Spegillinn - 01.03.1970, Page 13
Gömul og ný mannúðar
krafa Spegilsins
Hæli fyrir
rukkarana
Látum þá ekki hrekjast
milli húsanna í
kuldanum
„Þessir byltingartímar, sem vjer nú
lifum á, hljóta að vekja hvern hugs-
andi íslending til andlegra umþenk-
inga og íhugunar um framtíð þessa
lands og þessarar þjóðar. Hefir þegar
verið reynt að hugsa um að segja
og skrifa margt og mikið til þess,
að ætla sjer að koma á margvíslegum
umbótum, sem kynnu kannske að
geta leitt af sjer vakning meðal ef til
vill dugandi og skynberandi manna,
er hugsanlegt væri, að gætu haft áhrif
á tilkomandi kynslóðir. Hjer hefur
þegar verið komið á fót mörgum
hælum, og það síst að nauðsynja-
lausu, svo sem vitfirringahæli o.fl.
og það sem nú ríður mest á - næst
trúboðinu í Kína - er að koma upp
þjóðkartöflugarði suður á Kartöflu-
garðskaga og Stúdentagarði í Háborg-
íslenzkrarmenningar. Elliheimili og
sjóaraheimili hafa þegar verið reist.
En það hæli, sem mest lá á að reisa,
næst vitlausraspítalanum, er rukkara-
hæli.
Þetta mál þarfnast engra skýringa,
því hver heilvita maður hlýtur að sjá,
hvílík mannúðarskylda þessari þjóð
í þessu landi ber til að líkna þessum
nauðstöddu með- eða mót-bræðrum
vorum. Sennilega eru þetta þó mann-
eskjur eins og hinir, eða hefir ekki
Drottinn líka skapað þá kannske ? ? ? ?
Eða hver er sá á meðal vor, að honum
renni það ekki til rifja, að horfa upp
á þessa aumingja hrekjast frá húsi til
húss og vera alstaðar vísað á dyr -
sumstaðar með ómjúkum orðum -
og það stundum um hávetur, hvernig
sem viðrar? Vjer viljum því fastlega
skora á allar sannkristnar manneskjur
með þjóð vörri, að gangast fyrir sam-
skotum til þess að koma á þessu
bráðnauðsynlega fyrirtæki. „Það er
lakur skúti, sem ekki er betri en úti“,
segir Sjekkspír. - Þetta þyrfti ekki
að vera nema ómerkilegur skúr úr
bárujárni, sem tæpast þyrfti að kosta
meira en t.d. kvistur á húsi. Að eins,
að þessir vesalingar ættu einhvers
staðar höfði sínu að halla, og fengju
blífanlegan samastað, svo þeir þyrftu
ekki að vera á almannafæri.
Vjer efumst ekki um, að hver skyn-
samur maður, sem les ofanskráðan
greinarstúf, muni sjá sjer fyrir bestu,
að styrkja þessa tillögu. Sjekkspír
sagði: „í dag mjer, á morgun þjer“,
og rataðist honum þá satt á munn.
Það er tæplega hugsanlegt, að svo
vitlaus maður sje til með þessari þjóð,
að hann vilji ekki eitthvað til vinna,
að þessari plágu verði ljett af þjóð-
fjelaginu, þar sem þetta líka er metn-
aðarmál, því bæði Kínverjar og aðrar
þjóðir myndu taka sjer þessa íslenzku
framtakssemi til fyrirmyndar.
En þetta þarf að gerast fyrir 1930.
Virðingarfylst
H.C. Umbótasen.“
Þessi framsýni texti birtist í Speglinum
fyrir rúmum fjórum áratugum, nánar
tiltekið í 2. tölublaði 2. árgangs,
árið 1927. Hann á ennþá meira erindi
til okkar í dag, sem höfum hæli fyrir
öll olnbogabörn þjóðfélagsins, vit-
firringahæli, drykkjumannahæli og
stúdentahæli. Það, sem nú vantar, er
rukkarahæli. Að vísu yrði það líklega
að vera steinhús, en ekki úr timbri,
eins og Spegillinn lagði til á sínum
tíma. Sigurjón Björnsson yrði bál-
vondur, ef það væri úr timbri, og
það má ekki ergja hann meira, þar
sem á Kleppi er nú meira en fullt.
Allt um það, þá hefjum vér á loft
hið gamla kjörorð:
RUKKARANA Á HÆLI!
Látum þá ekki lengur hrekjast milli
húsa í kuldunum!
Allir menn með óbrenglaða mannúð sjá, að ævi rukkaranna er enginn
dans á rósum, ekki fremur en ævi viðskiptavina þeirra.
13