Spegillinn - 01.07.1966, Blaðsíða 12

Spegillinn - 01.07.1966, Blaðsíða 12
Frá Landsmóti hestu og munna Haukurinn er fugl mánaðar- ins að þessu sinni, en það er skjótráður fugl og óragur. Fugl inn er valinn með tilliti til út- varpserindis um daginn og veg- inn fyrir skömmu. En þá mælti Ragnar i Smára eitthvað á þá leið, að sú fullyrðing stjórnar- herranna að slæmt ástand væri stjórnarandstöðunni að kenna væri álíka og sú fuilyrðing skip- stjóra eftir að skipi hans hefði verið siglt I strand, væri kokkn- um að kenna. „Roði hlaut heiðursverðlaun stóðhesta á landsmótinu", var fyrirsögn 1 Mogganum á frétt frá Hólum 17. júlí. t fréttinni segir svo m. a.: „í morgun var sýning stóð- hesta í dómhring, og lýsti Þor- kell Bjarnason dómum. Fyrstu heiðursverðlaun hlaut Roði frá Ytra-Skörðugili í Skagafirði. Eigandi Hrossaræktarsamband Vesturlands. í dómum segir: Afkvæmi Roða eru fríð, prúð, og ennfremur fínbyggð. Þau eru mjúkvaxin, lundgóð og þæg. I þeim býr allur gangur, þó mætti brokk vera meira ríkjandi og skcið fjarlægara á hægri ferð. Prúðleiki og frjálsleg framkoma ásamt fleiri kostum eru góður samnefnari fyrir systkinahóp- inn og sýna hvað bezt kynfestu föðursins. Með Roða voru sýnd fjögur afkvæmi". Þetta voru ekki slorleg um- mæli og það um hest. Hvernig væ-i að hafa hliðstæða keppni milli hestamanna, en af þeim hefur farið misjafnt orð, og hestamannamót hafa þótt sum hver nokkuð slarksöm, þó að fréttir hermdu að viðkomandi mót færi vel fram, og jafnvel að ölvun væri áberandi lftil. Keppni og sýning á hesta- mönnum myndi þá verða þann- ig, að jafnframt því, sem þeir fengju verðlaun fyrir að vera mjúkvaxnir, kynfastir og fríðir, þá fengju þeir líka verðlaun fyrir að vera prúðir, þægir, lundgóðir og fyrir frjálslega framkomu alls gáðir. Er ekki að efa, að þetta myndi bæta landsmót hesta og manna. BAUNIR I TÓMATSOSU JARDAHIIFR RLANDADIR ÁVCXTIR f.BÆNAR BAUNIR HeildsÖAi....a..ir: KRISTJÁN ó. skagfjörð h.f. 12 S p e g 111 i n n

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.