Spegillinn - 01.08.1947, Síða 16

Spegillinn - 01.08.1947, Síða 16
SPEGILLINN 142 Lítíl ielðbesnlng' Það var ergilegt með okkar úrvalslið, sem átti Bretana að glíma við, að byrja á núlli þann „bransa“, því einn, og svo núllið aftanvið gaf aðra og betri „sjansa“. Og mér finnst þeir ættu að muna það, það er munur livar núllunum velja þeir stað er Bretann þeir bursta að nýju. Það er aumt að skrá 0,1 á blað, en annað mál er með 10. En ef þeir byrja á einum næst aftan við geta þá núllin bæst, vorn liuga svo má það herða: því meiri sigur og fræknari fæst þess fleiri sem núllin verða. Grímur. HrcMcfáta £pe$iUkA Fólksekla og úrbœfur í*. • Eins og kunnugt er, og skýrsla framkvæmdastjóra S. í. S. á Þingvöllum bar með sér nýlega, stendur fyrir dyrum stór- kostleg stækkun og betrun á klæðaverksm. Gefjun á Akur- eyri. Eru þetta gleðileg tíðindi öllu landsfólki, en þó skyggir það nokkuð á dýrðina og vekur ugg hjá forystumönnum þessa fyrirtækis, hve erfiðlega gengur að fá starfsfólk að verksmiðjunni. Hvort þetta er sagt út í loftið, sést á því, að á hátíð Framsóknarflokksins á Hrafnagili 6. júlí s. 1. er mælt að forstjóri Gefjunar hafi kvatt sér hljóðs til að eggja Framsóknarmenn — þar voru engir aðrir viðstaddir — lög- eggjan, að fjölga nú mannkyninu undir drep, svo fólk vant- aði ekki að verksmiðjunni í framtíðinni. Þóttust menn skilja það tvennt á ræðu þessari, að honum (forstj.) þætti bændur draga af sér á sumum sviðum um skör fram, og hitt annað, að nú dygði ekki að kasta áhyggjum sínum i þessum efnum á U. S. A.-menn og aðra, sem á sínum tíma sýndu lofsverðan dugnað í þessum efnum, við mikinn og velviljaðan skilning viðkomandi íslenzkra þegna. orn um umfarSarmálin í Reykjavík. Með óleyfilegunl ökuhraða, umferðareglum er skeytt, koma menn heim í tæka tíð til þess að gera ekki neitt. SVB. Lóðrétt skýring: 1 friðsamur. 2 vantreysta. 3 óaðg-engilegt. 4 félag. 5 óhreinka. 7 talsvert. 8 efni (sk. st.). 9 veiki. 10 flani. 11 skakkan. 13 brekka. 19 ljótar. 20 kviku. 22 matvæli. 24 fugls. 25 veðrahamur. 26 láta. 28 hald. 30 föt. 33 högg. 34 hibýli. 36 tryggari. 40 engu sleppt. 42 hræðslu. 44 fóðra. 45 hvíldi. 46 óhreinindi. 48 stafurinn. 50 flan. 52 sk st. Lárétt skýring: 1 skútar. 6 nes. 12 ómögulegt. 14 gjalda. 15 til hitunar. 16 stétt. 17 daufgerð. 18 gras. 20 spurning. 21 skepna. 23 sigraðar. 26 tónn. 27 hreyfir. 29 ílátið. 31 gleðjast. 32 eyddar. 33 fara laumulega. 35 óþjált. 37 mælir. 38 fjártaka. 39 ögn. 40 æst. 41 hvíld. 43 ræða. 45 ævintýra vera. 47 dropi. 49 loðið. 51 hleypur. 53 sorgir. 54 virti. Verðlaun fyrir þessa krossgátu hlutu, eft- ir hlutkesti: 1. verðlaun: Jóhs. Arngrímsson, Austurvegi 32, Seyðisfirði. 2. verðlaun: Arni Júl. Arnason, Sjúkrahúsinu, Akureyri. 3. verðlaun: Sigurpáll Helgason, Hafnarstræti 97, Akureyri. FISKIMÁLAPULLTRÚI Kínverja, sem staddur er hér á landi norður í síld, til að læra snurpunótaveiðar, og heitir auðvitað Wu, hefur látið þess getið við Tímann, að samvinnuhreyfingin sé í örum vexti í Kínu. Oss líkar vel að heyra þessi ummæli fulltrúans, og þó enn betur, þegar hann fer að láta þess getið við Mogga og Vísi, að heildsalar í Honkong séu í bráða uppgangi.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.