í sumarleyfi. Álfur úr Hól. YFIRHREPPSTJÓRI vor, Jónas Guðmundsson, hefur verið á sveitarstjórnarþingi i London og komizt að þeirri furðulegu niðui'stöðu, að London sé risavaxið (pýramidalskt) fyrirtæki. A þessu sama þingi var póstmálastjórinn í Súdan, og mun hafa verið að fá leyfi Breta til þess að fjölga útsölu- stöðum frímerkja, eða jafnvel að gefa út nýja séríu af súdönskum frímerkjum. orn um sveitasælu Reykvíkings. Sloppinn frá annríki, uinstangi og þys, öllu því skal maður gleyma — þó finnst inér ég — að því ég get ekki gert — ég gleymdi víst einhverju lieima. Frítt er um byggðir og fagurgræn tún, fuglar um bláloftið sveima. — Puntskrýddar grundir og prúðbúið fólk. Nei, pípan varð ekki eftir heima. Inn milli fjallanna uni ég mér bezt, yndælt er þar að dreyma. — Bara að þvotturinn blotni í baðkerinu lieima. Yið lækjarins nið finn ég lífið á ný, Ijúft er þá hörmum að gleyma. — Bara að kötturinn komist ekki í kjötbollurnar heima. Svo tek ég mitt ljúfasta ljóðskáld í hönd, létt er þá hörmum að gleyma. — Bölvaður glópurinn — gleymdi ég þá gleraugunum heirna. SVB. í. S. í. VILL koma upp allsherjar íþróttadegi um land allt. Vér megum hætta að trúa því, að íþróttamönnum vorum sé eins varnað vits og orð hefur jafnan verið á gert, því að meiri þjóðarblessun er vart hægt að hugsa sér en ef vér getum orðið lausir við þá 364 daga á ári og 365 þegar hlaupár er. Munum vér því hjálpa íþróttamönnum vorum til að berja fram þessa hugmynd, með öllum þeim styrk er vér höfum yfir að ráða og með þeirri viðbót, að „dagurinn“ verði haldinn á Hofsjökli, svo að allt landið eigi álíka hægt með að sækja hann.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.