Spegillinn - 01.02.1959, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.02.1959, Blaðsíða 10
34 SFEGILLINN að minnast á samgöngumar í jörðu, en þær mega annars gjarna vera með, þó ekki væri nema mold- vörpustarfsemi kommúnista og svo jarðboranirnar. En vitanlega má leiðrétta svona smá-meinloku við aðra umræðu. Ennfremur munu hafa gleymzt samgöngur eins og smúlerí og eiturlyfjatrafík, en því má vitanlega bæta inn í sem breyt- ingartillögur við þriðju umræðu. Eins er um sprúttsölu, en annars kemur hún nú af sjálfu sér, ef leigubílar verða innlimaðir í hring- inn. Sem sagt: loks kom fram ný- mæli á Alþingi, sem ýkjalaust má segja, að sé allt hið eftirtektarverð- asta. Svo haldið sé áfram í nýmæla- bransanum, má geta um eina stór- merka nýjung, sem nú er rétt að- eins ókomin, þegar þetta er ritað, en það er mjólkurkjörbúð, sem nú er sem óðast í undirbúningi. Eins og allir vita, skeði það þó með höppum og glöppum í fornöld, að menn gæti fengið mjólk, sem telja mætti mannamat, en reyndar muna ekki nema rosknir íslending- ar eftir þessu — yngri kynslóðirnar halda eðlilega, að mjólk sé eins og hvert annað óæti og því betra að halda sig að kóknum, eins og líka er gert. í hinni nýju búð virðast menn geta valið sér mjólk af öllum sortum, en til þess þarf vitanlega að revna og prófa þær allar, og þar í liggur einmitt trikkið hjá Sam- sölunni, nfl. að losna við það óselj- anlega sem prufur því að auðvitað verða kúnnarnir látnir borga pruf- umar. f sömu andránni má geta um hina nýju smér- og ostasölu, sem ku vera stofnuð til þess að útvega þjóðinni betri vöru. Eigi er enn kunnugt, hvort þetta verður framkvæmt, hvað snertir smérið, með því að sulla saman öllum tegundunum, sem hingað til hafa verið á boðstólum. Það gæti ef til vill orðið til þess, að þeir, sem hingað til hafa passað sig að kaupa lökustu tegundimar, fái betri vöru, en annars þarf alls ekki neitt að vera að dekra við þá. Hitt gæti verið tilraunar vert að halda teg- undunum aðskildum eins og hing- að til, en hafa bara allt í eins um- búðum og halda þannig lotterí á öllu saman. Það ætti að minnsta kosti að geta ýtt undir söluna á skósvertusmérinu. En áfram með nýjungamar. Bráðum á að setja upp hér í höfuð- staðnum svokallaða Byggingar- þjónustu, líklega til þess að þeir, sem þegar eru búnir að byggja, geti nagað sig í handabökin. Þama á fyrst og fremst að vera sýning á öllum hugsanlegum byggingarefn- um, en auk þess verða þarna alltaf verkfræðingar og arkítektar við hendina til þess að veita gestum hlutlausar og 100% sannferðugar upplýsingar um allt það, er að byggingum lýtur. Eini skugginn á þessu öllu er sá, að fljótlega verður hægt að afnema reddarastéttina (byggingadeild) og má búast við einhverjum skaðabótakröfum úr því horni, en hugsanlegar skaða- bætur verða bara reiknaðar sem stofnkostnaður. Auk allra áður- nefndra upplýsinga og þjónustu, er ætlunin að gefa gestum sýningar- innar eintak af bæklingnum „Hrynjandi íslenzkra húsa“. f sambandi við mjólkurkjörbúð- ina, sem hér er að framan nefnd, er rétt að geta þess, að þar á staðn- um er annað og fleira á seiði, eða með öðrum orðum venjuleg kjör- búð eins og fólk þegar þekkir, svo og bakarí, hárgreiðslústofa, sÖlu- turn og guð má vita hvað allt. En ofan á þessu öllu verður svo skemmtistaður, sem ku síst eiga að gefa eftir þeim fimm, sem stofnaðir hafa verið í seinni tíð, til þess að fullnægja eftirspurninni eftir íhels- lagningu kotungskrónanna, sem landsmenn kunna enn að eiga í fór- um sxnum. Til þess að auka ánægj- una, er stofnun þessi kölluð Lido Club og er vel til fallið að hugsa fvrst og fremst fvrir landsins eigin * börnum með nafngiftirnar, en hvað útlendinga snertir, sem þama kynnu að koma, þá verður einnig séð fyrir þörfum þeirra með því að Nú er svo a6 sjá sem strákar hafi valið sér Hallgrímskirkju sem leikstað fyrir „bófahasar" og því um líkt. Þeir klifra þar upp eííir mótaveggjunum með hróp- um miklum og vígöskrum, kom- ast síðan upp á þak kirkjunnar og bcrjast þar með spýtum, rrieð tilheyrandi gífuryrðum, er þeir fella mótstöðumanninn á kirkju- þakinu.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.