Spegillinn - 01.03.1971, Síða 28

Spegillinn - 01.03.1971, Síða 28
Andvökunótt Erlends Ætli skrifstofan mín sé nú eig- inlega nógu sómasamleg? Það efast ég hreinlega um. Þeir segja, að lögfræðiblók hér í bæ hafi hvern ferþumlung á skrifstofu sinni, veggi og bókahillur, úr svörtu og hvítu palísander, ekta kalvið. Mér finnst nú, að menn geti aðeins hugsað um mann- virðingar sinar. Ef til vill væri bezt að fá sér nýja 200 fermetra einkaskrif- stofu úr ekta maðksmognum rekavið. Ha? Mér þætti gaman að sjá lýðinn leika það eftir. Maður verður nú sem konungur í SÍS að gæta virðingar sinnar í hvívetna. Þessir aumingjar í Eddunni eru litlu skárri en þeir á Tímanum, sem alltaf eru að valda mér ein- hverjum vandræðum. Því eru menn alltaf að hringja í mig út al viileysunum hans lomma? Geta menn ekki skiiið, að ég hef öðrum hnöppum að hneppa en að standa í að ritskoða Tím- ann. Það er meira, hvað hægt er að leggja á einn mann, þótt göfugur sé. Mundi ég annars eftir að láta panta þetta fina golfsett, sem ég sá í tímaritinu? Ég þarf að athuga það í fyrramálið. Ég get nú ekki verið þekktur fyrir að vera með golfsett eins hver sem er, sjálfur Erlendur í SÍS. Verst er, hvað erfitt er að fmna partner í golf eftir hádegið. Er að vinna, segja menn. Já, það eru sannar- lega allt of fáir hátt settir menn í þessu þjóðfélagi. Já, það voru þeir í Eddunni. Þeir ætluðu að prenta kortið mitt allt vitlaust. Og voru svo með eitthvað glott. Bezt að at- huga, hvort þeir eru í Flokkn- um. Það á með réttu að vera dýrt spaug að vera með flimt- ingar út í heldri menn og höfð- ingja hér á landi eins og i öðr- um löndum, sem ég hef komið tii. Einn forstjórinn, sem ég heim- sótti, hafði ekki bara prívat- klósett, heldur sturtu og sánu á skrifstofunni. Hvernig ætli ég geti látið innrétta svoleiðis hjá mér? Aldrei er mér nú sýnd nægileg virðing í þessum veizlum og kokkteilum, sem ég læt svo lítið að heimsækja. Þessi plebeja- þjóð skilur ekki höfðingja. Allt tómt virðingarleysi og meðal- mennska. Menn hneigja sig ekki einu sinni, þegar þeir sjá mig. Og satt að segja mætti aginn og hollustan vera meiri á sjálfri að- alskrifstofu SÍS. Ó, svei þvi. Mér fannst nú full gróft af hon- um að ætla að setja Auðun skök- ul neðst á ættartréð mitt, sem ég sendi öllum viðskiptavinum SÍS heima og erlendis. Merkilegt, hvað margir hafa lækkað við- skiptakrítina við okkur eftir ára- mótin. Þetta var þó fallegt og virðulegt kort. Ég hélt, að kon- ungborið fólk fengi takmarka- lausa krít. Vegna óvissu í við- skiptamálum, segja þeir. Ekki eru þeir þó komnir af helztu fornhetjum og frændur kon- ungsætta Evrópu. Mikið var ég heppinn, að hann SAM skyldi segja mér, hvað þetta penis þýðir. Ef kortið hefði nú farið með nafninu Aud- un the penis. Ég get nú ekki bara hugsað þá hugsun til enda. En það var hægt að redda Har- ald the fmehair inn á síðustu stundu. Verst, að það virkar eins og auglýsing frá Álafossi. Hefði ég nú átt að hafa Kon- stantín Grikkjakonung með á kortinu? Einhver sagði, að ég hefði átt að sleppa honum. Hann er kominn í útlegð og er alveg valdalaus. Get ég verið að flokka mig með slíkum. Enginn ímynd- ar sér, að Erlendur, King of SÍS, sé valdalaus. Þetta hefði ég kannski átt að athuga betur. Kannski var það vitleysa hjá mér að láta ekki gera mig að forseta í stað Eldjárns. VIÐSKIPTAVINIR ÚTVEGSBANKANS Það tilkynnist hér með vinum bankans og vandamönnum, að meiriháttar afgreiðslur af hálfu bankastjórnarinnar fara aðeins fram á 1-3 mánaða fresti eða sjaldnar. Þessi regla er tekin upp vegna veikinda Finnboga Rúts Valdimarsson- ar yfirbankastjóra. Hún er miðuð við meðallengd veikinda á árinu 1970 og hliðsjón höfð af hugsanlegri aukningu þeirra á þessu ári. Til þess að bæta þjónustu vora við við- skiptamenn vora munum við daglega senda mann að Mar- bakka til að kanna ástand veikinda og magn birgða. Mun- um við því í þeim hléum, sem kunna að verða milli veikinda, hafa reiðubúið sérstakt neyðarkerfi til þess að anna sem flestum lánsumsóknum á þeim sólarhring, sem venjulega líður, áður en veikindi ágerast aftur. Á milli munu undir- tyllur vorar, Jónas Rafnar og Jóhannes Eliasson, annast minniháttar afgreiðslur, sumar með fyrirvara um samþykki yfirbankastjórans. Trölla-sparisjóðsbauka er þó unnt að fá án fyrirvara. Bankarád Útvegsbanka íslands. 28

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.