Spegillinn - 01.10.1947, Side 5

Spegillinn - 01.10.1947, Side 5
SPEGILLINN 163 Gleðilegan vetur Já, hvers vegna ekki? Hvers vegna allt upp á gamla móð- inn? Er ekki tími til kominn að líta hlutina svolítið öðrum augum? Eins og til dæmis abstrakt-málararnir. Þeir sjá nefnilega hlutina öfugt við það, sem þeir eru. Falleg stúlka lítur út eins og vindmylla og húsin í bænum eins og vitlaust reiknað þríhyrningadæmi í gagnfræðaskóla. Og svo fara menn að fetta fingur út í það, að þeir líti hlutina svolítið öðr- um augum en aðrir. Hvers vegna ekki að breyta svolítið til með nýjum vetri? Við skulum athuga svolítið málið og byrja á því að segja: Gleöilegan vetur! Þegar menn mæta hver öðrum, þá óska þeir sjáifum sér til hamingju með eignakönn- unina. Tveir menn mættust fyrir framan Reykjavíkur apótek um daginn. — Það eru nú ekki allir eins heppnir og ég, sagði annar, — ég er að byggja hús, sem ég get aldrei fullklárað vegna skorts á byggingarefni, og svo byggði ég það fyrir gamalt sparifé, sem ég gleymdi alltaf að gefa upp til skatts. — Já, segir hinn, — ég þarf nú heldur ekki að kvarta. Ég á líka mikinn hluta í verksmiðju skuldlaust, sem ég gaf upp sem skuld, og nú get ég ekki gert grein fyrir skuldinni, svo að verksmiðjan fer sömu leiðina og húsið. Nú fara skólarnir að byrja. Það er orðið allt of úrelt fyrir- komulag að kennarinn setji fyrir, hvað mikið nemendurnir eiga að lesa undir næsta dag. I vetur ættu skólarnir að breyta til og láta nemendurna setja fyrir sjálfa, hvort sem þeir kjósa þrjár eða fimm línur, ef þeir vilja þá ekki gefa kenn- aranum frí. Eins er sjálfsagt, að þeir haldi kladda og merki við, þegar kennarinn kemur of seint. Eins eru það þeir, sem eiga að taka kennarann upp og gefa honum einkunn fyrir. Það er því eins gott að kennararnir leggi sig í líma í vetur, ef þeir eiga ekki að falla í vor. Nú eru kabarettarnir byrjaðir vetrarstarfsemina. Einn þeirra heitir Apolló. Hann er frægastur fyrir það, að stjórn kabarettsins er alltaf að flækjast fyrir sýningarfólkinu á leiksviðinu, flestir í kjól og hvítu. Eftir hvert númer þurfa þeir að flytja allt til á sviðinu, það eru bæði kassar og annað rusl, sem gleymzt hefur að bera niður í kjallara. En þetta er einmitt ágætt. Það eykur tilbreytinguna. En meira þarf til að kabarettinn geti talizt skemmtilegur. Það er ekki nóg, að maðurinn í kjól og hvítu sé alltaf að snúast kringum sjálfan sig á sviðinu milli þátta, — hann gæti líka hjálpað til að skemmta, t. d. setið á hnénu á Baldri Georgs í staðinn fyrir Konna og sagt óartugheit, sem hann hugsar hvort eð er. Og svo gæti Baldur byrjað sín vel þekktu gáfnapróf.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.