Spegillinn - 01.07.1955, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.07.1955, Blaðsíða 18
162 SPEGILLlNN Þarfur félagsskapur Á þesnm tíma ársins, þegar kongressar og þing og aðal- fundir og félagsafmæli eru í almætti sínu og þá fyrst og fremst í höfuðstaðnum, getur varla lijá því farið, að einstöku ný félög séu stofnuð, þeim til viðbótar, sem fyrir eru, einkum er þörfin brýn hjá þeim, sem eru ekki í fleiri félöguin en svo, að af þeim getur runnið milli fundanna — sem er út af fyrir sig báskalegt. En þetta „renna af“ getur verið fleiri en einnar merkingar og í því sambandi dettur mér í hug góð grein, sem ég las nýlega í blaði, og gaf mér þá hugmynd, að einu félaginu í viðbót við þau, sem fyrir eru, kynni ekki að vera ofaukið. Og liafði ég þá einkum blessað kvenfólkið í liuga. Hvernig væri að stofna Megrunar- félag? Það gæti verið einskonar systurfélag Fegrunarfélags- ins, enda tilgangurinn að vissu leyti sá sami. Nú þegar sumarliitarnir fara í hönd, vaknar mörg kon- an við vondan draum og verður þess vör, að liún þarf að losna við ýms óþarfa pund — eða í slæmum tilfellum jafnvel kíló. Iíún liefur sem sé — óviljandi þó — farið óþarflega eftir forskriftum Bíblíunnar og ávaxtað sitt pund heldur um of. Sumpart er þetta talið stafa af óþarfa bíla- notkun, því nú orðið er tæpast ofsagt, að sumar konur stigi varla fæti á jörð. Einkum er því viðbrugðið, livað þær fitna ofsalega, sem geta ekki keypt vasaklút í búð án þess að láta búðarfólkið bera hann út í bílinn — sem annars er sniðugt tiltæki og gæti komið maklega niður á sumu búðarfólki. Og ef allt gengur sinn eðlilega gang, mun þetta fara vaxandi en ekki minnkandi, með auknum þörf- um togaraútgerðarinnar og vaxandi bílainnflutningi. Það er því hér um bil gefið, að kvennfólkið mun lialda áfram að fitna, og þá liggur það beint fyrir, að tími er til kom- inn að taka málið föstum tökum og hefja raunhæfar aðgerð- ir, þ. e. hefjast banda um að horvæða kvennþjóðina, og það því fremur sem renglurnar eru ennþá snöggt um út- gengilegri á beimsmarkaðnum en þær hnöttóttu, enda þótt þær síðarnefndu séu yfirleitt geðbetri. Höfuðannmarkinn á framkvæmdum í málinu er sá, að konurnar taka ekki sitt ráð í tíma heldur bíða þangað til braka tekur ískyggilega í voginni í baðherbreginu og þær sjá sér til skelfingar, að bezta vinkonan hefur verið að ljúga í gær, þegar bún sagði: „Mikið öfunda ég þig að því hvað þú getur verið slaunk, elskan“. Fyrst beinist reiðin auðvit- að að vinkonunni, en brátt sér sú offeita, að það er sízt líklegt til árangurs og grípur því til eina ráðsins, sem bún þekkir og fer á eplakúr. Nú getur staðið svo á, að epli fáist ekki einusinni á svörtum og kannske ekki nema skemmd. Hún leitar því til einhverrar vinkonu, sem líkt stendur á fyrir og þær koma sér saman um að stofna megrunarfélag. Og þeim til leiðbeiningar, sem hafa slíkt í hyggju er gott að rifja upp söguna af henni frú Smith í Milvókí — það er alltaf skemmtilegra að hafa móral- ræðurnar í söguformi. r Á ársafmæli M. M. (Megrunarfélags Milvókíborgar) var téð frú Smitli aðalstjarnan og ekki að ástæðulausu. Hún bóf ræðu sína á að lesa upp tvo vigtarseðla, útgefna með eins árs millibili og sýndu þeir svart á livítu að frúin bafði verið 250 pund þegar bún tók þátt í félagsstofnunni, en nú á ársafmælinu var hún orðin 150. Þegar lófaklappinu linnti, lét frú Smitb þess getið, að ekki ætlaði hún að láta bér við sitja, lieldur lialda áfram niður í 115 pund. Var frúin þá enn hyllt, en þó með nokkrum semingi, það gerði öfundin. Meðal ályktana, sem gerðar voru á afmælinu, þótti sú merkust að nota alls ekki pillur. Kom tillagan frá konu, sem var nýskilin við pilluframleiðanda og vildi nú gera honum eittlivað til bölvunar. Tókst það með ágætum og hrynja nú megrunarpilluverksmiðjurnar niður unnvörpum, og þykir mesta landhreinsun. Til Ieiðbeiningar fyrir íslenzka lesendur má geta þess,

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.