Spegillinn - 01.07.1966, Side 4
KRUA1MINN
Á
SKJÁ NUM
Nú hva smjörfjallið vera óðum að
þverra, en hins vegar hefir risið kex-
fjall upp á nokkrar milljónir, síðan kex-
innfutningurinn var gefinn frjáls. Og
ennfremur mun kjötfjall verða hér veg-
legt að lokinni slátrun í haust, eða nokk-
uð veglegra en svo, að landslýður éti
það upp fyrir þar næstu slátrun. Það
versta er, að ekki eru umframbirgðir
vorar fluttar út fyrr en kjötið hefir ver-
ið geymt svo lengi, að það er ekki leng-
ur fyrsta flokks, en þ' vilja engir aðrir
éta kjötið, en enskir hundar, sem hvort
sem er eru ekki spurðir álits um það
se í þá er látið. Markaður þessi er
allgóður, þegar þess er gætt að hundar
Lundúnarborgar eru ekki færri en ein
milljón.
Vér sendum ísfirðingum vorar inni-
legustu afmæliskveðjur > tilefni aldar-
afmælisins, hvar sem þeir kunna að
vera staddir á landinu, en kunnugir tjá
oss nefnilega, að flestir hinna eldri ís-
firðinga, sem ekki eru þegar dauðir,
séu fluttir hingað suður, m.a. til Hafn-
arfjarðar og séu jafnvel orðnir óháðir
þu, syðra. I stað hinna burtfluttu, hefir
komið fólk af Jökulfjörðum og Strönd-
um, og fleiri eyðihéruðum, og setzt að
sem góðborgarar á ísafirði.
Mikið er rætt um vírusa og verð-
bólgu, manna á meðal. Vírusinn hefir
gert kvillasamt nú um mitt sumar, og
hafa læknar lítil ráð við fjanda þess-
um, önnur en magnyl-inntökur (kunn-
ugir telja brennivín öruggara lyf), en
annars eru vírusar rannsakaðir á Keld-
um, svo að snarlega má vænta úrskurð-
ar um latnesk Iyf í stað brennivínsins.
Bara að kvillinn verði ekki liðinn hjá.
Verðbólgan er verri viðureignar.
Hún verður ekki læknuð að Keldum,
og jafnvel heldur ekki af fjármálalækn-
unum í Seðlabankanum.
Einhverjir gárurigai voru að tala um,
að Jón Margeir ætti að fara í Seðla-
bankann í haust, hann mundi leysa
vandamálin á vinsælan og hagkvæman
hátt. En gárungarnir hljóta að ljúga
þessu, eins og mörgu öðru, því að
vandamálin verða aldrei leyst ' vinsæl-
an hátt, a.m.k. teljum vér það vafa-
samt.
HEIMA ER BEZT? mundir, hvernig sem þeir hafa
nú önglað saman fyrir fargjald-
Tíðindamaður blaðsins ætlaði inu, núna á þessum síðustu og
að ná tali af nokkrum íslenzk- verstu viðreisnartímum.
um iðnrekendum, vegna þeirra
fregna í fslenzkum dagblöðum, „ER VÍNLAND
að hömlulaus innflutningur er-
lends iðnaðarvarnings sé að ENDURFUNDiÐ?“
steindrepa innlendan iðnað. og er fyrirsögn á frásögn Al-
sé ríkisstjórnin því vísvitandi þýðublaðsins 3. júlí, um ferð
að auðga innflytjendur á kostn- kútter „Griffin" til Vestur-
að innlends iðnaðar. Vér, sem heims. Anderson fyrirliði leið-
stjórnarblað vildum kynna oss angursins sagði í ferðalokin:
málin sem vandlegast og ætluð- — Við gerðum það sama sem
um því að ræða við iðnrekend- Leifur Eiríksson. Við sigldum í
ur sjálfa, en þvi miður verða kjölfar hans Við hrepptum
niðurstöður vorar að bíða betri sömu vinda . “
tfma, þvf að iðnrekendur eru Vér eru mnæstum vissir um
yfirleitt erlendis um þessar að maðurinn ýkir!
HUGLEIÐSNG UM LIFNAÐARHÆTTI.
Fólk hagar sér eins og lífið sé eitthvert lotterí,
og lifnaðarhdttunum meira en lítið flott er í.
Það er til dæmis aldeilis ekkert smofterí,
sem yngsta kynslóðin fer með í skran og gotterí.
Bragi
4 S p e g í 111 n n