Spegillinn - 01.11.1953, Qupperneq 10
166
SPEGILLINN
Aðalfnndwinn stóð í 12 klst.
ekki neitt verra, því að ég hafði búizt við herliði, gráu
fyrir járnum.
Þegar fyrsta trossan var orðin landföst, sáust þrír menn
koma gangandi, sem sýnilega áttu erindi við okkur. Var þar
kominn landi vor, Þórarinn Olgeirsson og ineð honum
sjálfur íslandsvinurinn Doson, fyrrum járnaruslari og nú
tilvonandi stærsti fiskgrósseri heims, feitur og pattaralegur
og bar þess sízt merki að
hafa vakað undanfarnar
nætur, enda hafði hann sof-
ið svefni hinna réttlátu, eins
og ekkert væri. Á eftir þess-
um tveim, drallaði sá þriðji.
Sá virtist eitthvað eiga bágt
með að ganga og riðaði í
liverju spori. Að vísu bar
hann poka um öxl, en það
var ekki nema smá-skjatti og
gat tæplega réttlætt svona göngulag. En brátt var mér sagt,
að þetta væri í rauninni merkilegasti maðurinn þarna, sem
sé Mr. Beevis, fjármálaráðunautur Dosons, í pausanum væri
peningarnir, sem liann ætlaði að gefa okkur. Eg liugsaði
mér, að ég skyldi helzt halda mig að þessum manni, ef
þess væri kostur og um leið varð mér liugsað til Eysteins,
að svona poka ætti hann að bera til allra mannfunda, þá
yrði ekki mikill vandi að halda stjórninni við völd. Mér
datt jafnvel í hug að selja Bjarna hugmyndina, og jafn-
framt benda honum á, að ef statusinn væri eithvað bág-
borinn, mætti komast af með grjót í pokann, og myndi gera
sama gagn, ef þjálfaðir stjórnmálamenn færu með hann.
En nú tekur ýmislegt að gerast. Ég kemst auðvitað frá
borði, því að fyrst og fremst veifaði ég diplómatapassanum,
en auk þess hafði ég í jakkahorninu nælu með mynd af
Bjarna í, sem kom í góðar þarfir, einkum síðar meir. Ég
lineigi mig fyrir þeim þremenningunum, ekki sízt poka-
manninum, sem þó var minnstur fyrir mann að sjá, en
þeir segja gladdtúsíjvi og skælbrosa yfir allt andlitið, en
þar með er talsvert sagt, hvað Doson snertir. Strax er slegið
upp kampavínsgilli, þar sem ég var vitanlega heiðursgestur-
inn, en blaða- og útvarpsmennirnir fengu líka að vera með,
og allir voru glaðir og kátir, allt til miðnættis, en þá hófst
löndunin.
Ekki skal ég neita því, að ég hafði búizt við nokkrum
ófriði í sambandi við hana, og því liafði ég, í varúðar-
skyni, vafið handleggina snærmn, eins og forfeður mínir
gerðu áður fvrr, þegar þeir ætluðu að fara að glíma við
bjámennina, sem danskir kaupmenn fluttu stundum með
sér í rúglestinni, til þess að hræða þjóðina. En þessi varúðar-
ráðstöfun var óþörf, því að eini ófriðurinn þarna var, að
nokkrar blækur grettu sig eitthvað, en þá komu bara
nokkrar löggur — sem hér eru kallaðar bobhíar — og
leiddu ófriðarseggina burt. Nú- tóku uppskipararnir að
hamast og aldrei hef ég séð aðra eins vinnugleði, nema ef
vera skyldi í bæjarvinnu, en þar er hún af öðrum ástæðum.