Spegillinn - 01.03.1970, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.03.1970, Blaðsíða 17
Láttu að þeim blíðlega, hafðu í frammi fleðulæti og varastu að styggja þá. Gef þeim mjöl úr lófa. Skaltu lokka af Hannibal hinum kvensama alla sauði, sem þú mátt, og hafa heim með þér. Ekki skaltu hirða svo mjög um Kommalágar, því að þar gæti þér orðið fótaskortur. Þú ert þar lítt kunnugur, en ég mun síðar ganga um þær gjótur sjálf- ur. — En koma máttu við á Kratafitjum og hirða nokkra sauði frá honum Gylfa. Mun hann þeirra fljótt sakna, því að hann er ekki fjármargur. En hann mun þá með bitlingum nokkrum verða að kaupa, ef hann á aftur að ná. Fer nú Ragnar og hefur með sér seppa þann, sem Gunn-Guttormur heitir. Er sá vanur öllum krókaleið- um í slíkum leitum og rek- ur spor sauða sinna með hagviti sínu, eftir því sem vindur blæs. Eiga þeir lang- ar göngur og strangar. Fara þeir saman um hag- ann, Hannibalssynir og sveinarnir Manga. Gjamma þeir hvorir að öðrum, en sauðir gerast skjarrir og taka á rás til allra átta. Þreytir mæði hvort tveggja liðið. Fer Ragnar heim til sín við svo búið, fótasár nokkuð, en ber sig þó vel. Hefur hann með sér ekkert utan seppann og horhrút þann, sem Þröstur nefnist. Hlaut hann af þessu viður- nefni og var þaðan í frá kallaður Ragnar Ánalls. Þykir Manga miður um alla hans framgöngu, en gefur honum samt forræði nokkur og heldur hann líkt og Hannibal Birnu kellingu. Það er af þeim Fræknum feðgum að segja, að þeir hóa hjörð sinni til réttar og vilja marka upp sauð- ina Rauða-Manga. Króa þeir safnið af í einu réttar- horni og kemst það allt í einn dilk lítinn. Þykir þeim illa hafa smalazt og var Hannibal gramur. Mælir hann þá: — Nú vil ég það til ráða taka, að við förum Björn F£Z GUÐ/VUWDUR. JFHEÐUfíöEDUfíGG tveir saman á Framsóknar- fjörur, en þar um slóðir eru víða óglögg mörk á sauð- um, og Láfi bóndi er maður ekki fjárglöggur. Höfum við með okkur Efta-fóður, en því vill Láfi lítt halda að sauðum sínum, en þeim þykir harla gott mörgum. Munum við með því lokka sauði undan Láfa, meðan hann tvístígur á bæjarhlaði, svo sem vandi hans er um lágnættið. Fara þeir Björn síðan. Þeg- ar þeir koma á Fram- sóknarfjörur, mæta þeir Láfa tvístíganda, og 'hafði hann nú gengið nýja leið á fjörur sínar, en hann var kunnur af því að fara aldrei sömu leiðina. Tekur hann 17

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.