Spegillinn - 01.03.1971, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.03.1971, Blaðsíða 16
þarna hjá þeim í KaKú. En hvað ætli þeir taki svona aumingja með sér í fram, fram fylking á morgnana. Þú yrðir alltaf síðastur. Ég hrökk upp alltaf öðru hvoru alla nóttina. Auma djöfuls martröðin. Ég fór að laumast til að hlaupa tvisvar upp og niður stigann, þegar ég fór með ruslið á kvöldin, ef enginn sá til. Helvítis dótið skyldi ekki geta sagt, að ég héldi mér ekki við. Ég varð að bíða utan við dyrnar í tvær mínútur og varpa mæðinni, áður en ég fór inn, en mér leið strax betur. Ég færði mig nú upp á skaft- ið og hljóp þrisvar upp og niður stigann á kvöldin. Svo fór ég að laumast út á kvöld- in og skauzt fyrir hornið á húsinu og út á róluvöllinn. Ég laumaði mér í sandkass- ann og hljóp þar eins og fætur toguðu í kyrrstöðu. Steisjónarí rönníng, segja þeir. Þarna var ég viss um, að enginn heyrði til mín. Ég reyndi að muna, hvað stóð í bæklingnum um, hvernig ætti að fara að því að hlaupa, lyfta tábergi frá hné . . . Ég tók út miklar sálarkvalir og varð að bíta á jaxlinn til þess að lyfta fótunum. Ég vissi, að ég gerði þetta skakkt allt sam- an, alls ekki samkvæmt regl- unum. Ég fann það lika á hjartanu, að þetta hafði öf- ug áhrif. Ég reyndi að herða mig upp: - Viltu fá kransinn, sagði ég við sjálfan mig. Hvernig heldurðu, að hún fari með þig, grísasteikin í Lions í gær. 16

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.