Spegillinn - 01.03.1970, Blaðsíða 18
UZN, SEM NEFND/ST.
þeim Hannibal vel og býð-
ur þeim í nefndarhorn til
sín. Eiga þeir langa ræðu
saman og kemur Láfi loks
þar tali sínu:
— Ég mun eiga liðsinni
ykkar, þegar til þings kem-
ur. Munum vér þar sömu
leið ganga og verðum vér
að því menn meiri. En, er
vér göngum til leiks í imba-
kassa, þá skuluð þér látast
mótherjar mínir í hvívetna.
Þar vil ég gjarna vera einn
míns liðs og uni ég mér
þar vel löngum.
Snúa þeir Hannibal heim
aftur til Selárdals við svo
búið og er allt kyrrt um
stund. Var þeð mál manna,
að þeir Selárdælir mundu
bandalag vilja gera við
hvern sem væri á móti
Rauða-Manga til að ná
sauðum hans, en þeir voru
nú tvístraðir á útigangi og
í tveimur reifum margir.
Þeir Hannibal héldu sig
því með höfðingjum og
gerðust margra vinir. Þágu
þeir jafnvel veizlur í í-
haldsskjálf með kaupskott-
um og lagamórum, og
Hannibal gekk þar í dans
með valkyrjunni Gunn-
pálu. Var það mest skottis,
sem þau dönsuðu.
18