Spegillinn - 01.11.1953, Blaðsíða 9
SPEBILLINN
165
HEIHSÆKIR
CRIMSBYLÝÐ
Mig hafði verið að dreyma steypuhrærivél, síðustu mín-
úturnar áður en ég vaknaði, og var því hálf-hrærður í
svefnrofunum. Þetta var síminn að djöflast.
— Halló! Faraldur hér, svaraði ég, enda þótt ég liefði
enn ekki nein sérstök bréf fyrir því, að ég væri raunveru-
lega liér.
— Föðurlandið calling! sagði ínefkveðin rödd í símanum.
— Eg var heppinn að hitta þig lieima.
— Fyrir kemur það nú, að ég sé heima hjá mér klukkan
fimm að morgni, þó að það sé ekki neinn auglýstur við-
talstími, svaraði ég og var fúll.
— Þú þarft engan tannbursta að taka með þér, sagði
Bjarni, og tónninn var eins og í frambjóðanda, sem er að
múta háttvirtum kjósanda með brennivíni.
— Þú átt ekki að fara nema til Grimsby, og þar ku þeir
vera hræbillegir, sökum söltutregðu undanfarin ár.
— Þér gengur hálfilla að muna, að þú ert ekki lengur
í utanríkismálunum, sagði ég. — Þú ert verri en liross,
sem búið er að taka úr haftinu; það hoppar þó ekki nema
stutta stund á eftir. Eða eru Grímsbæingar kannske komnir
undir dómsmálin hjá þér?
— Til getur það verið, ef við þurfum að lögsækja þá,
eins og nú eru einmitt mestar horfur á. En fyrst og fremst
eru þetta utanríkis- og verzlunarmál, svo að í þetta sinn
ferðu þrefaldur í roðinu á vegum allra þriggja ráðuneyt-
anna, og fjögurra þó, ef kennslumálaráðuneytið er talið
með, því að nú er meiningin að kenna Bretanum dálítið
að lifa.
að gera úr honum kartöflugeymslu. Er það skynsamlegasta
tillaga, sem enn hefur komið fram um það góða skip, og
mætti flikka dálítið upp á sakirnar með því að láta Jóhann
alþingismann Hafstein kasta fyrstu kartöflunni um borð,
við hátíðlega athöfn, og koma svo á eftir með kokkteilana,
sem menn fengu ekki við Irafoss. Að minnsta kosti væri
hið góða skip fullgott fyrjr hnúðormakartöflur, og einmitt
tilvalið að einangra þær þar og draga skipið út á sjó, að
minnsta kosti út fyrir gömlu landhelgina.
— Ég get skilið, að þig langi til þess eftir reynsluna af
Kananum, svaraði ég og settist framan á.
— Hvaða andskoti ertu önugur og fúll, sagði Bjarni. —
Þú hefur þó vonandi ekki stigið vitlausu löppinni fram úr
bælinu fyrst. Það gæti spáð illa fyrir ferðalaginu. En við
megum bara ekki vera að þessu símakellingasnakki, því að
togarinn bíður eftir þér, og ekki má fiskurinn skennnast,
því að þá verður Doson vondur við okkur og við höfum
alveg nóg fyrir af Bretum, sem eru vondir við okkur.
Og ég eins og faraldur niður á hafnarbakka, þar sem
Ingólfur Bretlandnámsmaöur liggur við landfestar, en
nokkrir sterkir kallar stóðu viðbúnir og hífuðu mig um
borð í einum kolgrænum hvelli. Þegar þangað var komið,
ofhuðu mér mest öll fínheitin, því að síðast þegar ég fór
á togara milli landa, var það í kolaboxi, svo að mér ætlaði
að reynast erfitt að sanna þjóðerni mitt, þegar í land kom.
Þess vegna hafði Bjarni verið svo ráðugur að setja mig á
nýsköpunartogara, þar sem ekkert kolabox er til, nema þá
í hæsta lagi fyrir kabyssuna.
Sjálf ferðin milli landa hafði það fram yfir Sogs- og
Laxárvirkjunina að standast áætlun, svo að ég verð fáorður
um liana, allt þangað til að morgni hins mikla sigurdags,
14. október. Samkvæmt ná-
kvæmum leiðarreikningi
vorum við þá, snemma morg-
uns, staddir úti í liafsauga,
en þegar skip eru þangað
komin, sést fyrst til þeirra
frá Grimsby. Með öðrum
orðum, héðan af vorum við
undir smásjá. Þess sáust líka
merki á mannskapnum, því
að flestir voru með nokkurn
glímuskjálfta, sem fór vaxandi, eftir því sem land nálgaðist.
Þegar inn í höfnina var komið, sáum við þó nokkra menn
standa á bakkanum, berandi ýms kynleg öppöröt og út-
biinað. Sögðu þeir fróðustu, að þetta væri sjónvarps-,
útvarps- og blaðamenn, og varð ég feginn, að þetta var