Spegillinn - 01.03.1970, Side 27
VESSAR:
Júnínótt Bóbó og Edd Redd
(Blankholtsáætlunin)
Tveir rosknir menn sátu í sáttavímu
júnínótt eina fyrir fáum árum. Skipt-
ust þeir á um að pára gáfulegar setn-
ingar aftan á umslög frá Skattstof-
unni. Er þessi örlagaríka nótt var öll
og árrisulir Reykvíkingar voru að
bursta tennurnar, var merkum áfanga
náð í sögu byggingarmála á íslandi.
Þá voru hinir rosknu menn að undir-
rita samkomulag um merkar nýjung-
ar í byggingarmálunum. Þessu plaggi
hefur lengi verið haldið leyndu, en vér
teljum rétt að birta það hér, því að
þar hafa hinir tveir félagar unnið
algert brautryðjendastarf, sem hafa
mun víðtæk áhrif um allan hinn sið-
menntaða heim:
Undirritaðir gera með sér svofellt
samkomulag til lausnar vinnudeilum
og öðrum leiðindamálum:
1. gr. íslendingum ber skylda til
að sanna yfirburði sína yfir
aðrar þjóðir á einhvern þann
hátt, sem eigi verður í efa
dreginn.
2. gr. Vænlegast til þessarar sönn-
unar er byggingarsviðið,
enda sýnir saga vor bezt,
að þar er ráðizt á garðinn,
þar sem hann er hæstur.
3. gr. Smalað verði saman (guð
hvað ég er syfjaður) þekk-
ingar- og hæfileikalausum
mönnum á sviði byggingar-
mála, að undangengnu hæfi-
leikaleysisprófi.
4. gr. Verði þeim síðan falið það
verkefni að annast algerlega
eftir eigin höfði byggingu
nokkur þúsunda íbúða, sem
síðan verða seldar öruggum
vanskilakaupendum.
5. gr. Til þessara framkvæmda
verði nefndinni afhent það
fé, er hún girnist, en æski-
legt er talið, að það séu
peningar, sem venjulegir í-
búðakaupendur hefðu ann-
ars fengið.
6. gr. Skal þessum framkvæmda-
mönnum vera heimilt að
reka atvinnurekstur í nafni
eiginkvenna sinna, án nokk-
urrar íhlutunar af opinberri
hálfu.
7. gr. Kostnaðarverð hverrar íbúð
ar skal talið það, sem þægi-
legast er að gefa upp. Það
sem fram yfir er í kostnaði,
skal afskrifa á kostnað óunn
inna verkefna.
8. gr. Söluverð skal þó eigi vera
lægra en gengur og gerist
hjá glæpahundum þeim, sem
lifa á því að byggja og selja.
9. gr. Ef þessi áætlun fer (guð
hvað ég er syfjaður), sem
vonazt er til, má telja öruggt,
að erlendar þjóðir fari að
játa fyrir sér yfirburði ís-
lenzkrar snilli.
10. gr. Eftirspurn eftir íslenzku
vinnuafli, bæði venjulegra
hálfvita og lærðra bygging-
armanna, mun stóraukast
og þjóðin öðlast nauðsyn-
lega reisn út á við.
11. gr. Formaður nefndarinnar
verður ráðinn að undan-
gengnu mjög ströngu hæfi-
leikaleysisprófi.
12. gr. Til að forðast óþægindi, er
leiða kann af framlögðum
reikningum og reiknings-
skilum, er nefndinni bannað
að leggja nokkur slík gögn
fyrir almenningssjónir.
13. gr. Fari kostnaður við nefnda-
störf og önnur skrifstofu-
störf yfir 50 milljónir króna,
skal nefndin starfa áfram
af fullum krafti, án nokk-
urrar íhlutunar.
14. gr. Bannað er að gera grín að
nefndinni.
15. gr. Telji einhver nefndarmanna
sig óhæfan til starfa sökum
gáfnafars, er honum heimilt
að kveðja án skýringa með
orðunum: „Þetta var bara
fróðleg reynsla". (Ég er al-
veg að sofna.)
16. gr. Alþingi samþykki samkomu
lag þetta möglunarlaust þeg-
ar í stað.
Gert í sáttavímu í júní,
Bóbó:
(Hvenær fæ ég að sofna)
Edd Redd:
)Ho, ho, ho, ho,)
Speglinum tókst að fá leyfi stjórn-
valda til að fylgjast með störfum
nefndarinnar og verður vonandi fjall-
að um þau síðar.
27