Spegillinn - 01.02.1949, Síða 17

Spegillinn - 01.02.1949, Síða 17
SPEGI LLI N N 31 I. Það er nú orðin gömul saga, þegar Alþingi samþykkti, að reist skyldi forsætisráðherrahöll. Um það leyti var verið að byrja á götunni, sem nú ber nafnið Gullmelur. Fyrsta húsið, sem byggt var við götuna, var forsætisráðherrahöllin, síðan byggðu þar höfðingjar einir og peningamenn. Þegar gatan var mjög numin og frægð hennar flogin víða, krafðist heild- salafrúin Háberg þess af manni sínum, að hann flytti í boð- legt umhverfi. Hjörmundur Háberg keypti þá eina villuna við götuna, en það var lítil villa, aðeins sjö herbergi og eld- hús. Á næstu lóð var hús í smíðum, nokkru stærra, en þó mun of lítið. Heildsalinn keypti hvorttveggja, lét breyta litlu villunni í bílskúr og íbúð fyrir bílstjóra sinn, en hitt lét hann gera að sómasamlegum heildsalabústað, eftir því sem tíðkaðist. Það var í suðursalnum (7x8 m) í þessu húsi, sem heildsalafrúin sat, sumarkvöld eitt, ásamt tveimur vinkonum sínum, þeim frú Angan og frú Sævar. „Þar var dýsætt þrennslags vín“, eins og í vísunni stend- ur. Frúrnar léku sér að léttu hjali. Hjörmundur Háberg var sem sagt heildsali. Fyrirtæki það, sem hann átti einn — eða fjölskyldan —, flutti inn raf- magnsáhöld, vélar, tilbúin hús, skip og veiðarfæri. Enginn óviðkomandi vissi, hversu mörg hlutafélög hann átti að meira eða minna leyti, þótt nafn hans kæmi þar hvergi nærri. Hann var talinn ríkasti maður á íslandi, þeirra, sem íslenzkir gátu talizt í báða ættliði. Sævar var forstjóri Togarafélags Alþýðu, en það félag átti fimmtán nýsköpunartogara, og var langstærsta útgerðarfé- lag á landinu. Um hlutdeild alþýðunnar í þessu fyrirtæki má lesa í lögum um Alþýðuútgerð, en hitt má sjá, án þess að lesa sér til, að forstjórinn hefur morð fjar. Þriðja frúin, sem þarna var, frú Angan, var gift hinum fræga fjármálamanni, Angantý Angan. Það var hann, sem keypti Hljómskálagarðinn hérna um árið og lét reisa þar eitt glæsilegasta stórhýsi, sem þá hafði sézt hér til lands. Var það allt í austurlenzkum og grískum musterisstíl, með út- skotum og innskotum annarra stíla, enda amerískur arki- tekt, sem teiknaði. Muna ýmsir, að þegar það var í smíðum, var mikið talað um benzínstöð fyrir ameríska flugherinn, því að menn höfðu helzt séð slíkt pírumpár í byggingum slíkra stöðva, en þótti þessi hinsvegar of stór fyrir venju- lega benzínstöð. En þetta var raunar verksmiðja, sem fram- leiddi áburð úr sorpi, ilmvatn úr síldarlýsi og andlitssmyrsl úr fiskbeinum. Framleiðslan gekk svo vel, að eigandinn var kominn á Gullmel eftir fáein ár. Sumir sögðu, að gróðavit hans væri

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.