Spegillinn - 01.02.1949, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.02.1949, Blaðsíða 7
SPEGILLINN 21 Þegar Annetta kom Það var gleði í höll á Gróðamel 13, fyrir skömmu síðan, eða að minnsta kosti gott skap, svona til að byrja með. Ekki var þetta að undra, þar sem Annetta, dóttir hjónanna þar, var að koma heim, eftir langa útivist westra. Að vísu hét hún nú ekki lengur Annetta Blindskers. Hún var bara fædd Blind- skers, en var nú frjáls og frí og komin til þess að endur- heimta þann rétt í fæðingárríki sínu, er tapazt hafði hér um árið. Nú mátti að vísu segja, að hún hefði farið westur til þess að kynna sér ýmislegt, og það hafði hún vissulega gert, en hvort það var allt nauðsynlegt föðurlandinu eða hagnýt fræði, er annað mál og bezt að láta kyrrt liggja. Vitanlega ræddi fjölskyldan nú um daginn og veginn og spurði frétta austan og vestan Atlantshafs, eins og eðlilegt var, þar sem Annetta var nýstigin niður á föðurland sitt. — Jæja pabbi, sagði Annetta. — Þú lætur ekkert á þig fá í bissnissinum. Still going strong og allt ókei eins og vant er. — Ekki var það að sjá á skattskýrslunni minni, sem ég var að ganga frá rétt áðan. Nú er svo mikil leynd yfir öllu, vegna þessara síauknu takmarkana á sölu og dreifingu vara, svo maður er ekki að breiða spilin út um öll borð. En líklegt þætti mér, að ef birta tæki yfir markaðinum, þá færi að syrta hjá sumum. Þetta megum við hafa, sem erum kallaðir milli- liðir og jafnvel óþarfir, því ekki vantar vanþakklætið. En samt reyna nú sem flestir að skapa sér öruggan starfsgrund- völl, eins og það er kallað, bara einhvernveginn, eins og bezt gengur. — Vertu nú ekki að þylja hagfræði og Elísólógí yfir henni Annettu, svona þegar hún er nýstigin niður úr flugvélinni, sagði Hallbjörg. — Auðvitað vill hún heyra eitthvað skemmti- legra úr heimahögunum. — Já mamma, sagði Annetta. — Auðvitað langar mig til að heyra eitthvað um listrænar framfarir hjá ykkur og önn- ur menningarmál. Hún vissi hvað við mútter átti. — Það er nú svo, sagði Hálfdán. — En þið munduð hvorki byggja svo marga bændaskóla að þeir verði fleiri en nem- endurnir og það finnst mér nú rétt hjá mömmu. En nú man ég ekki fleira að skreva þér mamma biður að heilsa en pabbi er ekki heima og Bogga systir er í fjósinu með Gvendi og vertu nú sæl alltaf. Þín Stefanía. ........... P.S. Þetta er kannski ekki alveg rétt stafsett hjá mér og ég hef ekkert lært um kommu nema að hafa handa á undan, sem. Sama. P.S. P.S. Það var ég, en ekki frk. Stefanía, sem sá um að koma þessu bréfi út á þrykk. V tanbæjarpósturinn. stíga upp í eða niður úr flugvél, jafn oft og þið gerið, ef starfsgrundvöllurinn væri í ólagi hjá mér. Fyrirhyggja er nauðsynleg, eins og með 5 milljóna símastrenginn milli Hval- og Hrútafjarðar. — Þarna hittirðu naglann á höfuðið, sagði Hallbjörg. — En fyrir bragðið verður að hafa eitt óræktarstrik eftir endilöngum Borgarfirði, sem vissulega verður fegrunarfé- lagi héraðsins til sífelldrar skapraunar, ef nytsemdarsjónar- miðið verður ekki þyngra á metunum, því strengurinn þolir ekki mikla ræktun yfir sér og þann sterka áburð, sem henni fylgir, samkvæmt nýjustu upplýsingum sérfróðs manns. Sér er nú hver fyrirhyggjan. Og svo leggjast máske nokkrar vildisjarðir í eyði og bændurnir verða að hverfa frá fram- leiðslunni og krefjast íbúða á mölinni. — Þetta getur lagast, mamma, sagði Annetta, sem vildi miðla málum. — Þeir taka bara strenginn upp og setja nokk- urra milljóna áburðarþéttan hólk utan um hann, svo fram- leiðslan stöðvist ekki. Hvað munar símann um það. En hvað er þá að frétta úr listaheiminum hjá ykkur hér heima? — Það eru svo sem engin ósköp núna, sagði Hallbjörg og andvarpaði. — Sem stendur er einkum líf í tuskunum í músík- inni. Þar eru svo mörg félög, sem leggja hönd á plóginn, að nöfnu minni ógleymdri, sem nú veitir okkur lengi saknaðar ánægju. Auk kammermúsíkklúbbsins, sem með sæmilegum hvíldum lætur á sér bæra, kvað nú til orðin hér einhver deild úr alþjóðanútímatónlistarfélaginu, því við verðum auðvitað að vera þar með, eins og í öðrum alþjóðamálum. Þessi ágætu félög sameinuðu krafta sína í frábærum nýtízku hljómleik- um, þar sem allt að 40 áheyrendur voru viðstaddir, en það var aðallega úrvalið af okkur, sem tónlist unnum og erum í þessum félögum. Þar kom í ljós, að hann Jón Nordal er á hraðri ferð upp að Parnassum, — í því erum við dr. Páll alveg sammála. Ég veit ekki, hvort nokkurt tónskáld héðan hefur komizt þangað fyrr, nema kannske hann Björgvin, því hann hafði svo góð meðmæli víðsvegar af öllu Norðurlandi. Jæja, Annetta mín. Þú ert víst öðru eins vön og vel það. Nú ættir þú að segja okkur eitthvað af því, sem þú hefur upp- lifað og kynnt þér, þar sem menningin er stórfenglegri og fjölskrúðugri. — Ég veit ekki, á hverju skal byrja, sagði Annetta. — Þeg- ar við lögðum upp frá flugvellinum í New York var yndis- legt veður. — Blessuð láttu nú ferðasöguna bíða, sagði Hálfdán. — Við erum bæði flugvön, gömlu hjónin, og svo er alltaf verið að fræða okkur á því í blöðunum, hvernig sé að fljúga, hvernig sé að horfa niður á skýin og hvernig allt gangi til á Gander. Sjálfur hef ég aldrei séð neitt merkilegt og þótt grilla kunni í Grænland, þá finnst mér það fjári lítill viðburður, því oft hef ég séð grilla í það, sem betra var. — Þú ert nú alltaf jafn ónæmur fyrir náttúrunni, Hálf- dán minn, sagði frúin.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.