Stúdentablaðið - 01.12.1925, Síða 8
2
STÚDENTABLAÐ
1925
mönnum þegar ljóst 1911, enda er alls ekki
ofmælt að stofnun Háskólans væri fagnað
af alþjóð sem reglulegri frelsisgjöf. Og þó
að raddir léti þá til sín heyra, einkum ut-
anlands frá, um það, að þjóðin færðist hér
efnalega of mikið í fang, þá var það raun-
ar fátækt landsins einni að kenna að Há-
skólinn var ekki gerður miklu ríflegar úr
garði. Síðan 1911 hefir safnast mikill auð-
ur í landi hér, sem vonandi kemur einnig
að haldi Háskóla vorum, þó síðar verði.
Menn mega ekki láta villa sig þær tilraun-
ir, sem því miður hafa fram komið á síð-
ustu árum í þá átt að hnekkja Háskólan-
um. þær eru ekki gerðar að alþjóðar vilja,
þær eru aðeins staðfesting fornar reynslu,
þeirrar, að peningaráð og víðsýnt mannvit
eiga ekki ætíð samleið í þessum villugjarna
heimi. það þarf varla að óttast það, að
slíkar tilraunir verði endurteknar; svo
óvinsælar hafa þær orðið. Og þær verða
síðar ennþá óvinsælli.
Háskóli íslands var stofnaður af van-
efnum fjár. það er satt. En hann var
stofnaður af trú á framtíð þjóðarinnar,
tní á þrek hennar, trú á hennar fornu rót-
grónu menning, trú á köllun hennar til
þess að varðveita og göfga í langri og
glæsilegri framtíð norræna menning og
norræna kynerfð. Háskólinn átti að verða
arinstöð allra góðra krafta í baráttunni
fyrir því að þessi trú mætti rætast, og er
þegar margs að minnast, sem hann hefir
unnið eða látið vinna í þessa átt. það er
gaman að geta þess hér, í þessu sambandi,
að einn af kennurum Háskólans, próf.
Guðmundur Hannesson, hefir nú nýlega,
fyrstur manna, fært sönnur á það — sem
áður var að vísu trú og hugboð okkar
bestu skálda og spámanna — að þjóð vor
er langsamlega kynbornust norræn þjóð,
sem til er. Hún hefir ekki aðeins varðveitt
best menningararf norræna kynsins og
ávaxtað hann dyggilega, — hún hefir líka
varðveitt best kynerfð sína. Henni er því
að vísu sjálfskipað í öndvegi meðal þeirra
þjóða sem rekja ætt sína að norrænum
uppruna. — Háskóli vor hefir ekki brugð-
ist því trausti, sem hugsjónamenn vorir
og þjóðskörungar hafa til hans sett fyr og
síðar. Og hann mun ætíð eiga sinn ágæta
þátt í því, að þjóð vor skipi með sæmd
þann sess meðal þjóðanna, sem hún er rétt
borin til.
II.
í nær 400 ár varð þjóð vor að senda úr-
valið af gáfumönnum sínum og foringja-
efnum til náms í önnur lönd — einkum til
Danmerkur — vegna þess að hún var of
fátæk til þess, að geta annast mentun
þeirra sjálf. þessi menningarlegi útburður
óskabarnanna er ein allra sárasta ógæfan,
sem þjóðin varð að þola á liðnum öldum.
Enginn getur gert sér nógu átakanlega
grein fyrir þeirri hugraun, sem göfugustu
feður og mæður þjóðar vorrar hafa mátt
líða kynslóð eftir kynslóð, er þau urðu að
senda sonu sína í andlegagislingtil erlendr-
ar bjóða, er jafnframt hélt oss í stjórn-
legri og efnalegri ánauð, svo næst stapp-
aði fullum þrældómi. Lá það þá ekki æði
nærri, að foringjaefnin yrðu gerð að böðl-
um á sína eigin þjóð? Sú varð líka löng-
um raunin. Vald Dana hér á landi eignað-
ist á þennan hátt margt handhægt verk-
færi. Slíkt var heldur ekki að undra, eins
og í garðinn var búið. Hitt er miklu merki-
legra hve vel og drengilega flestir þessara
danskmentuðu manna reyndust þjóð sinni
í siálfstæðismálum hennar. Eg held að fátt
sýni betur þrek kynsins og kraft hinnar
þióðlegu menningar en það, hve vel menta-
menn vorir stóðust þessa raun.
það er ekki ótítt, að heyra menn tala
með eftirsjá um Garðsstvrk íslenskra
námsmanna við Hafnarháskóla. Vafalaust
var bað þó rétt og nauðsvnlesrt að honum
var slept 1918 — frá pólitísku sjónarmiði
nauðsynlegt, og frá hálfu þjóðmenningar
vorrar bæði nauðsynlegt og rétt. það er