Spegillinn - 01.07.1966, Blaðsíða 24

Spegillinn - 01.07.1966, Blaðsíða 24
ÁRGALASLAGUR Rís þat höfuðból Ráðagerði mjök í miðri sveit. Óðalit Andhæli einn veg nafnkennt hátt rís handan ár. Ár skal æ rísa sás á yrkjendr fáa. Svá kveðr Bjarni Ben. Bregðr hann blundi í bóndahvílu nær úthallanda óttu. Hald sitt upp hyssar ok háva skúa fljótt á fætr dregr. Húskarla hrausta hann sem tíðask til verka vekja gengr. Vaknit, vaknit vættir bjargráða, sofit er gnóg umb sinn, Myrginstund en mæra mun oss öllum gull í sjóð gefa.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.