Spegillinn - 01.03.1966, Side 12

Spegillinn - 01.03.1966, Side 12
SATTAKOSS I KVENNASTRÍÐI HINRIKS VIII „Páll páfi VI., æðsti maður Rómversk-kaþólsku kirkjurmar og dr. Ramsey, erkibiskup af Kant- araborg og yfirmaður ensku bisk- upakirkjunnar, kysstust í dag sáttakoss og hétu hvor öðrum að vinna að því saman að koma á einingu kristinna manna. Þetta var f fyrsta sinn f fjórar aldir, að ieiðtogar rómversk-kaþólsku kirkjunnar hittust, en samband kirknanna slitnaði á sínum tíma út af kvennamálum Hinriks átt- unda Bretakonungs. Leiðtogar tveir hittust i hinni frægu sixtínsku kapellu. Þeir föðmuðust af miklum innileik og kysstu hvor annan. Þessi koss var þó aðeins til bráðabirgða þvi að hinn formlegi sáttakoss mun sjá dagsins ljós á morgun". (Tíminn, 24. marz.) Skyldi ekki heimurinn batna? Työ merkis- afmæli Þann 12. marz síðastliðinn, var með mikilli viðhöfn haldið upp á tvö hálfrar aldar afmæli samtímis. Alþýðuflokkurinn minntist 50 ára af- mælis síns með hátíðahöldum á Hótel Sögu, en í Lindarbæ minntust komm- arnir 50 ára afmælis Alþýðusambands- ins með kokteilum. í tilefni dagsins gáfu kratarnir út veglegt hátíðarit, en komm- arnir gáfu út 5 eða 6 faldan Þjóðvilj- ann, einnig í tilefni dagsins. Teknar voru stórar myndir og glæsilegar af há- tíðahöldunum á Sögu og kokkteilpartý- inu í Lindarbæ, mátti einkum af Lind- arbæjarmyndunum merkja, að verka- lýðsleiðtogarnir og atvinnurekendur eru ekki eins fjandsamlegir hvorir í annars garð og margur kynni að halda, — en auðvitað má ekki gleyma því, að menn leggja gjaman hversdagslegt þras og jafnvel illvígar deilur til hliðar, þegar sæmilegir hátíðakokkteilar em annars vegar. « AXMINSTER... aonað ekki ————MaiWS-3——B——MMHHIBHMaWMM 12 S p e g i 11 i n n

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.