Spegillinn - 01.03.1971, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.03.1971, Blaðsíða 15
Aumingi! Aumingi! Aum- ingi! Aumingi fyrir aldur fram. Þessi orö öskruðu á mig í vöku og svefni. Ég hafði martröð hverja nótt og dreymdi ég væri að hlaupa einhvers staðar úti i móum, eins og vitlaus maður. And- skotinn var á hælunum á mér og hvíslaði sætlega mjúkum rómi í eyra mér: Hjartað, vinur, hjartað. Maginn, vinur, maginn og ýstran. Æðahnútarnir, skall- inn, drykkjan. ofátið, hel- reiðin. Kransinn, vinur minn, kransinn. Ég sá. hvernig ég lyftist upp úr rúminu, stökk út um gluggann, og var óðara kom- inn niður á Kársnesbraut. Þar sá ég mann á hlaupum. Ég hljóp á cftir honum. Ég var enn í náttfötunum, hann var klæddur eins og skíðakappi á vetrarólympíu- leikum, grannur og spengi- legur, með dökk gleraugu á nefinu. Mér fannst ég eitt- hvað kannast við þennan einbeitta tannsvip. sem af- skræmdist af púi og and- köfum á hlaupunum. Þessi einbeitti tannsvipur tilheyrði einhverjum. sem ég hafði séð. Mér fannst þessar tenn- ur vísar til alls. Mér fannst þær geta farið að rífa kjaft við mig þarna. Mér fannst sem hann liti á mig ásökun- araugum fyrir að vera að elta sig þetta eftir Kársnes- brautinni í náttmyrkrinu, löngu fyrir dögun, í gaddi og kulda. Ég fékk allt í einu sting fyrir hjartað, og það rann upp fyrir mér Ijós. Þetta var maðurinn í bæklingnum, ein- um af þessum bæklingum, sem bæklunarsamtök ÍSÍ senda mér. Þctta var efna- h a gs un d u r þjóðarinnar. Þetta var mesti þrekmaður á tölur og fjárupphæðir, sem nokkurn tíma hafði fæðzt á landi hér, sjálfur erkispek- ingur Viðreisnarinnar. Hann hljóp mjúkum skrefum eftir egg- og rennisléttri Kárs- nesbrautinni. aðalgötunni í almúgabænum. Það rifjaðist upp fyrir mér. s----- Óeðlilegir dauðdagar hvað stóð í þessum bækling- um frá bæklunarsamtökun- um. Ég hafði ekki fyrr lesið nokkrar línur um trimmið, en ég uppgötvaði, að ég kunni hvorki að ganga né skríða, hvað þá heldur að hlaupa. Ef ég reyndi að spretta úr spori, ætti ég fyrir höndum hroðalegt hjarta- slag. Ég hélt áfram að hlaupa, en nú brá svo við, að ég komst ekkert úr spor- unum. Ég fann, að ég svitn- aði. Ég fann kökkinn í háls- inum á mér. Blöðin voru alltaf að birta myndir af unglegum og spengilegum mönnum á miðjum aldri til þess að storka bílífisseggjum eins og mér. Strákarnir í Arnarnes- inu voru allir farnir að skokka úti á kvöldin með yfirskattalögguna í farar- broddi, Jóa lögfræðing og hina landsfrægu Clausen- sportídjóta. Inni í Laugar- dal hlupu líka júristar. Ætli þeir hafi svona lítið að gera? Þeim væri nær að vinna meira, svo að þeir yrðu mat- vinnungar og þyrftu ckki að skokka undir vinnukonuút- svörum sínum og svo að þcir þyrftu ekki að láta cin- stæðar mæður og erfiðis- menn borga fyrir þá kaup- ið, sem þeir fá, og eins gjöldin, sem þeir fá ekki. Kerlingin gerði ekki annað en staglast á því. hvað ég væri vesældarlegur í sam- anburöi við þá þarna í Ka- Kú klúbbnum, Kappafélagi kúlumaga. Sérðu bara hann Gunn- laug, sagði hún. Upp á hverjum morgni fyrir allar aldir og í Laugarnar, og ekki sýnist manni hann þurfa að skríða upp i bæli fyrr en venjulegt fólk á kvöldin eins og þú. Öh. það skal ég ábyrgjast, að hann sefur ennþá á vind- sæng inni á kontór í félags- málaráðuneytinu, sagöi ég þá. Og séröu hann Pál S. Ýstran á honum er orðin sama sem ekki neitt. Ef þú gætir nú komiö þér í félagið 15

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.