Spegillinn - 01.03.1970, Blaðsíða 30

Spegillinn - 01.03.1970, Blaðsíða 30
HRÚTURINN: Gættu heilsunnar vel. Þú veizt að þú veizt það betur en læknirinn hvað amar að þér. Ef hann segir að það sé ekkert að þér, þá skaltu ekki taka mark á honum. Þeir eru bara svona þessir læknar. NAUTIÐ: Ársbyrjunin hefur ekki verið þér nógu hag- stæð. Þú ættir að tala ver um náungann. Þessi uppgerðar góðsemi fer þér illa og þú skalt losa þig við hana við fyrsta tækifæri. Þú færð snert af kvefi. TVÍBURINN: Það er auðvelt að vera gáfaður eftirá. Þú hefðir betur farið eftir spánni þinni í síðasta Spegli. Þú gætir bætt úr þessu með því að fara eftir spánni þinni framvegis og kaupa Spegilinn. KRABBINN: Jæja, ertu með hósta? Þetta grunaði mig. Þú ættir að^draga úr reykingunum eins og þér var ráðlagt í síðustu sþá. Þú reykir minna ef þú vefur sígaretturnar, en kaupir þær ekki tilbúnar. LJÓNIÐ: Ef þú hefur ekki komizt í neinn Lionsklúbb- inn ennþá, geturðu bætt þér það upp með því að stunda vertshúsin á meðan. En haltu tilraunum þínum áfram, þessi fáu skipti sem þú ert edrú. JÓMFRÚIN: Þú mættir gjarna nýta hæfileika þína betur. Hvernig væri til dæmis að skoða á sér fingurna og reyna hæfni þeirra til nytsamari hluta. Flestir fingra- lengstu menn eru fæddir undir Jómfrúarmerkinu. VOGIN: Ástarmálin verða ekki snurðulaus, eða bjóstu við því? Reyndu að komast að samkomulagi við maka þinn, það er svo leiðinlegt að lifa saman í þessari djúpu þögn. Brostu annað slagið. DREKINN: Þú skalt varast að rasa um ráð fram. Það er tími til kominn að henda þessum útslitnu barnaskóm sem þú gengur á og taka upp fermingarskóna. Reyndu að taka því rólega í vinnunni án þess að mikið beri á því. BOGINN: Þú ert undir áhrifum. Eða er ekki svo? Ef svo er ekki ættir þú að komast undir áhrif. Það gerir þér gott. Reyndu svo að fresta timburmönnunum eins lengi og þér er framast unnt. GEITIN: Skilningur og þolinmæði eru hugtök sem þú ættir að tileinka þér. Þú gætir æft þig með því að fara með börnin í þrjúbíó fjóra sunnudaga í röð. Ef þú stenzt það próf, er þér borgið. VATNSBERINN: Þú skalt varast vini þína og sam- ferðamenn. Reyndu að halda þig innandyra og láta sem fæsta sjá þig. Af hverju ? Það ættir þú bezt að vita. Ef þú þarft nauðsynlega að fara út þá skaltu gera það að nóttu til. FISKURINN: Þú ættir að fara að huga að sumarleyfinu þínu, það er ekki seinna vænna. Hættu öllum bollalegg- ingum um utanlandsreisu, þú veizt að þú hefur ekki efni á henni. Farðu lengst til Flateyjar. Álfur Engifers. ps. Það er ekkert ps. núna. Á.E. Gerist áskrifendur að Speg/inum pósthó/f 594

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.