Spegillinn - 01.03.1970, Síða 15

Spegillinn - 01.03.1970, Síða 15
Prologus Frásögn hér af feðgum gerum furðu hressum. Lítið er um laufavéra líka þessum. Selárdal með sonavali situr halur, höfðinglegur, hress og svalur Hannibalur. Þegar fríður fylkir ríður fram í skrúða, stara lýðir langa hríð á liðið prúða. Sjóla áttu synir þrátt í sverðahríðum. Rann um gáttir blóðið blátt í bylgjum stríðum. Þeystu um hauður þeygi trauðir, því að áttu gráa sauði og góðan auð, sem gœta máttu. Refs með lyndi röltir um strindi, rœðst á sauði, fáum yndi á mörkum myndar, Mangi rauði. Gæðatreg og lœvísleg var lundin stríðin, skelmir þegar skauzt um veg að skelfa lýðinn. Fari smali um fjallasal með fé á gangi, veður galinn vítt um dalinn vondi Mangi. Upp rann dagur œgifagur yfir dölum . . . Kœtist hagur, hér er saga af Hannibölum. Hannibal heitir .maður og býr í Selárdal, gildur bóndi og ekki flokksspakur. Hann hefur um sig hirð manna. Eru þar synir hans tveir, Óli og Jonni, hinir vösk- ustu piltar, framgjarnir og námfúsir og feta djarflega í fótspor föður síns. Eru þeir „Fræknir feðgar“ kall- aðir. Með Hannibal er niður- setningureinn, Björn Norð- lingur, maður ekki ættstór, en bitlingsgjarn og féglögg- ur. Hannibal hefur hann jafnan með sér til mann- funda, einkum þá er hann á í málþófi við samnings- snata, því að Björn kann vel að vera með höfðingj- um, þótt eigi sé hann ætt- stór, og er hann húsbónda sínum fylgispakur í hvi- vetna. Hannibal hefur hjá sér kell- ingu eina hyssuga og mas- gjarna, en vænsta skinn inn við hælbeinið. Er hún Skjald-Birna kölluð og dregur nafn af ætt þeirri, er Skjöldungaætt nefnist. Af þeirri ætt voru allir mestu höfðingjar Dana, þeir er uppi voru, áður en sögur hófust, og hefur eng- um tekizt að rekja ætt til hennar síðan, nema Birnu kellingu. Starfi hennar er að rölta á 15

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.