Spegillinn - 01.11.1953, Síða 13
SPEGILLINN
169
AMERÍSKUR LÆKNIR
hefur ritað tvær bækur um kynhegðun karla og kvenna — enda heitir
hann einmitt Kynsey — og hafa þær vakið feikna athygli um heim all-
an, enda byggðar á afar vísindalegum rannsóknum og játningum fólks-
ins sjálfs. Þessar útgáfur hafa haft það í för með sér, að í ýmsum lönd-
um hafa hinir og þessir prakkarar legið á því lúalagi að ganga á milli
fólks — í nafni vísindanna — og spyrja það spjörunum úr, í bókstafleg-
um skilningi. Er sagt, að einkum kvenfólkið sé furðu opinskátt og noti
prakkararnir sér svo upplýsingarnar á ýmsan hátt, síðar meir.
McCARTHY,
hin illræmda kommaæta Vesturheims, er fyrir skömmu gengin i eina
sæng — löglega þó — með einkaritara sínum, sem er 43 ára gömul stúlka.
Vér neyðumst til að taka aldur frúarinnar með öllum vísindalegum
fyrirvara, þar eð henni mun tæplega hafa dugað ofangreindur aldur
til þess að komast gegnum allar óamerískar nefndir og aðra þá hreins-
unarelda, sem maki hennar mun telja nauðsynlega, til þess að komast
í téð ból, öllum að áhættulausu. Neyðumst því til að skella á hana svo
sem 20 árum í viðbót.
NÝ FRÍMERKI
hefur póst- og símamálastjórnin gefið út að haustnóttum i ár, með
myndum af islenzkum fornritum, og virðast upp á það sniðin að stríða
dönum. Næsta skrefið er talið verða útgáfa frímerkja með mynd af
Dawson, til þess að stríða fjandsamlegum Bretum.
GOLFMENN
allmargir, úr hinum aðskiljan-
legu klúbbum lands vors, tóku sig
til fyrir nokkru og leigðu hina
góðu flugvél GULLFAXA til Skot-
landsfei'ðar, í því skyni að þreyta
íþrótt sína við betri veðurskilyrði
en hér var kostur. Er sagt, að
Skotar hafi orðið svo dolfallnir
yfir þessum flottræfilshætti, að
þeir áttuðu sig ekki nógu snemma
og voru búnir að lána komumönn-
um velli sína, áður en þeir vissu
hvað þeir voru að gera. Höfum
vér heyrt, að eitthvert slangur af þeim liggi ennþá í yfirliði í nágrenni
vallanna.
ATTAVITAR
í mannlausum bátum í Reykjavíkurhöfn hafa undanfarið orðið fyrir
óþægilegum heimsóknum ófrómra manna, sem hafa stolið af þeim spír-
anum, og meira að segja lætur Morgunblaðið þess getið, að „grunur
leiki á, að þjófarnir hafi drukkið löginn". Er slíkt mjög vafasamt til-
tæki, því að fyrst og fremst er spírinn (sagður) eitraður og í öðru lagi
hefur hann alveg andstæðar verkanir á menn og kompása, upp á átt-
irnar til að gera.
RÚSSAGILDINU
befur verið frestað i ár, vegna vínveitingabannsins, sem sett var um
síðasta nýár, fyrir eindregnar atvinnubótakröfur sprúttsala landsins.
Er ætlunin að halda gildið jafnskjótt sem um hægist í þessum efnum,
samanber auglýsingu á reseftalatínu, sem birzt hefur í blöðunum, en
þangað til verða stúdentar að búa að rússagildunum, sem MÍR hefur
vorið að halda undanfarið.
HANS HEILAGLEIKI
páfinn hefur fyrir nokkru veitt móttöku 300 fulltrúum úr sprúttsala-
stétt, og lagt ríkt á við þá að framleiða göfug vín, en að því búnu lagði
hann blessun sína yfir bruggarana, og þótti víst engum af veita. Virð-
ist svo sem hans heilagleiki hugsi ekki mikið um sauðsvartan almúg-
ann, sém vitanlega hefur alls engin efni á að drekka göfug vín, og vilji
bókstaflega þurrka landið, hvað fátækari stéttirnar snertir.
ALMENNUR KIRKJUFUNDUR,
haldinn í höfuðstaðnum í síðastliðnum mánuði, varð á eitt sáttur um
það, að skilnaður ríkis og kirkju væri ekki æskilegur, en á undanförn-
um áratugum hefur hann oft borið á góma, og meira að segja virzt eiga
talsverðu fylgi að fagna. Vér getum vel skilið þetta, eins og áhuga al-
mennings á kirkju og kirkjusókn er nú komið. Er hætta á, að ef kirkj-
an ætti að lifa á þeim áhuga einum saman, myndu menn skotra aug-
unum oftar til rikissjóðs en heppilegt mætti telja fyrir andagtina.
ÚRVALSLIÐ
úr knattspyrnufélögum höfuðstaðarins sigraði í haust Þýzkalands-
farana svokölluðu, með 2 mörkum gegn 0. Flestum áhorfendum bar
saman um, að leikurinn hefði verið heldur daufur og varfærnislegur,
og kemur vel heim við þá hugmynd vora, að þetta hafi bara verið plat-
keppni, til þess að sýna Adenauer, að það voru alls ekki okkar beztu
menn, sem sigruðu þjóð hans.
JUNE HAVER
— sem er hollivúddsk kvikmyndastjarna og glamurgildra, ef einhver
skyldi ekki vita það — tók upp á því í afviknum februario að ganga í
klaustur, en „í ágústmánuði fór hún að lifa eins og nunna“, segja blöð-
in oss, en það mun þýða á venjulegu máli, að þá hafa allir gestkomandi
munkar verið reknir úr klaustrinu. Nú er einhver kengur kominn í
klausturlifnaðinn og June litla komin til Ilollivúdd aftur. Eru óvin-
konur hennar nú spenntastar að vita, hvort þetta tiltæki hennar hefur
nokkurt verulegt auglýsingagildi.
DOFTLEIÐIR
hafa nýlega haldið sögulegan aðalfund sinn, þar sem gömlu stjórn-
inni var steypt af stóli, en stjórn byltingasinnaðra sett í staðinn. Á
fúndi þessum kom það í ljós, að félagið hafði haft allverulegt rekstrar-
tap á ái'inu og jafnframt bætt hag sinn um 6 milljónir. Virðist hafa
verið á námskeiði hjá vélbátaeigendum á Suðurnesjum.
HÚSNÆÐISMÁLIN
hafa undanfarið verið mjög til
umræðu i blöðum vorum, í forföll-
um annarra frétta, enda taka nú
bæjarstjórnarkosningar að nálg-
ast, ískyggilega. Sjálfur hefur
bærinn lagt ýmislegt verklegt til
þessara mála, og sumt frumlegt,
eins og t. d. náttlampana, sem
settir voru á Austurvöll, til þess
að rónar þeir, er þar kynnu að
taka sér náttból, geti litið í Mogg-
ann milli dúranna, þegar þeir eiga
eitthvað bágt með svefn.