Spegillinn - 01.10.1947, Qupperneq 6

Spegillinn - 01.10.1947, Qupperneq 6
164 SPEGILLINN Borgarstjóri sendir Moskvu- búum heiliaóskir Baldur Georgs: Hvað gerir þú? Formaðurinn: Ég er formaður Apolló-kabarettsins. Baldur Georgs: En hvað geri þá ég? Formaðurinn: Þú skemmtir líka. Baldur: Hvað er bezta skemmtifélagið í bænum? Formaðurinn: Nú, auðvitað Apolló-klúbburinn. Baldur: En hvað þá með Reykjavíkur-kabarettinn? Formaðurinn: Hann er undirballans líka. Annars mætti breyta ennþá meira til og selja skemmti- kröftunum aðgang og láta þá sitja niðri í sal, en hleypa áhorfendum inn á sviðið, einum í einu. Nú er Alþingi í þann veginn að koma saman. Það mun verða til lítillar blessunar fyrir land og þjóð, fyrir utan hvað þrautleiðinlegt það er, að þeir Einar og Brynjólfur hverfi að því, sem fyrr var frá horfið, að rífast við Bjarna Ben. og Stefán Jóhann. Það myndi verða miklu frjósamara samstarf, ef Einar og Brynjólfur byðust til að lækka kaup verkamanna um fimmtíu prósent og Bjarni Ben. lofaði aftur á móti að leita hvergi markaða nema í Rússlandi, — og Stefán Jóhann lofaði því, að ganga með allan sinn her í „Sameiningarflokk Alþýðu, Sósíalistaflokkinn“. Eysteinn og Hermann færu að trúa á nýsköpun og gengju strax út úr þingsalnum, ef ein- hverjum þingmanni hefði orðið mismæli og nefnt orðið „hrun“. Hermann bæri fram þá þingsályktunartillögu, að allir þingmenn og aðrir forráðamenn bæði fyrirtækja og stjórnskipaðra nefnda létu af hendi bíla sína við eyrar- vinnumenn og braggabúa. Aldrei hefur verið meiri eftirspurn íbúða en í þessari vetrarbyrjun. Það er líka eðlilegur hlutur meðan húsaleigu- nefnd og svartamarkaðir hafa með sér nána samvinnu. Það myndi mælast miklu betur fyrir, ef stór-húsaeigendur drægju saman seglin og byggju í tveimur herbergjum í staðinn fyrir fimm og upp í ellefu. Síðan ættu þeir að borga fólki, sem vildi flytja inn, nokkur þúsund krónur, sem „ekki þarf að gefa kvittun fyrir“. Það myndi ríkja miklu meiri ánægja í þjóðfélaginu á eftir. Útvarpið'þarf algerlega að breyta um vinnuaðferð á vetri komanda. Helgi Hjörvar, sem hingað til hefur verið í öllum dagskrárliðum, ætti nú að fá að njóta svolítillar hvíldar eftir eigin ósk og bjóðast til að lesa aðeins veðurfréttir og texta danslaga á plötum. í staðinn fyrir þrautleiðinleg erindi, upp- lestur á efni, sem allir kannast við, og annað, sem er til mik- illar armæðu fyrir æskuna í landinu, ætti að útvarpa Kóka- kóla-dansskemmtunum æskufólksins sjálfs í Iðnó eða í Mjólk- urstöðinni, einkum þegar Kóka-kólinn er farinn að svífa á mannskapinn. Eins mætti útvarpa gáfulegum samræðum frá Hótel Borg á tímanum 11 til hálf-12 á kvöldin. Þetta myndi auka fjölbreytni og vinsældir útvarpsins að miklum mun. Dagblöðin ættu öll í vetur að þreyta um tón og reyna, hvernig væri að skrifa í stíl „Bjarma“ eða „Norðurljóssins“. í staðinn fyrir „leiðara" og enn leiðara efni gæti Valtýr skrifað „Minningar frá Möðruvöllum“ í framhaldsköflum. Víkverja myndi láta mjög vel, jafn víðlesinn og hann er, að fræða menn um Einsteinkenninguna eða kjarnorkuna. íþróttafólk hætti að „kynna landið“ og birti ekki lengur „íþróttaafrek" í blöðunum. Þjóðviljinn léti þjóðina fylgjast með daglegu ástalífi Elísabetar krónprinsessu, en Morgun- blaðið bæði afsökunar á að hafa nokkurntíma birt lygagrein- arnar eftir þá Koestler og Nagy hinn ungverska. Vísir berð- ist af alefli fyrir landsverzlun og auknum hátekjuskatti. BORGARSTJÓRI höfuðstaðar vors hefur nýskeð afþakkað veizlu, sem halda átti í tilefni af 163 ára afmæli Möskvuborgar, og Stalin og Molotoff höfðu boðið honum i, til þess ð striða ihaldinu. Höfðu þeir félagar þó keypt inn vodka fyrir 20 þúsund kall, eins og taxtinn er hér. Bar borgar- stjóri fyrir annríki, og var enginn fyrirsláttur, eins og sumir telja, því að um þessar mundir var hann að ganga fram fyrir Búkollu (í eldra máli kallað að ganga fram fyrir Skjöldu). Einnig var Bjarni Ben. boð- inn til Parísar um líkt leyti, en fór hvergi, svo sem 2. síðan i Moggan- um frá þvi tímabili nógsamlega vitnar. Tíminn færi að trúa á framtíð landsins og afsala sér þátt- töku í stjórn — og Alþýðublaðið færi að skrifa um hags- munamál verkalýðsins. Hagfræðingarnir yrðu sammála um lausn dýrtíðarvandamálanna og kæmu fram með þá einföldu lausn, eftir allt moldviðrið, og Alþingi samþykkti hana, að taka fyrir allt vöruverð, allt kaupgjald og allar eignir og skuldir manna og deila í það með tveimur (eða jafnvel með vísitölunni, ef hún væri ekki svo stórkostlega svikin, eins og jafnvel sjálfir hagfræðingarnir eru farnir að benda á). Þá gæti enginn annan öfundað. Það bíða óþrjótandi verkefni til frumlegrar úrlausnar á komandi vetri, ekki aðeins hið eiginlega vetrarstarf, heldur og sumarstarfið, sem maður komst aldrei til að gera og er í raun og veru vetrarstarf síðastliðins vetrar, ef ekki eldra. Vér vonum að umbótatillögur vorar verði teknar til ná- kvæmrar íhugunar ekki síður en Marshall-áætlunin, sem vér með Gromikov höfum ekki mikla tiltrú til, enda komin úr þveröfugri átt, og bjóðum því lesendum vorum með góðri samvizku gleðilegan vetur! Þj óðfræðingurinn.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.