Spegillinn - 01.03.1966, Qupperneq 21

Spegillinn - 01.03.1966, Qupperneq 21
ÁL-MÁL Mikið er það fínt þetta nýja orð ál- bræðsla. Þó hélt ég fyrst í fávizku minni að nú væru þeir farnir að bræða álinn, þennan langa og mjóa ál sem var stund- um að sniglast upp undir kaupakonur úti í mýri í gamla daga. En svo var það þá þetta, sem við gömlu mennirn- ir kölluðum alúminium eða alumium eftir atvikum. Ekki veit ég hvort Björn ráðherra (Ísafoldar-Björn) eða Bjarni ráðherra doktor (Irafells-Bjarni) fann upp þetta orð að tarna. En ég lield mig hiklaust að doktornum í því efni, Hann hefur fengið verðlaun fyrir sérlega fagra ís- lenzku, og mikið þótti mér vænt um að fá Mogga-greinarnar hans sérprcntaðar í tveim þykkum bindum. Varla líður svo dagur að ég líti ekki í þá blessuðu bók sálinni til upplyftingar og tyftunar. En svo ég víki að álnum aftur. Gæti það ekki valdið ótímabærum misskiln- ingi að segja: Þeir eru að bræða álinn. Skyldu þá ekki einhverjir halda eins og ég, að þeír t'æru að bræða ál-fisk en ekki ál-málm? Sís-nrenn hafa nefnilega haft einkarétt á því að rnurka lífið úr álnum í saltupplausn (svoddan heyrir ekki undir dýravernd) og nú halda kannski fleiri en ég, að með álbræðslu sé átt við að bræða ál. Og ætti engum að þykja merkilegt, því við höfurn verið langt á undan öðrum þjóðurn í því að bræða okkar bezta fisk í stað þess að matbúa hann að siðaðra manna hætti. Og þcgar nokkur hundruð mörlandar fara að bræða álinn í Slraumsvík, þá sé ég ekki betur en það sé allt í lagi, við bara bræðum þá þeim mun meira af fiski, ef einhver fer á sjó. En þó ég sé hrifinn aí álbræðslunni þá dettur mér í hug, hvort ekki væri betra að nota nýyrði Sigurjóns á Ála- fossi og segja: Álaverksmiðjan, þeir eru að bræða álann. Og hvernig væri að stytta löng og leiðinleg orð eins og til að mynda stjórnarsinnar og stjórnarand'’ stæðingar, en segja í þess stað Álmenn (stjórnarmenn) en Ó-álmenn, þ. e. stjórnarandstæðingar. Svo mætti á margan liátt koma á tæknilegum endurbótum á málinu. Þar hafa sumar hljómsveitir okkar gcngið á undan með góðu eítirdæmi. Þetta er auðvitað ekki vegna erlendra áhrifa, heldur af hinu, að þessi íslenzku nöfn eru svo ógnarlega gamaldags og búra- leg, einkurn og sérílagi þegar hávaða- mennirnir eru orðnir á heimsmælikvarð- ann. Þetta er oft fín og stutt nöfn, eins og nokkurskonar ál-mál. Ekki líkai mér þó nafnið 5 pence, sem lýsir of miklu htillæti. Ég held að þeir stæðu alveg undir Sixpence. Hugsum okkur til dæm- is: Sixpencarar leika í Álveri í kvöld. Ég er búinn að heita því á mig, að þá skal ég fara á dansiballið. Og pá skal nú verða dansað kringum guilkálfinn, já mar! Áli. Ekki of stórf, ekki of þröngt en við yðar hæfi Af Laugaveginum ég snara mér inro og lít á flíkur góðar. Þarna hitt og þetta finn,. sem ég kaupi óðar. Brækur, sokka, skyrtu og bol', bindi og klúta marga, og til að líða ei kulda vol, ég læt mér úlpu bjarga. HERRADEILD KJÖRGARDS S p e g i 11 i n n 21

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.