Spegillinn - 01.11.1953, Síða 16

Spegillinn - 01.11.1953, Síða 16
172 SPEGILLINN Kartöfluþáttur Svo segja fróðir menn, að Björn nokkur í Sauðlauksdal hafi fyrstur manna ræktað kartöflur á Islandi, en ekki er þess getið, hvort sá sami Björn liafi einnig fundið upp hnúðorminn. Sennilega hefur það þó ekki verið. Kartöflur eru ræktaðar þannig, að á vorin er ein kartafla jarðsett og moldu ausin, og sé hún ekki eitthvað gölluð frá náttúr- unnar hendi, skilar hún af sér þetta frá 5—10 kartöflum að hausti. Sumar kartöflur gefa af sér allt upp í tuttugu afkomendur að hausti; þær heita úrvalskartöflur og þykja allra kartaflna beztar. Öðru hvoru koma upp ýmsir kvillar í kartöflunum, svo sem mygla, stöngulsýki og nú síðast en ekki sízt hnúðormur. Þegar svo ber undir, taka allir ræktunarráðunautar landsins saman ráð sín og bannfæra hinar sjúku kartöflur, en Gísli Kristjánsson flytur greinar- góðar lýsingár á sjúkdómseinkennum í útvarpið. Þetta eru kallaðar varúðarráðstafanir og eiga að fyrirbyggja frekari útbreiðslu kvillanna. Venjulega er þó ekki gripið til þeirra fyrr en kvillarnir hafa náð hámarksútbreiðslu, enda má segja, að bezt fari á því, þar eð þær eru í flestum tilfellum gagnslausar hvort sem er. Þá ber það og stundum við, að kartöfluuppskeran verður svo mikil að ennginn fær neitt við ráðið. Þá flytur Gísli erindi um kartöflugeyinslur í út- varpið, en Dagbjört og fleiri góðar konur gefa nákvæmar uppskriftir af ýmsum kartöfluréttum, sem engan grunaði áður að væru til. Svo er til fyrirtæki, sem kaupir kartöflur af framleiðendum og selur þær aftur neytendum á niður- greiddu verði. Það heitir Grænmetisverzlun ríkisins og er undir stjórn framsóknar og ber þess glögg merki. Þar er einn framsóknarforstjóri; heitir Jón Ivarsson; á sæti í Fjárhagsráði; var áður kaupfélagsstjóri eystra (sællar minn- ingar); talar eins og hann sé að hvísla hernaðarlegu leyndar- máli að fréttaritara Tímans. Sem sagt: ósvikinn framsóknar- maður. Svo er þar líka framsóknarskrifstofustjóri; hann ber sig til eins og hann ætli að leggja undir sig heiminn strax í fvrramálið eða í síðasta lagi liinn daginn; skrifar í Tímann markvissar greinar um lnisnæðismál o. fl., skammar Sigurð skinnið frá Veðramóti; er að öðru leyti eins og gengur og gerist um framsóknarmenn. Þá er þar vitanlega aftur og hefur þegar málað mynd af Esjunni, því hann er afkastamaður með afbrigðum og ætlar nú að fara að mála fornminjar okkar, sem við sjálf liöfum vanrækt, eins og svo margt annað. Hálfdán og Mannbjörg biðja að heilsa og vertu bless. Þín fóstra. Hallbjörg Blindskers. Bréfið var dálítið lengra, en ég héf sleppt því, sem ég hef ekki tekið með. Bob á beygjunni. skrifstofufólk, en ekki þykir taka því að gefa nánari lýsingar á því, þar eð það ræður engu um framvindu málanna, frekar en aðrar skiifstofublækur; t. d. hjá sjúkra- samlaginu eða á Bæjarskrifstofunum. Já, Grænmetisverzl- unin kaupir sem sé kartöflur og selur þær á niðurgreiddu verði. Þetta niðurgreidda verð er stórmerk uppfinning og eitt hið snjallasta bjargráð, sem framsókn hefur fundið, en þá er mikið sagt. Ef þú selur tíu poka af kartöflum í Grænmetisverzlunina, færðu ca: 1000 kall fyrir þá, en ef þú kaupir þessa sömu tíu poka aftur, þarftu ekki að borga nema eins og 600—700 kall fyrir þá. Þannig geta menn þénað þrjú til fjögur hundruð krónur á því að selja svo Ilclniinsrair skreiðarfnim- leiiKlimnar enn oft’lnttiir lit vegnsi þe§§ að marK- ^aðnrinn I Nigeriu er^ ^ firfulltir

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.