Spegillinn - 01.07.1966, Qupperneq 6
VIÐ SKULUM ATHUGA MÁLIÐ
„Já, ég skal nú athuga málið eftir
mánaðamótin" ,svaraði bankastjórinn,
og leit á mig rannsakandi.
„En ég þarf að borga af húsinu um
helgina, bílnum eftir helgi, sjónvarps-
víxill fellur tuttugasta, og svo þarf að
borga af ísskápnum tuttugasta og
fimmta“, sagði ég til útskýringar.
„Einmitt það, einmitt, ég skal þá at-
huga það“.
„Já, og svo er sumarfrí í næsta mán-
uði, svo að mér liggur eiginlega mikið
á“.
„Ég skal þá athuga það“, svaraði
bankastjórinn, „annars eru afar erfið-
ir tímar“.
6 S p e g i I.: > i n
„En í síðasta mánuði sögðuð þér mér
að koma núna, það myndi standa bet-
ur á í þessum mánuði“.
„Var það, já, ég skal þá athuga það,
t.d. í næstu viku“, svaraði bankastjór-
inn.
„Má ég þá kannski reikna með því
að fá peningana inn á ávísanareikning-
inn í næstu viku“, spurði ég áfjáður.
„Já, við getum athugað það, já“.
„Má ég hringja, eða á ég að koma
aftur“, spurði ég enn.
„Ætli það ekki. Við getum í öllu
falli athugað það“, svaraði bankastjór-
inn eins og annars hugar.
„Hvort heldur?" spurði ég enn var-
færnislega.
Bankastjórinn geyspaði: „Við skul-
um athuga það nánar. Það er afar erf-
iðir tímar og erfitt að segja nokkuð á-
kveðið“.
„Það er nefnilega það“, svaraði ég
og reyndi að finna ráð til að halda
bankastjóranum við efnið.
En bankastjórinn gekk fram að dyr-
unum til merkis um það, að nú ætti
ég að fara ,enda sagði hann: „Það eru
margir sem bíða eftir afgreiðslu í dag,
ég á því mjög annríkt. Við verðum að
athuga málið síðar“.
„Ég kem þá aftur á miðvikudaginn“,