Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 14
8
1925
STÚDENTABLAÐ
Stúdentamótið í Oslo
Norræna stúdentamótið í Ósló, sem
haldið var 13—17 júní í vor, var mjög
merkilegt fyrir ýmsra hluta sakir. par
voru saman komnir nær 1000 ungir og
gamlir mentamenn af öllum Norðurlönd-
um. J>ar voru háðar
skemtilegar kappræð-
ur um helstu dag-
skrármál mentaðra
þjóða. Og þar voru
haldnar gleðisam-
komur, er æskufj ör
og lífsgleði, lista-
nautn og gróandi vor
lögðust á eitt að gera
ódauðlegar í minning-
unni.Ekkert var spar-
að, sem norskt ör-
læti og norsk menn-
ing gat í té látið, til
þess að gera dvöl
hinna erlendu gesta
sem ánægjulegasta.
Háskólinn, höfuð-
borgin, æðsta stjórn
landsins, skáld og
listamenn þjóðarinn-
ar keptist um að
heiðra þessa fyrstu
íillsherjar samkomu
norrænna stúdenta
um 50 ár. —
Af öllu því glæsi-
lega og ágæta, sem
prýddi þetta mót og gerði það ógleyman-
legt þeim, er það sóttu, verður mér einna
tíðast hugsað til heimsóknarinnar til lista-
mannsins Gustav Vigelands.
Hér er hvorki rúm né tök á að minnast
þessa andlega þrekmanns sem vert væri.
Heilar bækur hafa verið ritaðar um hann
og verk hans, þótt hann sé ósæmilega lít-
og Gustav Vigeland.
ið þektur hér á landi. Hann er vafalaust
stórvirkasta höggmyndaskáld, sem Norð-
urlönd hafa alið. Borgin Ósló hefir látið
gera stórhýsi yfir hann og verk hans. þar
vinnur hann í kyrþey að stórkostlegum
listaverkum, sem um
langan aldur munu
bera hróður Norður-
landa um allan hinn
mentaða lieim. Hann
vinnur líkt verk fyr-
ir norsku þjóðina og
Einar Jónsson fyrir
Islendinga.
Hver sem kom-
ið hefir inn í Statens
Museum í'or Kunst í
Osló, hefir vafalaust
staðnæmst við geysi-
stóra lágmynd úr eir
eftir Vigeland, er
heitir Helvete. Sú
mynd er mjög ein-
kennandi fyrir list
Vigelands, einkum
írá hans fyrri dögum.
Ofsalegar tilfinning-
ar: grimd, hatur,
kvalir og örvænting
blandast hér saman í
ferlegum tryllingi,
svo manni hnykkir
við. þess kennir ein-
mitt víða í verkum
Vigelands að hann leggur stund á að gera
myndir sínar lifandi, blása í þær krafti
ríkra tilfinninga, en hirðir minna um fág-
un og snyrti. Fyrir bragðið verkar list
hans dátítið hrottalega, en svo er hún líka
vandlega laus við alt teprulegt tildur.
Mynd sú, sem fylgir þessum línum til
fróðleiks um list Vigelands er gerð eftir