Spegillinn - 01.03.1971, Qupperneq 17

Spegillinn - 01.03.1971, Qupperneq 17
Sérfræðingur minn í trimmi, sem hefur verið í því í nokk- ur ár og aðeins einu sinni fengið kransinn, sagði mér að drekka tvo potta af vatni, áður en ég færi í steisjónarí rönníng. Hann benti nrér líka á góð ráð í sambandi við nú-trisjón, af því að það er vont fyrir trimmara að éta mikið af steikum og svo- leiðis nammi. Ég dreif mig á trimmnám- skeið hjá Sigga halta. Hann sagðist ætla að kenna mér, hvernig ætti að ganga. Hann skokkaði eins og fjandinn væri á hælunum á honum með annan fótinn í götu- ræsinu en hinn á gangstétt- inni. Ég reyndi að gera eins. Það tókst svona álíka vel og belju að komast upp í strætó. Ég tók á öllum lífs og sálar kröftum. Þú færð kransinn, sagði ég við sjálfan mig. Þú ert búinn að reykja svo mik- ið, sjálfsagt líka kominn með krabba. Djöfuls aumingi að láta bílífið fara svona með þig. Og ég, sem var allan tímann að reyna að láta mér líða vel. Þess vegna byggði ég húsið og þess vegna keypti ég bílinn, þennan nýja. til þess að þurfa ekki að skíta mig út á viðgerðum. Ég fékk ógurlegan sting fyr- ir hjartað. Það sló miklu hægar, ég fann það, ég herti á hlaupunum. Mér fannst ég missa andann, augun störðu út í sorta og myrkur. Ég lá vakandi milli heims og helju, bara starði. Ég lá í rúmi, ég fann. að það var verið að stumra yfir mér. Loks vaknaði ég við oln- bogaskotin í kerlingunni. Mér hefur held ég aldrei þótt hún eins mjúk viðkomu. Aldrei skal ég oní þennan helvítis poll í Laugunum með þeim í KaKú. Ég held. að það sé gott að vera hæfilega feitur og deyja eðlilegum dauðdaga í hárri elli. 17

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.