Spegillinn - 01.03.1966, Qupperneq 15

Spegillinn - 01.03.1966, Qupperneq 15
innlendra blaða, er mjög líklegt, að ein- mitt ættfræðin ráði úrslitum þegar vér veljum næsta forseta lýðveldis vors. í dönsku íhaldsblaði, Berlingske Aft- enavis, lásum vér, að þegar væri afráð- ið að vinur vor Gunnar Thor yrði for- seti næst, og auðvitað héldum ver 1 einfeldni vorri að dönsk íhaldsblöð lýgju aldrei fremur en kollegar þcirra á ís- landi, Mogginn og Vísir, og íslending- ur. (Hins vegar undanskiljum vér her Kópavogs-íhaldsblaðið Voga, sem oss finnst rétt ólesandi fyrir sakir leiðinleg- heita og ómerkilegheita að allri gerð til viðbótar viðskotaillu orðfæri). Nú, kvöldblað danska íhaldsins hældi Thoroddsen á hvert reipi og nefndi þó enga hans ágæta kosti, er oss væru að- ur ókunnir, fyrr en að ættfærslunni kom. Fræddi blaðið oss á því, að Thor- oddsen væri náfrændi Haraldar gamla Hilditannar, Danakóngs, eða afkom- andi hans í 34. lið, en Haraldur þessi féll í Brávallabardaga anno: 750. Ekki skemmir það fyrir Gunnari sem forseta- efni, að frú Vala er 33. liður Hildi- tannarættarinnar, að þvi er danski í- halds-vísirinn segir. Leggjum vér til að Mannkynssaga Ólafs Hansjamai. atluð framhaldsskólanemcndum, verði snar- lega endurprentuð með þessum nýju upplýsingum; það er ekki svo oft sem vér íslendingar eigum þess kost að verða dálítið ,,númer“ í heimssögunni. Ekki höfðu fregnir þessa ágæta danska í- haldsblaðs fyrr borizt út hingað en í- haldsblöðin hér tóku að sverja hástöf- um, að enginn fótur væri fyrir þessum upplýsingum, það hefði aldrei til tals komið, hvað þá meira, að Gunnar Thor- yrði næsti forseti vor; en hins vegar minnumst vér ekki að frændsemi þeina h’ónanna og Haraldar saluga Hildi- tn ar væri beinlínis vefcngd. Þar sem vér höfum heyrt ýmsa fleiri en vin .orn, Spegillinn 15

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.