Spegillinn - 01.03.1966, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.03.1966, Blaðsíða 16
RANDERS stálvírar — snurpuvírar — vírmanilla — polyvir Gæðin tryggja árangurinn Kristján Ó. Skagfjörð jj Thoroddsen, tilnefnda sem líkleg for- setaefni, skulum vér lítillega drepa á nokkra þeirra, sem taldir eru til greina koma sem Bessastaðabændur. Halldór Laxness: Ekki kunnum vér að rekja ættir hans, en líklegt má telja, að með lagi megi sanna skyldleika hans og Snorra gámlá Sturlusonar, sem þótti gegn maður á sinni tíð, þótt fáir kann- ist við hann nú orðið; sömuleiðis finnst oss trúlegl að Jón Hreggviðsson á Reyn, sé a.m.k. skáfrændi hans. Þá má geta þess, að Laxness hefur nú snúið sér í hálfhring frá kommúnismanum, og er nú staddur við upphaf mannúðarstefnu. Ætti það að geta færzt honum til tekna sem forsetaefni, en þó vafamál, hvort hann er ennþá kominn nógu langt frá kommunum. Þá höfum vér heyrt nefnda ráðuneyt- isstjórana Agnar Kl. Jónsson og Birgi Tliorlacius. Kæmi oss sízt á óvart, þótt þeirra ættir mætti til Gunnhildar kónga- móður rekja, þannig að þeir reyndust ættingjar hennar í ca. 38. lið. Emil Jónsson hefur og tilnefndur verið. Ekki kæmi oss á óvart, þótt hann reyndist við athugun hafa það ::ér til ágætis að vera af Jómsvíkingum kom- inn að langfeðgatali, auk þess sem hann er fyrirmyndar krati, eins og alþjóð er kunnugt. Torfa tollstjóra höfurn vér og heyrt nefndan. Hann er vafalítið kominn af Agli Skallagrímssyni og þar af leiðandi í ætt við margt það stórmenni, er mest lét til sín taka úti í Noregi á dögum Haralds bítils, hárfagra. Ennfremur höfum vér heyrt tilnefnda scm líkleg forsetaefni þá Harald Guð- mundsson, Oinrik Sv. Björnsson, Jón- atan Hallvarðsson og Stefán Jóh. Stef- ánsson. En að svo stöddu nennum vér ekki að rekja ættir þeirra til stórmenna, hins vegar skal þess getið, að þeir eru prýðilega sýningarhæfir menn. Sýnir þessi vor lítilfjörlega upptaln- ing, að margir geta til greina kornið sem forsetaefni. Verður oss eigi alllítill vandi á höndum að velja og hafna, þegar þar að kemur. Þótt segja megi, að tiltölulega auðvelt sé að gera upp á rnilli verðleika frambjóðendanna sjálfra (ef einhverjir eru), þá trúi ég, að matið á ættgöfginu komi til með að vefjast fyrir mörgum. Hvort ber t.d. að skoða göfugra ætterni skyldleika við Harald Blátönn í 57. lið, eða frændsemi við Gorm gamla í 62. lið. Væntum vér, að allir hugsandi Islendingar velti þess- um málum rækilega fyrir sér, svo ör- uggt verði, að engin mistök eigi sér stað, þegar þar að kemur. Það væri t.d. ekkert grín að sitja uppi með forseta sem ætti kyn sitt að rekja til einhvcrs vinnukonuframhjátöku-króa, en hafa hafnað ættingja Sigurðar Fáfnisbana í 70. lið. H u g a 11. LÉTT RENNUR CEREBOS SALT 16 S p e g i 11 i n n

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.