Spegillinn - 01.11.1953, Blaðsíða 12

Spegillinn - 01.11.1953, Blaðsíða 12
16B SPEGILLINN DANSKIR FORNFRÆÐINGAR fundu það út fyrir nokkru, að Skrælingjabyggð á grænlandi væri reyndar minnst 50 árum eldri en hingað til hefur verið talið. Brugðu þá danir við títt og veittu þeim innfæddu kosningarrétt og kjörgengi til danska þingsins, svo sem til að reyna að vinna það upp, sem sagan var búin að tefjast, fyrir fáfræði visindanna. Var veitt kosningabrennivín og annað góðgæti, af þessu tilefni, og var þó óþarfi, þar sem það kom í ljós, að Skrælingjar voru allir á einu máli í pólitíkinni, og gæti slíkt verið öðrum til fyrirmyndar. í NOREGI UNDANFARIÐ hefur, hér á landi, verið blásið upp talsverðum áhuga á svokölluðum starfsíþróttum, og meira að segja hefur verið keppt í þeim opinber- lega, að minnsta kosti einu sinni. Svo ber það til, að einhver sauðar- leggjarfjandi tekur sig til og skrifar blaðagrein, þar sem hann bendir á það, að fyrst og fremst sé nú ekkert nýtt undir sólinni, eins og allir vita; eins hafi þessi nýjung verið til frá ómuna tíð og verið kallað vinna. Lukust þá upp augu manna fyrir fánýti nýjungarinnar, og víst er um það, að síðan hefur enginn nefnt hana á nafn, nema þá í hæsta lagi í hálfum hljóðum. SKOÐANAKÖNNUN fer nú fram meðal styrktarlima Tónlistafélagsins um það, hvaða músík þeir vilji helzt hlusta á. Hingað til hefur það alltaf kveðið við, að Kú-klúx-klanið, sem stjórnar félaginu, sé einskonar stórráð fasista, og hinir limirnir séu hafðir til þess að greiða sitt gjald og þegja síðan. Hér virðist vera stefnt yfir á lýðræðisgrundvöll, sem vel getur orðið til þess, að félagið fari að slá sér á jazzinn. hefur nýlega fundizt 350 milljón ára gömul fisktorfa, steingerð í klettum nokkrum nálægt Hönefoss. Kalla náttúrufræðingar (Norð- manna) þetta frumfiska og halda því stift fram, að þarna séu komnar elztu leifar, sem nokkurntíma hafi fundizt af hryggdýrum í heimi hér. Oss finnst nú sniðugast, að fiskarnir skyldu finnast einmitt þegar ald- ur þeirra stóð á heilum milljónatug, en hvað aldurs-heimsmetið snertir, höfum vér oft fengið sannkallaða frumfiska upp úr niðursuðudósum. VARÐBERG er eitthvað að fárast yfir því, að rekstrarkostnaður Fæðingardeildar Landsspítalans sé óeðlilega hár og engu lagi líkur. Vér fáum ekki séð, að deildinni eða stjórn hennar geti verið neitt um þetta að kenna, held- ur viðskiptavinunum, sem halda, að enn sé góðæri í landinu og kunna sér því ekki hóf í framleiðslunni. , HÆRINGUR hefur enn einu sinni verið nefndur í heimsfréttum vorum, er ei>y»">r bendir á það í blaðagrein, að hann gæti verið fyrirtaks kartöflugeymsla, en þær hefur þjóðin nú hvað mesta þörf á. Vér sjáum ekki, að hið góða skip gæti gert annað þarfara í bili og styðjum því tillöguna. Munu margir hlakka til, er Jóhann Hafstein kastar fyrstu kartöflunni um borð við hátíðlega athöfn, að viðstöddum Jóni ívarssyni og fleirum pótentátum. MENNTASKÓLI hefur nú verið stofnaður og settur að Laugarvatni, en þar hafði undanfarin ár verið framin nokkur menntaskólakennsla, en próf síðan tekið í Reykjavík, og mátti á sínum tíma lesa í blöðum — líklega Tím- anum aðallega — um hinar átakanlegu hörmungar, sem þessir frum- herjar sveitalatínunnar máttu þola, þegar þeir komu til höfuðstaðar- ins til próftökunnar. Mun síðar meir verða komið upp standmyndum af þessum píslarvottum í salarkynnum skólans, og messa þeirra hátíð- leg haldin á hverju ári. í NÍGERÍU, sem hefur verið helzta viðskiptaland vort með skreið, horfir nú til vandræða, sökum þess, hve markaðurinn þar er orðinn yfirfullur. Mega halanegrarnir helzt ekki heyra skreið nefnda, og kveður svo rammt að þessu, að margir eru hræddir um, að þeir fari að taka upp mannát aftur, eins og forfeður þeirra iðkuðu og varð gott af. CHURCHILL, hinn nýkjörni Nóbelsverðlauna- gripur, I trássi við Laxness og Hemingway, var fyrir nokkru suður á Rívíeru og þreytti þar frístundamálaralist. Var hann jafnan umkringdur sérlokkum og var látið í veðri vaka, að þetta væri til þess gert, að málverkunum yrði ekki stolið jafnharðan, kann- ske jafnvel hráblautum. Sannleik- urinn var hinsvegar sá, að sér- lokkarnir voru þarna til þess að bægja abstraktmálurum en þó einkum listfræðingum — frá listamanninum. ÚTVARPIÐ hefur nú hafið vetrardagskrá sína, en til þess að geta hafið hana í tæka tíð, neyddist það til að flýta afmælisdegi Sameinuðu Þjóðanna um einn dag. Flestir hyggja gott til væntanlegra breytinga á dag- skránni, segjandi sem satt er, að þær geti ekki orðið nema til batnaðar. I tilrauna skyni höfðu skömmu áður verið framdar skyndibreytingar á dagskrá; þannig var hinn 1. október Thor Thors látinn koma í staðinn fyrir 2. sinfóníu Beethovens, eins munu, í tilrauna skyni, öll helztu svæfingarjárn útvarpsins verða látin koma fram á kvöldvökum. GRINDVÍKIN GAR, eða nánar til tekið eigendur Húsatótta þar í vík, eru nú i þann veg- inn að fara í mál út af ofaníburðartöku úr Stapafelli, sem þeir eiga að hálfu móti Hafnamönnum, en þeir hafa verið það lakari föðurlands- vinir að selja sinn hluta fjallsins. Vér sjáum heldur litla von um árang- ur af slíkum málaferlum — nema helzt fyrir lögfræðingana — því að þegar hluti Hafnamanna er upp urinn, dettur Húsatóttahlutinn inn á þeirra land og er þá rétttækur, bótalaust. Ættu Hústættingar því að gefa fjandann í alla föðurlandsást og flýta sér að selja.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.