Spegillinn - 01.10.1947, Blaðsíða 17
5PEGILLINN
175
'Tflcury
Frh.
að gráta. Kalli frændi sagði ekkert, en settist út í horn og horfði á
okkur öll, en snögglega tók hann vasabók sina og krotaði eitthvað í
hana. Hann sýndi okkur það seinna.
Systir Túfiks var eina manneskjan, sem var alveg róleg. Hún sat á
beinum og' óþægilegum stól, rétt við dyrnar, og renndi brúnu augun-
um af einum á annan. Tobba sagði, að í almennilegum fötum yrði hún
falleg, og Agga hvarf þá út i nokkrar mínútur og kom aftur með nýj-
asta sumarkjólinn sinn og svartan hatt. Þegar aumingja stúllcan skildi,
að þessar flikur voru henni ætlaðar, var næstum eins og hún yrði
hrædd, þar sem þetta skeði svo óvænt, en Túfik fékk gleðikast og
kyssti okkur allar á hendurnar, en systurina á báðar kinnar.
Tobba segir, að okkar ósiðlegi varakoss þekkist ekki í Austurlönd-
um, heldur nuddi menn þar saman nefjum í kveðjuskyni. En þetta held
ég sé misskilningur hjá henni, og að það séu Ástralíumenn, sem eru
nefjanuddarar. Ég man eftir að einhver ti'úboði sagði mér frá þessu,
en ekki man ég nú annars almennilega, hvar hann hafði starfað.
Nú bar fátt til tiðinda svo sem hálfan mánuð. Túfik kom ekki nema
einu sinni, og það var til þess að segja okkur, að þar eð hann yrði að
greiða fargjald til bílstjóraskólans, nægði sér ekki þessii' níu dalir á
viku. Við bættum við hann dal á viku, en þó ekki orðalaust, og Tobba
gaf í skyn, hálfönug, að þar sem hann ynni ekki nema fjóra tíma á
dag, væri ekki úr vegi, að hann fengi sér einhverja létta vinnu, það
sem eftir væri dagsins. En Túfik glennti greipar og yppti öxlum.
„Vinir mínir reiðir“, sagði hann dapurlega. „Er það ekki nóg, að
ég læra. Ég líka vinna? Gott — ég vinna! Selja blöð. En til þess að
selja blöð ég hafa peninga — einn dal — tvo dal — mjög lítið — ég
hafa það ekki“.
Við gáfum honum einn dal í viðbót og' hann gekk út brosandi og
vonglaður. Svo virtist sem við hefðum loksins leyst úr vandamáli
hans. Tobba mundi eftir einum sunnudagaskólanemanda sínum, sem
hafði grætt svo mikið á blaðasölu, að hann gat keypt sér leigubíl og
þannig haft ofan af fyrir fjölskyldu sinni. En allar þessar glæstu
vonir ruku út í veður og vind, þegar Hanna opnaði dyrnar næsta morg-
un, til þess að taka inn mjólkurflöskurnar, og fann þá heljarmikinn
hlaða af dagblöðum frá deginum áður og ofan á þeim bréf áritað til
Tobbu og svohljóðandi:
Kæra móðir Tobba!
Þú sérð nú, að ég er alveg ómögulegur. Ég' vil deyja! Ég hef
eitt blað selt, og blaðastrákur vill drepa mig. Ég á engan nema
þig og guð — og guð gleyma mér.
Túfik.
Við misstum alveg móðinn, og' sýnilega hafði Túfik gert slíkt hið
sama. f tíu daga heyi'ðum við ekki orð frá honum, nema hvað lítill og
skítugur sýrlenzkur drengur sótti til okkar tiu dali á laugardag, og
færði okkur um leið eina skó af Túfik, sem þurftu að komast í sóln-
ingu. En einn dag hringdi Tobba með miklum asa og sagði, að Túfik
væri hjá sér og vildi nú fá okkur í brúðkaupsveizlu.
„Hún litla systir hans ætlai' að fara að gifta sig“, sagði hún til skýr-
ingar. „Aumingja drengurinn er svo spenntur, að það er nú sitthvað!
Hann segii', að þetta hafi þegar staðið í tvo daga, en aðalathöfnin
fari fram í dag“.
Agga var stödd hjá mér, og var ekki sein til svars: „Spurðu hana,
hvort ég hafi tíma til að skreppa heim og fara í eitthvað betra. Ég er
alls ekki klædd til að fara í brúðkaup“.
Tobba svaraði, að enginn tími væri til þess. Sagðist koma með bíl-
inn eftir stundarfjórðung og þá yrðum við að vera tilbúnar. Þrátt
fyrir ófullkominn búning sinn lét Agga til leiðast að fara eins og hún
stæði, og svo kom Tobba að sækja okkur. Túfik var í bílnurn. Hann
var snyrtilega til fara og var í skónum, sem við höfðum látið sóla, með
ljósrauða nellíku í hnappagatinu, og var í æsingi, sem hann átti fullt
í fangi með að leyna.
„Loksins!“ sagði hann, glaður í bragði. „Loksins fá vinir mínir að
sjá allar mæður mínar þrjár. Þeir halda, að Túfik sé að skrökva — nú
sjá þeir! Og presturinn mun blessa mæður mínar á þessum heilla-
degi!“
Tobba hafði klifrað upp í ökusætið, stynjandi af erfiðinu, og tekið
stýrið, en í æsingu sinni og barnslegri gleði laut Túfik fram og kyssti
þá hönd hennar, sem nær honum var.
Litli drengurinn húsvarðarins stóð á gangstéttinni og horfði á, og
þegar hann sá þetta, rak hann upp öskur af gleði. Við skildum hann
eftir og lofuðum honum að senda okkur tóninn — ekki sem prúðmann-
legast — og andlitið á Tobbu var, sem maður segir, allra peninganna
virði að horfa á. En hún varð að hugsa um bilstjórnina og gleymdi
því brátt öllu öðru.
Sýrlendingahverfið var ekki g'læsilegt álitum. Það var uppi í brekk-
unni fyrir ofan hverfi rússnesku gyðinganna, og var óregluleg flækja
af steinlögðum götusmugum, grómteknum af óhreinindum og ótrúlega
bröttum. í einni eða tveim af þessum smugum varð Tobba að snúa
bílnum og aka afturábak, af því að bíllinn var kraftineiri þann veg-
inn. Hópar barna eltu okkur, hundar lentu undir bílnum og hafa sjálf-
sagt drepizt, að minnsta kosti eftir hljóðunum að dæma — en eltu
okkur samt með engu minni ákafa stundu síðar. Við háðum orustu
við öskutunnu og komum út úr henni sigri hrósandi en rykugar, og
loksins, er Túfik sveiflaði hendinni eins og einhver höfðingi væri að
skipa fyrir, stönzuðum við á hvössu horni og Túfik hneigði sig meðan
við vorum að komast út úr bílnum. Svo stóð hann hjá, sýnilega frá
sér numinn af gleði og hrifningu, en Tobba náði í götustein og setti
hann undir afturhjólið, en við Agga virtum fyrir okkur umhverfið.
Við vorum staddar í götusmugu, sem var svo sem tíu feta breið og
lögð, að því er virtist, steinum og blikkdósum, brotnum flöskum og
smábörnum í einum hrærigraut. Fyrir framan okkur var tveggja hæða
múrsteinshús, með brotnum gluggum og háum .dyraþrepum — reyndar
vantaði tvö þrepin. Undir þrepunum voru dyr inn í kjallarann og úr
þessum kjallara heyrðust einkennilegii' dynkir og hljóð, sem minnti
mest á dýr í dauðateygjunum.
Agga greip í handlegginn á mér. „Hvað er þetta?“ spurði hún
skjálfandi.
Ég fékk engan tíma til að svara. Túfik hafði hrundið upp hurðinni
og veik til hliðar, til þess að hleypa okkur inn.
„Þau dansa“, sagði hann alvai'lega. „Alltaf mikill dans í brúðkaup-
um. Þessi músik er frá Damaskus og sá sem dansar er höfðingi hjá
sinni þjóð“.
Þegar við heyrðum, að hljóðin voru ekki annað verra en þetta,
gengum við inn í kjallarann. Þetta var klukkan fjögur síðdegis.