Spegillinn - 01.02.1959, Blaðsíða 14

Spegillinn - 01.02.1959, Blaðsíða 14
SPEGILLINN 30 Hressilegur plástraskröggur. í þetta sinn ætla ég að bregða vana mínum og láta ógert að tala um undrameðöl sem nýkomin séu á heimsmarkaðinn, handa ykkur að misbrúka. Er þetta gert með tilliti til þess, að nú er fremur krankfellt og kvef og hverskyns slensxa hrjáir mannfólkið, svo að þar er varla við bætandi. Þess í stað ætla ég að segja ykkur sólskinssöguna af hon- um dr. Gummins. Þið skuluð ekki fleygja frá ykkur blaðinu þó að ykkur þyki nafnið kannske hálf púkó, því að þarna er um merkilegan mann að ræða. Dr. Gummins er nefnilega, skal ég segja ykkur, orðinn hundrað ára, og í tilefni af afmælinu ferðaðist hann 700 kílómetra á læknaþing, til þess að láta kollegana skoða sig. — Hvernig fórstu að því að verða svona gamall? spurði alallæknirinn á mótinu afmælisbarnið. — Það var einfaldlega með því að passa mig að deyja ekki, svaraði gamli maðurinn, hress í bragði. — Náttúrlega má kannske segja, að x Texas sé það ekki alveg vanda- laust, þar sem allt er lúsugt af gikk- óðum gæjum með Forrestallsýki, sem hafa það til að skjóta á mann ef maður lætur þá ekki hafa eitur- lyfin með góðu. Reyndar vil ég halda því fram, að ég eigi þessum sömu gæjum beinlínis líf mitt að launa, og hitt líka, hvað ég er sprækur og léttur á fæti. Já, þið spyrjið, hvernig slíkt megi ske? Jú, það er ofureinfalt. Gæjarnir hafa nefnilega, skal ég segja ykkur, þann leiða vana sem ég sagði áðan að seilast í vasann eftir gúlajafnar- anum og hvissa á mann skoti. Það þarf talsverða fimni til að víkja sér undan í hvert skipti, sérstaklega ef þetta er gert æ í æ og mörg skot í frethólknum, og þið getið skilið, að þegar maður er búinn að hafa þess- ar fimleikaæfingar áratugum sam- an, er ekki svo mikil hætta á að maður stirðni upp. Enda er það mála sannast, að ég vinn alltaf frá kl. 8-5 á hverjum degi og auðvitað talsvert þess í milli, því að vitan- lega, eru það ekki nærri allir, sem hafa þá nærgætni við mann að hálf- drepa sig í vinnutímanum, heldur gera þeir þetta á öllum tímum sól- arhringsins, og þá er ég auðvitað kallaður til að aldrepa þá eða lífga, eftir því sem kringumstæðurnar segja til. Ég er þarna eini læknirinn á stóru svæði, svo að ég get sjaldn- ast vísað til þess næsta, þó ég vildi. — En klagarðu ekki bandíttana, þegar þeir eru að reyna að bora þig í gegn? spurði nú forseti þingsins. — Ekki andskoti, sagði öldungur- inn og brosti um leið og hann hristi sínar gráu hærur. — Til þess á ég þeim ofmikið að þakka, þar sem þeir halda mér í trenirigu, eins og var að segja ykkur. En ég geri ann- að. Fyrir hvert skot, sem þeir reyna

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.