Spegillinn - 01.03.1966, Blaðsíða 24

Spegillinn - 01.03.1966, Blaðsíða 24
Afi minn sagði Þú skaft verða pólitíkus, sagði hann afi minrs Ég minnist orða afa míns hcitins, en haim hafði miklar áhyggjur af velferð minni, Þú skalt leggja íyrir þig að verða pólitíkus, sagði hann. Það er bezta at- vinna. sem hægt er að fá. Hann var semsé ckkert blávatn, gamli maðurinn, og hafði sínar ákveðnu mein- ingar Hanu hélt því fram, hann afi minn, að á stjórnmálabrautinni væri frami minn tryggður. Þegar mamma sayði. að ég vani bæði kjaftfor og fram- hleypinn og yrði aldrei til nokkurs nýt- ur, þá sagði afi minn Skammaðu ekki drenginn, góða mín, hann er ein- mitt efniviður í stiórnmálamann. 24 S p e g i I I i n n Og svo lagði hann afi mér lífsregl- urnar. Námið er ekki aðalatriði gæti meira að segja verið til trafala. Mjög menntaðir menn hafa tilhneigingu til að hugsa sjálfstætt og það er ekki heppi legt fyrir unga menn, sem ætla að vinna sig upp. Það er betra til að byrja með að hlýða forsjá eldri manna. Vertu góður hlustandi og klappaðu vel og rösk lega fyrir þér „betri“ mönnum úr sama flokki. Sittu gjarnan framarlega á mann fundum flokks þíns, helzt á fremsta bekk og láttu ánægju þína óspart í ljósi Það mun endurgoldið. Þegar þú byrjar á að standa upp á mannfundum, skaltu gjarnan taka und- ir orð forystumannanna, hrósa skarp- skyggni þeirra og hyggindum. Aðui en varii munu þér verða falin trúnaðar- störf, nefndarsetur í minniháttar nefnd- um til'.að byrja með, svo sem skemmti- nefndum. Þú skalt gjarnan hafa þig í frammi og biðja um orðið í tíma og ó- tínia og reifa málin, jafnvel þó þú hafir lítið vit á því sem er á dagskrá, en það skiptir minna máli, hvort alltaf er talað af viti. Aðalatriðið er að láta bera á sér á stjórnmálavettvanginum Og enn hélt afi minn áfram: Ekki mun líða á löngu, þar til þú verður sett- ur í veigameiri nefndir. Það þýðir, að þú færð soldinn bitling. Nú geturðu farið að láta ljós þitt skína, og þú þarft ekki alltaf að vera nákvæmlega sammála öllum hinum. Þú gætir t.d. öðru hvoru skilað séráliti, til að láta bera á þér, en varastu að brjó.ta of mik- ið agareglur flokksins, eða foringja hans Þú vérður að gæta þess að mæta á spilakvöldum og skemmtikvöldum flokksins, og þú verður að gæta þess að hlægja ekki minna að bröndurunum hjá aðalræðumanni flokksins það kvöld, heldur en bröndurunum hjá Óm- ari, Svavari eða Bessa, eða hvað þeir nú heita. Og ekki máttu láta hjá líða að dansa við frúr flokksbroddanna, sér- staklega þær, sem síður eru eftirsóttar til að dansa við. Ef þú verður boðinn að flytja ávarp á spila- eða skemmtikvöldi, þá skaltu gleypa við því og nota tækifærið og hrósa flokksforystunni á hvert reipi, þó að þú sérí hins vegar á allt annarri skoðun. Þetta mun koma þér vel síðar. Sæktu stjórnmálanámskeið flokksins og málfundi, það eykur kynni þín við þá sem hafa pólitík að atvinnu. Ef þetta gengur vel hjá þér, sem ekki er að efa, þá er komið að því að hugsa hærra. Sækja um pólitískar stöð ur og kemur þar margt til greina. Sjálf sagt er að trana sér ' framboð. Til að byrja með að reyna að konrast á lista til bæjarsljórnarkosninga, en það er að- eins áfangi.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.