Spegillinn - 01.02.1949, Side 10

Spegillinn - 01.02.1949, Side 10
24 SPEGILLINN Bandalag og blesspartí Vestræn menning Nú er gaman að vera íslendingur, maður, ha? Alltaf nóg að gera. Yið fáum hvert bandalagstilboðið af öðru og send- um flottar sendinefndir í allar áttir, og fyrir þær þarf mað- ur ekki að skammast sín, því að þeir kunna sína ensku olræt. Og athyglin beinist alltaf meira og meira hingað og allsstaðar er talað um, hvað Island sé þýðingarmikið land. Það verður þýðingarmesta land í næsta stríði og við fáum áreiðanlega stærstu og fallegustu atomsprengjurnar, þar sem við höfum hérna stærsta flugvöll í heimi, ha? Það er ekki eins og í síð- asta stríði, sem var ósköp smáskítlegt í samanburði við það næsta. Þá kom íslendingur á fund ungversks herforingja, sem spurði: ,,Hvar er ísland?“ Skiljið þið ekki þennan? Her- foringinn þekkti ekki aðalbækistöð fjandmanna sinna! Og svo er Bjarni Ben. kallaður á utanríkisráðherrafund í Kaup- inhöfn til að þegja. Allsstaðar erum við með. Nú erum við ekki lengur Eskimóar, sem enginn reiknar með, nú erum við miðpunkturinn í öllu saman. Og þetta heitir westræn menn- ing. Og við, sem erum vestræn menning, eigum að styðja alla aðra, sem eru vestræn menning. Vestræn menning á að standa saman. En kommarnir, sem fá ekki að vera með í að kalla sig vestræna menningu, eru súrir og reyna að slá sér upp á hlutleysi. Nei, nú þýðir ekki lengur að vera 'nlutlaus, þá tekur enginn eftir okkur og við eignumst enga vini og fá- um hvergi að vera með og engar sendinefndir, sem tala ensku, svo að allir dást að, og kannske verðum við reknir úr S. Þ. og fáum ekkert að borga. Þegar ég las um blesspartíin í Tímanum, datt mér strax í hug, að þarna væri vestræn menning, sem maður þurfti að kynnast, og ég þaut eins og faraldur suður á Keflavíkurflug- völl. í varðturninum sátu tveir íslenzkir lögregluþjónar, sem höfðu náð sér í þriðja mann og voru að spila „buxur“. í því kom vörubíll í hliðið af flugvellinum, einn af þessum stóru, þú veizt, á 8 hjólum, hlaðinn kössum og sekkjum og stóð á letrað: Whisky, Cigarettes, Nylon og fleiri flott nöfn, og fs- lendingarnir stóðu upp með hægri hönd við húfuna og sögðu: Yes, ókei, olræt, á meðan bíllinn mjakaði sér fram hjá. — Það er nóg að gera hér, sagði ég og hnippti í annan lög- regluþjóninn. — Hver var nú þessi? — Það var bara einn Ameríkaninn að draga til búsins. — Stendur ekki í Samningnum, að ótollaðar vörur megi aðeins flytja inn á ílugvöllinn? — Jú, en samkvæmt túlkun hans mega allir Ameríkumenn draga til bús síns í Reykjavík eins og þeir vilja og allir mega þeir búa þar, ef þeir vilja. — Ja-há. En hvernig fara íslendingarnir sjálfir að ná í tollsviknar vörur af vellinum? — Við höfum annað hlið fyrir þá þarna lengra niður með. — Nú, svo að þið hafið nóg af hliðum? — Já, já, hér er allt í lagi, lagsi. Og svo höfum við eitt enn, The Women’s Gate, þar sem Ameríkanarnir fara með þær drukknu heim til sín af Krossinum — það er Kvenfélagið í Njarðvíkum, eins og þú veizt. Og um það hlið flytja þeir líka ölkassana og whiskykassana fyrir skemmtanirnar og sígar- etturnar, sem veitingastúlkurnar selja, þegar fer að líða á kvöldið. Allt gefur þetta í kassann. — Og hafið þið svo sérstakt hlið fyrir blesspartíin? — Nei, bidddu fyrir þér. Þær koma til okkar og segja bless, það er stikkorðið, skilurðu. Þetta eru betriborgara- dæturnar. — Hí, hí, blessaðar stúlkurnar okkar, þær ganga út, eins og ég hef alltaf sagt. Fallegustu stúlkur í heimi og þó víðar væri leitað. Þær standa sig og kunna sitt „jes“ og ,,ókei“ og skilja vestræna menningu, og bráðum erum við komin í banda- lag og ríkisstjórnin verður alltaf út um allan heim sem þegj- andi áheyrendur, svo að hún má bara ekki vera að því að stjórna landinu. En heyrðu mig, hvað hafið þið að gera hér, ef allir mega fara inn á völlinn og allir geta flutt allt út af vellinum? — Við höfum það ágætt. Við spilum alltaf „buxur“, ef við getum náð í þriðja mann. Svo kvaddi ég lögregluþjóninn og þaut eins og faraldur inn í blesspartíbragga. Þar sátu þær blessaðar betriborgara- dæturnar á háum barstólum, flegnar í bak, víð hliðina á þeim, sem ekki eru í eins háu verði, af því að þær eru á fasta- kaupi og fara aldrei út af vellinum. Það eru þær, sem stund- um eru eftirlýstar í útvarp. Þær litu allar til mín, þegar ég birtist í dyrunum, og fóru að brosa og kipra svolítið saman augunum. Og svo sagði ein „helló“ og önnur „ókei“ og þriðja „darl“ og þorði ekki að segja meira, en ég varð hálffeiminn og fór að laga bindið mitt. En svo spurði ég rétt si svona á íslenzku, hvort ég mætti tylla mér niður og þá snéru þær allar í mig bakinu og sögðu ekki neitt. Þá tók ég eftir, að þær voru allar uppteknar af að horfa á dyr í hinum enda braggans. Mér sýndist það bara venjulegar dyr. Allt í einu opnast þær og hermannlegur gæ kemur út með stúlku á undan sér, sem er eitthvað að laga kjólinn sinn, og kallar: „The next one!“ Þær hlaupa allar ofan af barstólunum, en hann hleypir bara inn þeirri fyrstu,

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.