Spegillinn - 01.07.1966, Qupperneq 16

Spegillinn - 01.07.1966, Qupperneq 16
í'r borðkróknum — Hvenær ætlarðu að koma því í verk að líma yfir gatið á vindsænginni? spurði frúin um leið og ég birtist í dyr- unum einn sólskinsdaginn í öndverðum júlí. — Æ, ég var nú búinn að gleyma því aftur. Lak hún nokkuð að ráði? sagði ég. — Þú líklega manst, að þegar við fórum í útileguna í iyrra hélt sængin engu lofti, og við lágum alltaf á jörð- inni alla nóttina, þó að við þrælpump- uðum í sængina á kvöldin, sagði hún. — Já, ég man að ég átti í bölvuðu stríði við sængurfjandann; það er bezt að líma hana ' kvöld, svo það gleymist ekki aftur, sagði ég. — Ég hefði haldið að það væri ekki seinna vænna, ef við förum í óbyggða- ferðina um helgina, sagði frúin. -v- Þetta verða bara svo gifurleg út- gjöld, að maður hefur varla ráð á þessu, sagði ég. — Nú, það máttirðu nú vita fyrir frarn, að tíu daga ferðalag í óbyggðum mundi kosta eitthvað ,sagði frúin. — Já, auðvitað, cn það er ekkert grín aö kaupa allan þennan útbúnað, tvo svefnpoka, eina vindsæng, gassuðu- tæki, nýtt tjald, kiki og myndavél, nú og svo allan fatnað og matvæli; þetta verður varla undir tíu til fimmtán þús- und krónum, fyrir utan fargjald, sagði ég- — Ha, nei, getur það verið? Við sem höfum reynt að spara sem allra mest í innkaupunum, fengið margt í heildsölu og eiginlega ekki keypt annað en það allra nauðsynlegasta, sagði frúin. — Það hefði orðið ódýrara að fara í siglinguna, sagði ég. -— Það er nokkuð seint að sjá það núna fyrst; é0 man ekki betur en við hættum við að fara í siglinguna einmitt af því að okkur þótti það of dýrt, sagði frúin. — Humm, já, en mér datt ekki i hug, að þetta yrði svona mikið fyrirtæki; ég hélt til dæmis, að gömlu svefnpokarn- ir rnundu duga, nú ug gamli kíkirinn er vel nothæfur ennþá, myndavél þurf- um við aftur á móti að fá, sagði ég. — Ja, ég segi nú bara það, að mig langar ekki til að fara að ferðast innan um ókunnugt fólk með grútskítugan við- leguútbúnað. Þú hefðir kannski viljað liafa gamla tjaldið, svart af prímus- reyk og götótt á hliðunum, sagði frúin æði hvatskeytslega. — Nei, nei, góða. Það er auðvitað rétt hjá þér, aó maður getur ekki verið þekktur fyrir að ferðast eins og einhver umrenningur, úr því maður er að þessu á annað borð. Ég fæ bara framlengt víxlinum hjá Landsbankanum, þá redd- ast þetta allt saman, sagði ég og stóð upp til að leita að lími og bótum til að gera við vindsængina. Sem matmaáurinn hrausti, borða ég gjarnan í NAUSTi, og geri mér glaðan dag. Sem og sérhvert vífið hefir gert mér lífið fremur bjart. Ávallt fastur gestur, sit ég hýr og hresstur, í hverri viku NAUST. Matur er mannsins megin, því verð ég ofur feginn. er soltinn fer í NAUST. 16 Spegt onn

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.