Spegillinn - 01.02.1949, Síða 14

Spegillinn - 01.02.1949, Síða 14
ZB SPEGILLINN Nýsköpun Hæstaréttar Það var ekki söfnuður af lakari endanum, sem safnaðist saman í hinum nýju húsakynnum Hæstaréttar vors miðviku- daginn hinn 19. janúar sl., og var þó að höfðatölu stórt hundrað eða þar um bil. Mörgum kann að vera það ráðgáta, .hvernig hægt sé að drífa upp svona margt fyrsta flokks fólk, en aðgætandi er, að þarna voru nú fyrst og fremst sendiherr- ar erlendra stórvelda, sem vér eigum ekki sjálfir, og auk þess var söfnuðurinn drýgður með lögfræðingum, sem urðu að fá að koma þarna stöðu sinnar vegna. Því miður hafði rétturinn ekki séð sér fært að bjóða fulltrúum delínkvent- anna, sem orðið hafa fyrir barðinu á honum, frá því er saga hans hófst, en þetta er í rauninni skiljanlegt, því að fínir delínkventar komast sjaldan alla leið upp í Hæstarétt, held- ur tekst þeim einhvernveginn, með guðs hjálp og góðra manna, að gufa upp í héraði. Sjálfur forseti hins íslenzka lýðveldis vígði bygginguna með snjallri ræðu, sem var vitanlega ágæt, það sem hún náði, en hátíðlegra hefði oss þótt, ef henni hefði fylgt einhver táknrænn verknaður, líkt og þegar skip eru skírð, og þarna hefði t. d. verið alveg upplagt að knúsmölva landaflösku á forsetastóli réttarins, sem merki upp á þýðingu hans í áfengis- málum. En sem sagt var ræðan látin duga og að henni lok- inni þakkaði réttarforseti lýðveldisforseta fyrir húsið, og er gott til þess að vita, að hann er ekki sneyddur allri þakklát- semi, fremur en sóknarpresturinn til Bessastaða á gamlárs- kvöld. En svo þurfti að þakka fleirum, þar á meðal Hriflu- Jónasi hinum gamla, sem sýndi sig að hafa látið fella fyrir sér tvö frumvörp um' húsbyggingu þessa — það var í þá daga, þegar sá gamli var að gefa fyrir væntanlegri sál sinni með því að flytja frumvörp um allar framkvæmdir, sem vonir stóðu til að kæmust í verk, næstu hundrað árin. Vissi gamli maðurinn, hvað hann söng, þar sem endranær, því að nú verður hans getið við hverja þessu lika vígsluathöfn á næstu áratugum. Já, allt í lagi með peruna í Jónasi, og ekkert knífirí með það! Næst var talað af hálfu prókúratoranna, og fór Lárusi Jó- hannessyni hrl.-alþm. það vel úr hendi, að minnsta kosti var hann ekki sektaður um 40 krónur fyrir ósæmilegan mál- flutning, heldur gekk þetta allt með elskulegheitum og' kom- plímentum á báða bóga. Loks flutti forseti réttarins langa ræðu, til að rekja sögu byggingarinnar, en hún er stífuð af (byggingin) við Arnar- hvál öðrum megin, en hinum megin er hún í lausu lofti. í — Jú, þakk’ yður fyrir, sagði ég. — En hvernig var það — komust á friðarsamningar ? — Friðarsamningar ? Hvar? í Kína? — Nei, ég meina í snjókastinu. — í snjókastinu? Nei, blessaðir verið þér. Ég flýði — eins og kínverska stjórnin. Álfur úr Hól. kjallaranum eru eingöngu geymd skjöl, svo að sennilega á byggingin klósetsókn í Arnarhváli, en þar er allt slíkt í kjallara. Hæstiréttur vor hefur um meira en 25 ára skeið þraukað af í Steininum í allt of litlu plássi, eins og dómarnir líka bera með sér, því að þeir hafa yfirleitt verið heldur smáir. 1 hin- um nýju húsakynnum verður hægt að kveða upp miklu stærri dóma, ekki sízt þegar dómarar eru nú fimm, en voru lengst af bara þrír, sökum húsnæðisleysis. Þó var fyrsti dómurinn, sem þarna var upp kveðinn, ekki sérlega stór, en til þess lágu þær sérstöku ástæður, að það var talið tilkippilegt, lögfræð- ingunum til heiðurs, að láta hann fjalla um ref, og hann meira að segja dauðan. Mætti hann í réttinum og dró á eftir sér húðina í Þorgeirsbolastæl. Gekk dómur þessi refnum mjög í vil og voru eigandanum dæmd fyrir hann full refa- gjöld, enda þótt hann hefði reynzt ágengur við kvikfé bænda í lifanda lífi, þá fyrirgafst honum það allt eftir dauðann, samkvæmt hinu fornkveðna: „Góður er hver genginn“. Þetta var nú innskot, því refsmálið var alls ekki dæmt sjálfan vígsludaginn, heldur var haldið til eftirmiðdags- drykkju í salarkynnum dómsmála- og utanríkisráðherra. Ekki er oss kunnugt, hvað drukkið var, en sennilega hefur það verið upptækt áfengi, sem beið dóms og því ekki annað þarfara við að gera. uin Maríu mey e'öa —? HimnafaSirinn sagði við Maríu mey: „Mönnunum tekur aS liraka. SiSferði þeirra er gjörspillt, María mey, og margt finn ég annað til saka“. Svo mælti liann liugsi: „Viltu ekki, María mey, mál þetta að þér taka?“ Niður til jarðríkis liélt síðan María mey, — María kom til baka. SVB. um hlutleysi. Utvarpsráð neitaði umræðu á grundvelli Atíanzliafs-bandsins, því hlutleysi útvarpsins Iiætta var búin af hlutleysi landsins. SVB.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.