Spegillinn - 01.10.1947, Síða 14
172
SPEGILLINN
Siggi: Þú ert ekki eins vitlaus og ég hef haldið, Tómas.
Líklega er það til að kynna heiminum þessa nýju uppfynd-
ingu okkar í stjórnmálum, að við sendum þrjá fyrrverandi
forsætisráðherra á þing sameinuðu þjóðanna. Sumir voru að
segja, að nóg væri fyrir okkur að hafa Thor, eins og Hollend-
ingar hafa bara sinn sendiherra einan þarna. En það er víst
alveg rétt, sem þeir halda fram, okkar reyndu stjórnmála-
menn, að heimurinn getur ekkert lært af Hollendingum í
stjórnmálum, sem gátu ekki einu sinni haldið Jövu fyrir
Malajönum. Við getum kennt þeim. Og við sendum réttu
mennina, forsætisráðherra og glímukappa, því að bæði Her-
mann og Ólafur geta brugðið fyrir sig klofbragði og krækju,
ef einhverjir Egyptar eða Gyðingar gerast uppivöðslusamir.
En ég held að Bjarna Ben. hafi yfirsézt að senda ekki Sigur-
jón með þeim.
Tómas: Hvaða Sigurjón?
Siggi: Auðvitað hann Sigurjón Pétursson. Bæði er hann
glímukappi og svo hefði hann getað fengið einstakt tækifæri
til að bjóða heiminum Álann, þetta indælismeðal, sem lækn-
ar bæði menn og skepnur, magasár og mæðiveiði og sem ís-
lenzka ríkisstjórnin bauð Suður-Afríkustjórninni upp á til
að lækna mæðiveikina þar syðra fyrir nokkurum árum.
Tómas: Ja, þú segir nokkuð. En ætli Ólafur sé ekki um-
boðsmaður fyrir Sigurjón eins og Hermann er það fyrir
Sigurð Jónasson? En hvað á eiginlega Ásgeir að gera þarna?
Ekki kann hann neitt að glíma?
Siggi: Því spyrðu svona maður? Veiztu það ekki. Hann á
SENDIRÁÐIÐ
danska hefur farið þess á leit að fá einn jeppa til kaups eða leigu
handa Eskimóum. Er svo að sjá sem nú hafi þessir ágætu frændur
vorir í vestri líka fengið bíladelluna, og þénar það þeim til hróss, að
þeir skuli ekki byrja á strætóum. Enda þótt svona útflutningur sé
bannaður, finnst oss alveg sjálfsagt að verða við þessari bón dana,
enda getur það orðið til þess að opna þarna samskonar markað og
skipastóll vor hefur haft í Færeyjum.
að hjálpa hinum, þegar þeir eru ekkert að gera. Þú talar
eins og þú hefðir aldrei drukkið sjúss með bankastjóra,
Tómas.
Tómas: Ja, hvað margt getur breytzt á voru landi.
Siggi: Hvað ertu nú að spekúlera, Tómas?
Tómas: 0, ég var bara að hugsa hvað við getum nú mikið
á voru landi, að við skulum geta flutt þekkingu til Ameríku
með okkar ágætu stjórnmálamönnum, en þurfum ekki leng-
ur á neinni kunnáttu þaðan að halda. Straumnum er snúið
við frá því sem áður var. Hver skyldi hafa haldið það, að
vitið í Ásgeiri, Hermanni og Ólafi yrði útflutningsvara?
Siggi: Verst að Ólafur skuli vera farinn. Annars hefði
hann gefið okkur fyrir einni upp á þetta.
Malakías.
um ýmisleg viðhorf til Bjarna Ben.
1.
Þjóðviljinn lítur á Bjarna Ben,
sem böðul liins kúgaSa og snauSa.
Stefna hans öll eitt fúafen,
framkvæmd embættis meira en klén.
Helzt ætti aS tjóSra Bjarna Ben
á bás meSal nauta og sauSa.
2.
Mogginn um sama Bjarna Ben:
— Borinn er þjóSskörungur.
Avaxtar hann sín andleg lén,
og ekki eru verkin lieldur klén.
Annan eins snilling og Bjarna Ben
blessuSu engar tungur.
3.
Til Kaupinhafnar flaug Bjarni Ben
og bjóst viS sitthvaS aS Iieyra.
En enginn spurSi um lians lönd og lén,
lét sem liefSi hann enginn sén.
Þar þekkti víst enginn Bjarna Ben
„böSul“, „snilling“ o. fl.
SVB.