Spegillinn - 01.07.1966, Qupperneq 17
KNATTSPYRNURAUNIR
„Sumarsólin íslenzka var bezti
liðsmaður Dana“, lásum vér í
Mogga daginn eftir landsleik-
inn.
Já, ekki' er það andskotalaust.
Vér héldum nú annars 1 ein-
feldni vorri, að sólin skini jafnt
á réttláta og rangláta og færi
ekki í manngreinarálit, né sýndi
hlutdrægni; en svo bregðast
krosstré sem önnur.
Vesalings íslenzku leikmenn-
irnir urðu sem sé að skyggna
fyrir augun með báðum hönd-
um nærri þvf allan leikinn, nei,
fyrirgefið, allan síðari hálfleik-
inn. Auðvitað átti sólin að réttu
lagi að skína í augu Dananna 1
fyrri hálfleik, en hvers vegna
hún gerði það ekki vitum vér
ekki. Það var vorum mönnum
vitanlega um megn að berjast
gegn þessu ofurefli, og má sann-
arlega segja, að ekki sé ein bár-
an stök hjá knattspyrnumönn-
um vorum. Vér leggjum ein-
dregið til, að framvegis heyi
Islendingar landsleiki í knatt-
spyrnu aðeins í sólmyrkva, eða
þá a. m. k. ekki fyrr en eftir
sólsetur.
Þá eru það varnarmistökin,
sem beinlínis orsökuðu 8:1 Dön-
um i hag. Bakverðir vorir stóðu
allt of framarlega á vellinum og
framverðirnir vissu hreinlega
ekkert hvar þeir áttu að vera
og voru því alls staöar og
hvergi. Er ekki hægt að reka
niður hæla í völlinn og tjóðra
mannafjandana við þá meðan
þeir eru aö læra að staðsetja
sig? Segjum t. d. að Árni Njáls-
son væri tjóðraður á vítateigs-
horni hægra megin, en Bjarni
Fel eins og tvo metra frá horni
vinstra megin. Ellert Schram og
Magnús frá Akureyri mætti
tjóðra miðja vegu milli bak-
varða og útherja. Framherjana
þyrfti ekki að tjóðra, þeir eru
nógu staðir fyrir. Vonum vér að
knattspyrnuráð taki málið til í-
hugunar.
Nú erum vér alls ekki að
segja, að landar vorir geti aldrei
neitt í fótboltanum, þótt til-
raunalandsliðin, sem Knatt-
spyrnuráð velur og allir búast
við miklu af, reynist tíöast illa.
Stundum mæta tilraunaliðin
ekki, og inn á völlinn stormar
allt annað lið, sem enginn býst
við neinu af, en getur svo þeg-
ar til kemur dálítið, eða a. m. k.
meira en tilraunaliðin. Senni-
lega væri bezt að Knattspyrnu-
ráð veldi landsliðin samkvæmt
stefinu alkunna:
Komi þeir sem koma vilja,
fari þeir sem fara vilja,
mér og mínum
að meinalausu.
Spartakus.
Hcildsölubirgðir:
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F.
LÉTT RENNUR CEREBOS SALT
S p e g i 11 i n n 17