Spegillinn - 01.03.1971, Page 5
Jón á Laxamýri hefur sent Speglinum
eftirfarandi viðtal, sem hann lét hafa
við sig í sjónvarpi fyrir skemmstu.
Viðtalið er tekið af hinum landskunna
grínista, laxaræktarmanni, villiandar-
söngvara og Þingeyingi, Jakobi Haf-
stein. Spegillinn þakkar þeim Jakobi
og Jóni kærlega fyrir viðtalið, sem við
birtum lítillega stytt, en höldum því,
sem máli skiptir.
Jakob: Jón á Laxamýri þarf ekki að
kynna fyrir sjáendum og hlustendum,
svo kunnur sem hann er þjóð sinni.
Mig langaði aðeins að spyrja þig, Jón,
þú ert fæddur eins og annað fólk,
hvenær ertu fæddur?
Jón: Ég er fæddur 1882.
Jakob: Ja, há, 1882, það er bara svona
langt síðan, já.
Jón: Það var sögulegt ár fyrir þjóðina,
þetta ár sem ég fæddist. Það hafði ég
eftir Torfa í Ólafsdal, að þetta hefði
verið eitthvert merkilegasta ár í sögu
þjóðarinnar. Harðindi voru svo mikil,
að fólk dó úr hor. Eftir að ég fæddist
hefur þetta breytzt mjög til batnaðar.
Jakob: Það er nefnilega það - og það
eru bara 88 ár síðan og mikið vatn
runnið til sjávar síðan og þú búinn að
bjarga þjóðinni síðan. Segðu mér, Jón,
þú varst snemma bráðgjör um flesta
hluti og efnilegur?
Jón: Já, ég var það. Ég var búinn að
lesa biblíuna, þegar ég var átta ára
gamall. Æskan var ekki löng hjá mér,
ó-nei.
Jakob: Já, þú hefur verið vel búinn
að heiman af andlega fóðrinu, Jón,
og þú hefur verið djarfur og stórhuga.
Og þú hefur snemma séð, að einhver
þurfti að fara utan til að læra það,
sem þjóðin kunni ekki, og þú hefur
farið utan ungur. Segðu mér nú, Jón,
hvert fórstu ?
Jón: Ég fór til Noregs - á kristilegan
lýðháskóla, landbúnaðardeild.
Jakob: Og svo heldurðu frá Noregi til
Skotlands og þar kemstu í kynni við
sauðfé, svo kemurðu heim og þá ferð-
astu um landið, og svo ertu hérna í
bænum og kynnist mörgum góðum
mönnum, og þeir urðu vinir þínir. Og
þú stofnaðir tímarit og . . .
Jón: Það var ég, sem kom á hrúta-
sýningunum. Og þær hafa haldizt við
síðan og hafa meira en nokkuð annað
orðið til þess að þjappa bændum sam-
an í kynbótunum.
Jakob: Þannig hefur þú orðið til að
kynbæta íslenzka . . .
Jón: Má ég bæta við.
Jakob: Alveg sjálfsagt.
Allt þetta
gerði ég
Viðtal sjónvarpsins
við Jón á Laxamýri
Jón: Við Sigurður búnaðarmálastjóri
slógum víxil.
Jakob: Ja-há, það hefur verið gaman.
Þú hefur unnið mikið lífsstarf. Þú
hefur snemma borið skynbragð á, hvað
þjóðinni kom bezt, og svo ræðstu ekki
í neitt smáatriði, þegar þú kaupir sjálfa
Besssss ....
Jón: Ætlarðu ekki að tala um Tímann ?
Jakob: Já, svo ræðstu ekki í neitt
smáræði, þegar þú kaupir Bessastaði,
þessa höfuðjörð.
Jón: Mér fannst ég verða að sýna
bændum, hvernig þeir ættu að gera
þetta, sem ég var búinn að segja þeim
í mörg herrans ár að gera.
Jakob: Svo bjóst þú á Bessastöðum og
þú bjóst ógiftur, og þú giftir þig þinni
ágætu konu og þið eignuðust börn.
Jón: Já, ég skal koma að þessu á eftir.
Það var ég sem stofnaði Landnám,
ásamt honum Sigga bróður, þeim
skarpgáfaða manni. Það var ég, sem
græddi upp Bessastaði. Það var ég,
sem græddi upp landið.
Jakob: Það varst þú, sem stofnaðir
félagið um . . .
Jón: Mörg félög, já-já.
5