Spegillinn - 01.11.1953, Síða 19

Spegillinn - 01.11.1953, Síða 19
SPEGILLINN 175 Alvarlegt ljóð Pólitískt nöldur, nag og jag nálega upp á sérhvern dag nánast tilgreint hvern nýtan mann nálega gerir vitlausan. Sér eiga kratar samastaó hjá Sambandinu, — ég held nú þaö. Sveit þeirra veröur vart svo bág, aö Vilhjálmur geti ei notaö þá. Uppisteit gerir Gunnar M gerandi Kanann stóraslemm. Kommarnir rœöa rússnesk plön, Rannveigarsynir fýla grön. Viöskiptin eiga, ekki pen, ákœruvaldiö og Helgi Ben. Fyllibytturnar fara á túr, fjármálaráöherra kaupir skúr. innheimtu í annan heim TÍMINN gat þess fyrir skömmu, að bæjarfélag vort lægi á því lúalagi að rukka dauða menn um útsvar. Vér sjáum ekki, að þetta sé neitt sérlega hættu- legt, þar sem vafalaust fara allir þeir, sem útsvörin eru búin að drepa, til Himnaríkis, og eitthvað má Pétur vera orðinn glámskyggn, ef hann hleypir mörgum rukkurum þar inn fyrir staf. Hinsvegar væri það ekki amalegt fyrir hina eftirlifandi, ef sá háttur væri tekinn upp að láta þá dauðu borga skattana. Herœfingar í haugasjó hygg ég aö aldrei blessist þó. Þau eru engu ööru lík óveörin noröur í Hœlavík. Þannig er þaö í heimi hér hitt og þetta, sem miöur fer, „eitt rekur sig á annars horn“ eins og í ræöu eftir Vilhjálm Þorn. Dóri. EINKENNISBÚNINGUR Georgs Washingtons hins ólýgna var nýlega hreinsaður, en hann er 170 ára gamall og hafði verið óhreinsaður öll þau ár. Varð að hafa alls- konar varúð við þetta, til þess að fötin dyttu ekki í sundur, og voru kvaddir til allskonar vísindamenn og efnafræðingar. Oss finnst þetta heldur óþarflegt umstang, og líklega er Kaninn búinn að skipta það mikið við Odd í Glæsi, að það hefði verið ómaksins vert að tala við hann, áður en farið var í vísindamennina, með ærnum tilkostnaði. FREYMÓÐUR er nú alveg á gothellunni með að fara í mál við HELGAFELL, út af ummælum þess um hann og Sjaron Brús, en tekur fram um leið, að ekki hefði hann farið í mál við SPEGILINN undir sömu kringumstæðum, og mun valda þessu einhver lítilsvirðing á blaði voru. Vér getum í þakk- lætis skyni frætt Freymóð á því, að annar þekktur maður — en að vísu ekki merkari — Ólafur Thors að nafni, hefur einnig farið litilsvirð- andi orðum um blað vort. Hinsvegar var hann það hugminni, að hann notaði þinghelgina til þess arna, en það gerði Freymóður þó ekki — hefur líklega ekki þolað að bíða þangað til hann væri orðinn háttvirtur. (Sjá mynd á bls. 164.) Iðnaðarbanki íslands Ixekjargötu 2, Reykjavík. Bankinn verður oþinn kl. 10 til 13,30 og 16,30 til 18,15 alla virka daga nema á laugardögum aðeins kl. 10 til 13,30. Bankinn tekur á móti innlögum í sparisjóð og hlaupareikning með eömu kjörum og aðrir bankar.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.