Spegillinn - 01.03.1970, Side 9
MEINHORNIÐ
Frá morgni til kvölds
Það er ekki að sökum að spyrja, þegar Bjarni formaður
lætur ljós sitt skína í Reykjavíkurbréfi. Ekki hefur hann
samt kjark í sér til að viðurkenna krógann. En því hefur
ekki verið mótmælt, hvorki af honum né öðrum, að það
sé sjálfur forsætisráðherrann, sem dylst á bak við nafn-
leysi þess, sem bréfin ritar. Hann hefur á undanförnum ár-
um notað þennan huliðshjálm sinn til að hreyta úr sér
ónotum sínum út í allt og alla og þó sérstaklega Magnús
Kjartansson, ritstjóra Þjóðviljans, sem má ekki vamm sitt
vita í þessu efni frekar en öðrum (og leikur aldrei slíkan
leik).
í siðareglum Blaðamannafélagsins, sem Magnús Kjartans-
son, ritstjóri Þjóðviljans, fer eftir í einu og öllu, er lögð á
félagsmenn sú kvöð að segja ekki ósatt vísvitandi. Bjarni
skákar í því skjólinu að vera ekki í félaginu, fremur en
Styrmir Gunnarsson, sem skrifar hina afstyrmislegu Stak-
steina í Morgunblaðinu. En þeir góðu menn athuga ekki,
að siðareglurnar endurspegla aðeins hin óskráðu hegð-
unarboðorð, sem allt óspillt fólk, þar á meðal Magnús
Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, ástundar í daglegu
lífi sínu.
Að lokum vil ég benda ritsnillingum Morgunblaðsins á,
að þeir ættu ekki að hætta sér of mikið út á þann hála ís
að birta skopstælingar af Mao formanni, stuttum og ó-
eðlilega digrum. Það eru fleiri formenn með einkennilegt
vaxtarlag, án þess að til sérstakra tíðinda teljist, enda þótt
deila megi um sundhæfni þeirra.
Rauði-Mangi
Skráma
Nú er hann Ólafur Jónsson að komast á unglingsárin,
blessaður strákurinn. Ingimar Erlendur Sigurðsson sé
með honum. Ingimar var merkilegur maður. Hann sagði,
að fólk skemmti sér ákaflega vel í rúminu. Og svo fann
hann upp réttlát dagblöð og ranglát. Eða var það Jóhannes
Helgi ?
íslenzkir gagnrýnendur geta nú tekið til við að skrifa
langar og „áhugaverðar“ greinar um gullöld íslenzkra
bókmennta, eins og hún birtist í bókum Svövu Jakobs-
dóttur. En silfurhestinn ætti að setja undir Ólaf, eða a.m.k.
anda hans. Þá gæti Sigurður A. Magnússon loks brokkað
á Pegasusi eitthvert austur eða suður í lönd, þangað sem
hugur hans stendur til. Góða ferð Sigurður minn, og
komdu við í Síberíu.
Innrás absúrdismans í íslenzkar bókmenntir hlýtur að
hafa kallað á dásamlega tilfinningu í Ólafi, líkt sem hann
svifi um á rósrauðum skýjakransi og yfir allt legði himn-
eska birtu, sem væru þúsundir marglitra ljóskastara á
risastóru leiksviði. Vonum við þá, að loftið fyllist ekki af
undarlegu, svörtu fiðri, sem gæti haft ill áhrif á svo ljúfan
mann. En líklega hafa verið erfiðar póstsamgöngur til
Menningarsíðunnar undanfarið
En mundu það, Ólafur, að nauðsynlegt er að skilja eftir
mannlegar tilfinningar, áður en gengið er inn fyrir ákveðin
hlið. Það ættir þú að vita, nú orðið. Svo bið ég þig að
heilsa honum Magnúsi Kjartanssyni, sem skrifað hefur
bók um Kína, sem minnir nokkuð á Madvigs grammatik,
eins og Gröndal lýsir henni. Sú bók hafði þann höfuð-
kost að verða fijótt úrelt. Segðu Magnúsi, að hans „Sam-
lede værker“ ættu að fá Silfurhestinn við fyrsta tækifæri.
Gleðilegan Magnús!
Hattímas fáorði
Ormur I auga
Hvernig er þetta með orðuveitingarnar ? Enn er haldið
áfram að skreyta alls konar stássfólk úti í bæ með þessum
stórfálkakrossum og alls kyns orðum, en til stórfurðu má
telja, ef einhver athafnamaður, t.d. útgerðarmaður eða
fyrrverandi útgerðarmaður, fær orðu. Að ég nú ekki tali
um blessaða sjómennina okkar og verkafólkið, sem heldur
uppi þessari þjóðarómynd, sem við erum. Af hverju fá
skátar aldrei orðu eða hjálparskátar ? Af hverju fá menn
ekki orðu, sem hafa eytt miklum tíma og fjármunum í að
koma upp alls kyns fróðlegum söfnum, t.d. sædýrasafni
og þess háttar? Spyr sá, sem ekki veit.
Ég er orðinn hundleiður á þessu orðuþjóðfélagi, sem á
ekkert betra skilið en að vera kennt við gúanó. Ég er
orðinn leiður á þessum kokteilboðum, sem alls konar fint
fólk er alltaf að fara í, en venjulegum athafnamönnum
með súran sveita er aldrei boðið í. Ég skil ekki, hvernig
öll þessi frekja viðgengst hérna í þjóðfélaginu, Af hverju
fá t.d. skátar ekki að dreifa jólapóstinum og gefa út sér-
stök frímerki til þeirra nota og selja síðan með lítils háttar
hagnaði. Af hverju fá friðsamir útgerðarmenn ekki að
gera út héðan í friði fyrir alls konar trantaralýð og banka-
valdi.
Hversvegna þurfa menn endilega að ganga á lakkskóm
og í pressuðum fötum. Ekki gekk Egill Skallagrímsson á
lakkskóm og ekki í pressuðum fötum. Því má maður ekki
fara skyrtulaus inn á vertshús, eins og tíðkaðist hér í gamla
daga? Hverskonar uppskafningsháttur er þetta eiginlega,
sem er farinn að tröllríða þessu þjóðfélagi. Skyldu karl-
menn annars ekki bráðum hætta að geta migið standandi,
ætli það fari ekki líka að þykja barbarismi.
Svo er ég líka orðinn hundleiður á þessu leiklistarkjaftæði
og menningarsnobbi. Nær væri að sýna hér Mann og konu
og Skuggasvein á hverju ári, í stað þess að vera að eyða
stórfé í alls konar útlenda menningardellu eins og Antígóna
og Fjaðrafok og hvað það nú heitir þetta rusl, sem þeir eru
alltaf að rífast um. Enginn rífst út af góðum íslenzkum
leikritum; því ekki að sýna þau og láta það nægja, og
allir verða ánægðir.
Þrándur