Stúdentablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 12
STÚDENTABLAÐ
1925
6
vísi til sameiginlegs heimilis. par hafa þeir
matarfélag og greiðasölu og stjóma sjálf-
ir. Árleg velta fyrirtækisins nemur 70—
80 þús. kr.
Á Mensa lesa þeir blöð sín, innlend og
erlend, ræða áhugamál sín og annara,
þreyta tafl og skemta sér við söng og
hljóðfæraslátt. Á Mensa hafa hugsjónir
fæðst, sem eiga eftir að lýsa yfir land
vort, og þar hafa verið hnýtt órjúfanleg
vináttu- og trygðabönd.
Stúdentaráðið hefir í fjögur ár unnið að
stúdentaskiftum við önnur lönd. Með því
hefir það dregið úr einangrun stúdenta
vorra, aukið þeim víðsýni og auðgað
reynslu þeirra.
Með því hefir það einnig aflað þjóð
vorri vina erlendis, og hafa margir þeirra
þegar sýnt í verki, að þeir kunna að meta
það, sem vel var gert til þeirra. Hafa
þeir ritað og talað um þjóð vora í heima-
landi sínu af meira skilningi en títt er um
erlenda menn.
Stúdentaráðið stofnaði upplýsingaskrif-
stofu fyrir menta- og skólamál. I fjögur
ár hefir hún starfað, og mörgum liðsint,
innlendum og erlendum. Auk upplýsinga-
starfsins hefir hún oftlega orðið stúdent-
um hjálpleg um útvegun kenslustarfa og
jafnvel húsnæðis.
Stúdentaráðið stofnaði lánssjóð stúd-
enta. Tilgangur hans er að styrkja með
hagkvæmum peningalánum fátæka stúd-
enta við háskólann. Tekjur hans eiga að
verða árleg tillög háskólanemenda og ann-
ara, er vilja st.vðja hann. Má og víst telja,
að Sáttmálasjóðurinn leggi honum eitt-
hvað. Lán skal veita gegn tryggingu, er
stjórn sjóðsins tekur gilda. í stjórn sjóðs-
ins eiga sæti: einn fulltrúi valinn af Stjórn-
arráðinu, annar af Háskólaráðinu og sá
þriðji af Stúdentaráðinu.
Væntanlega tekur sjóðurinn bráðlega til
starfa.
Stúdentaráðið hefir starfrækt lesstofu
stúdenta. Hefir hún aldrei fyllilega náð
tilgangi sínum, meðfram vegna óhentugra
húsakynna. Nú hefir Stúdentaráðið ákveð-
ið að leggja hana niður, en stofna af eig-
um hennar útlánsbókasafn fyrir stúdenta.
Stúdentaráðið hefir komið fram breyt-
ingum til bóta á reglugerðum fyrir em-
bættispróf í læknis-, lög- og guðfræði.
Einnig var að ósk þess haldið uppi kenslu
í bókfærslu einn vetur við háskólann.
Stúdentai’áðið hefir og látið sig skifta
líkamsment stúdenta. Hluta úr tveim
vetrum hefir það notið aðstoðar ríkis-
stjórnarinnar og háskólans til þess að
halda uppi líkamsæfingum fyrir stúdenta.
Nú nýlega hefir það ákveðið að snúa sér
einbeittlega að þeim málum.
Stúdentaráðið hefir jafnan vakað vel um
þingtímann og eigi ófyrirsynju. Hafa
stúdentar hér heima og eins þeir ísl.
stúdentar, er erlendis nema, átt mjög í
vök að verjast fyrir niðurskurðarpúka
þingsins.
Stúdentaráðið hefir þrívegis sent full-
trúa á erlend stúdentamót. Eitt sinn til
Prag, seinna til Haag og nú s. 1. sumar til
Osló. Einnig hefir það ákveðið að efna til
stúdentamóts hér, í sambandi við 1000 ára
afmælishátíð íslenska ríkisins, og bjóða er-
lendum stúdentum þátttöku í því.
Stúdentaráðið hefir þó fyrst og fremst
helgað Stúdentagarðsmálinu krafta sína.
það mál er mesta velferðarmál stúdenta.
það er sjálfstæðismál allrar þjóðarinnar
og ætti að vera metnaðarmál sérhvers ís-
lendings.
Enn gæti eg nefnt mörg smærri mál,
sem Stúdentaráðið hefir haft með hönd-
um og afgreitt.og önnur,sem þar hafa ver-
ið rædd, þótt eigi séu þau enn komin til
framkvæmda, t. d. kaupfélag stúdenta,
sjúkrasamlag o. fl.
Stúdentaráðið átti og frumkvæði að því